Katrín Olga ráðin framkvæmdastjóri nýs dótturfélags Landsnets Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2022 10:56 Katrín Olga Jóhannesdóttir. Landsnet Katrín Olga Jóhannesdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýs dótturfélags Landsnets sem hefur það hlutverk að setja á fót og reka heildsölumarkað raforku á Íslandi. Katrín Olga mun hefja störf um mánaðamótin. Frá þessu segir í tilkynningu. Þar segir að Katrín Olga hafi áratuga reynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslensku atvinnulífi. Hún hafi verið formaður Viðskiptaráðs Íslands og verið fyrsta konan til að sinna því hlutverki. Katrín Olga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu frá University of Southern Denmark og viðbótarnám frá London Business School. Haft er eftir Katrínu Olgu að það sé spennandi að fá tækifæri til að móta og innleiða nýjar aðferðir í orkuviðskiptum á Íslandi og að hana hlakki til að takast á við það verkefni. „Það er mjög spennandi kafli framundan í sögu íslenskra orkuviðskipta þar sem bæði notkun og framleiðsla mun verða fjölbreyttari og flóknari en áður. Markmiðið með heildsölumarkaðnum er að skila neytendum hagkvæmasta verði hverju sinni en um leið tryggja orkuöryggi, stöðugleika og gagnsæi orkuverðs. Það er frábært tækifæri að taka þátt í að innleiða nýjar aðferðir í þessum efnum“ segir Katrín Olga. Mikilvægur markaður Þá er haft eftir Guðmundi I. Ásmundssyni, stjórnarformanni nýja fyrirtækisins og forstjóra Landsnets, að markaðurinn sé mikilvægur, meðal annars þegar komi að loftslagsmálum. „Virkir orkumarkaðir eru mikilvægir í orkuöryggi þjóða og það sama gildir hér á landi. Skilvirkt aðgengi að markaði er nauðsynlegt en markaðsumhverfi orku er að breytast hratt í þá átt að notendur geta tekið þátt í rekstri kerfisins og fengið greitt fyrir þá þjónustu. Það er einungis hægt með gagnsæjum verðum, þannig að orka komi inn á kerfið og sé nýtt á réttum tíma. Orkumarkaðir eru einnig mikilvægir fyrir fjárfestingar í framleiðslu á orku en nýir framleiðendur, jafnvel með nýja tækni eins og vindorku, reiða sig á gagnsæ orkuverð til að meta hvort fjárfestingin sé hagkvæm. Fyrir okkur sem þjóð er þetta tvennt mjög mikilvægt í baráttunni við loftslagsvánna en grænbókin Staða og áskoranir í orkumálum, sem kom út nýlega, bendir á að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á næstu átján árum. Mögulega komumst við af með minna ef notendur geta tekið þátt í orkuviðskiptunum og hagrætt í sinni notkun,“ segir Guðmundur. Vistaskipti Orkumál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu. Þar segir að Katrín Olga hafi áratuga reynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslensku atvinnulífi. Hún hafi verið formaður Viðskiptaráðs Íslands og verið fyrsta konan til að sinna því hlutverki. Katrín Olga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu frá University of Southern Denmark og viðbótarnám frá London Business School. Haft er eftir Katrínu Olgu að það sé spennandi að fá tækifæri til að móta og innleiða nýjar aðferðir í orkuviðskiptum á Íslandi og að hana hlakki til að takast á við það verkefni. „Það er mjög spennandi kafli framundan í sögu íslenskra orkuviðskipta þar sem bæði notkun og framleiðsla mun verða fjölbreyttari og flóknari en áður. Markmiðið með heildsölumarkaðnum er að skila neytendum hagkvæmasta verði hverju sinni en um leið tryggja orkuöryggi, stöðugleika og gagnsæi orkuverðs. Það er frábært tækifæri að taka þátt í að innleiða nýjar aðferðir í þessum efnum“ segir Katrín Olga. Mikilvægur markaður Þá er haft eftir Guðmundi I. Ásmundssyni, stjórnarformanni nýja fyrirtækisins og forstjóra Landsnets, að markaðurinn sé mikilvægur, meðal annars þegar komi að loftslagsmálum. „Virkir orkumarkaðir eru mikilvægir í orkuöryggi þjóða og það sama gildir hér á landi. Skilvirkt aðgengi að markaði er nauðsynlegt en markaðsumhverfi orku er að breytast hratt í þá átt að notendur geta tekið þátt í rekstri kerfisins og fengið greitt fyrir þá þjónustu. Það er einungis hægt með gagnsæjum verðum, þannig að orka komi inn á kerfið og sé nýtt á réttum tíma. Orkumarkaðir eru einnig mikilvægir fyrir fjárfestingar í framleiðslu á orku en nýir framleiðendur, jafnvel með nýja tækni eins og vindorku, reiða sig á gagnsæ orkuverð til að meta hvort fjárfestingin sé hagkvæm. Fyrir okkur sem þjóð er þetta tvennt mjög mikilvægt í baráttunni við loftslagsvánna en grænbókin Staða og áskoranir í orkumálum, sem kom út nýlega, bendir á að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á næstu átján árum. Mögulega komumst við af með minna ef notendur geta tekið þátt í orkuviðskiptunum og hagrætt í sinni notkun,“ segir Guðmundur.
Vistaskipti Orkumál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira