Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2022 10:08 Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. Gríðarlegar hækkanir á fasteignaverði hafa verið undanfarin misseri. Til að mynda mælist vegin árshækkun íbúðarverðs 23 prósent. Þessi tala er þó á niðurleið en í júlí mældist þessi hækkum 25,4 prósent. Vísitala húsnæðisverðs byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali mánaðarlegra gagna um þinglýsta kaupsamninga um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) lækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% milli júlí og ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem íbúðaverð lækkar milli mánaða og mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% milli mánaða,“ segir á vef Landsbankans. Staðfesting þess að markaðurinn sé farinn að kólna Þar er jafn framt bent á það að á fyrri árshelmingi ársins hafi mánaðarlegar hækkanir mælst á bilinu 2,2 til þrjú prósent. Í júli fór að hægja á þessari þróun þegar mánaðarleg hækkun mældist 1,1 prósent. Nú, í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019, lækkar vísitala húsnæðisverðs á milli mánaða. „Mælingin nú er enn frekari staðfesting á því að markaður sé farinn að kólna og mögulega hraðar en spár gera ráð fyrir,“ segir á vef Landsbankans. Ákveðinn fyrirvari er þó settur á gagnsemi þess að draga of miklar ályktanir út frá þessari lækkun. „Það sama gildir um þróun á íbúðaverði almennt, að varasamt er að draga of miklar ályktanir út frá einni mælingu. Þó íbúðaverð lækki lítillega milli mánaða nú er ekki endilega víst að sú þróun haldi áfram. Hagfræðideild hefur verið þeirra skoðunar að rólegri tíð sé framundan á fasteignamarkaði með hóflegum hækkunum milli mánaða, mun minni en sáust á fyrri mánuðum þessa árs, og er sú skoðun óbreytt þrátt fyrir lítilsháttar lækkun milli mánaða nú.“ Hagfræðideildin hefur einnig birt nýja og uppfærða verðbólguspá. Gerir hún nú ráð fyrir því að verðbólga á fjórða ársfjórðungi verði 8,8 prósent, en áður var spáð 9 prósent verðbólgu. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Landsbankinn Neytendur Tengdar fréttir Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gríðarlegar hækkanir á fasteignaverði hafa verið undanfarin misseri. Til að mynda mælist vegin árshækkun íbúðarverðs 23 prósent. Þessi tala er þó á niðurleið en í júlí mældist þessi hækkum 25,4 prósent. Vísitala húsnæðisverðs byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali mánaðarlegra gagna um þinglýsta kaupsamninga um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) lækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% milli júlí og ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem íbúðaverð lækkar milli mánaða og mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% milli mánaða,“ segir á vef Landsbankans. Staðfesting þess að markaðurinn sé farinn að kólna Þar er jafn framt bent á það að á fyrri árshelmingi ársins hafi mánaðarlegar hækkanir mælst á bilinu 2,2 til þrjú prósent. Í júli fór að hægja á þessari þróun þegar mánaðarleg hækkun mældist 1,1 prósent. Nú, í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019, lækkar vísitala húsnæðisverðs á milli mánaða. „Mælingin nú er enn frekari staðfesting á því að markaður sé farinn að kólna og mögulega hraðar en spár gera ráð fyrir,“ segir á vef Landsbankans. Ákveðinn fyrirvari er þó settur á gagnsemi þess að draga of miklar ályktanir út frá þessari lækkun. „Það sama gildir um þróun á íbúðaverði almennt, að varasamt er að draga of miklar ályktanir út frá einni mælingu. Þó íbúðaverð lækki lítillega milli mánaða nú er ekki endilega víst að sú þróun haldi áfram. Hagfræðideild hefur verið þeirra skoðunar að rólegri tíð sé framundan á fasteignamarkaði með hóflegum hækkunum milli mánaða, mun minni en sáust á fyrri mánuðum þessa árs, og er sú skoðun óbreytt þrátt fyrir lítilsháttar lækkun milli mánaða nú.“ Hagfræðideildin hefur einnig birt nýja og uppfærða verðbólguspá. Gerir hún nú ráð fyrir því að verðbólga á fjórða ársfjórðungi verði 8,8 prósent, en áður var spáð 9 prósent verðbólgu.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Landsbankinn Neytendur Tengdar fréttir Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Aðgerðir Seðlabankans farnar að hafa áhrif Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka. 17. ágúst 2022 10:49
Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31