„Hvernig brýtur maður hnéskel?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 12:31 Aminata Diallo hefur verið ákærð vegna árásar á Kheira Hamraoui sem sýndi ljóta áverka eftir árásina. Getty/@kheirahamraoui Franska blaðið Le Parisien hefur birt hálfótrúlegar upplýsingar úr lögregluskýrslu sem renna stoðum undir það að knattspyrnukonan Aminata Diallo hafi skipulagt árásina á liðsfélaga sinn í PSG, Kheiru Hamraoui, til að losna við samkeppni um stöðu í liðinu. Því mun meðal annars haldið fram í skýrslu lögreglu að fyrir árásina hafi Diallo sett inn í Google leitarorðin „Hvernig brýtur maður hnéskel?“, og einnig lesið sér til um „hættulega lyfjakokteila“. Grímuklæddir menn með járnrör réðust á Hamraoui í nóvember á síðasta ári. Hún hafði fengið far heim með Diallo eftir liðskvöldverð en mennirnir stöðvuðu bílinn, drógu Hamraoui út og lúskruðu á henni. Hamraoui birti myndir af áverkunum eftir árásina og sagði síðar frá því að hún hefði haldið að þessi stund yrði sín síðasta. „Ég reyndi að verja mig eins og ég gat. Þetta eru mjög sárar minningar,“ sagði Hamraoui. Diallo var handtekin skömmu eftir árásina en svo sleppt og hefur hún alltaf haldið fram sakleysi sínu. Hún var hins vegar aftur handtekin síðastliðinn föstudag og hefur nú verið ákærð fyrir grófa líkamsárás. Fjórir menn voru einnig handteknir og einn þeirra mun hafa viðurkennt fyrir lögreglu að þeir hafi fengið 500 evrur fyrir árásina. Í skýrslu lögreglunnar í Versölum sem Le Parisien vitnar til segir meðal annars að hæg, sálfræðileg afturför hafi orðið að eins konar sjúkleika hjá Diallo. Hún hafi farið að sjá Hamraoui sem hindrun á eigin íþróttaferli. Óskaði liðsfélögum sínum skaða Í skilaboðum sem fundust í síma Diallo sést að hún sendi tengiliðnum „Jaja“ skilaboð um að hún óskaði öllum liðsfélögum sínum skaða og að hún þyrfti bara á ættingjum sínum að halda. „Ef að ég væri vond, afbrýðisöm og klók eins og hún þá [myndi ég segja ættingja] að eyðileggja hana,“ sagði einnig í einum skilaboðum. Diallo var orðin samningslaus hjá PSG og Hamraoui hefur heldur ekki spilað með liðinu í upphafi leiktíðar. Félagið hefur hins vegar styrkt sig með öflugum leikmönnum, meðal annars Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem keypt var frá Brann. Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Því mun meðal annars haldið fram í skýrslu lögreglu að fyrir árásina hafi Diallo sett inn í Google leitarorðin „Hvernig brýtur maður hnéskel?“, og einnig lesið sér til um „hættulega lyfjakokteila“. Grímuklæddir menn með járnrör réðust á Hamraoui í nóvember á síðasta ári. Hún hafði fengið far heim með Diallo eftir liðskvöldverð en mennirnir stöðvuðu bílinn, drógu Hamraoui út og lúskruðu á henni. Hamraoui birti myndir af áverkunum eftir árásina og sagði síðar frá því að hún hefði haldið að þessi stund yrði sín síðasta. „Ég reyndi að verja mig eins og ég gat. Þetta eru mjög sárar minningar,“ sagði Hamraoui. Diallo var handtekin skömmu eftir árásina en svo sleppt og hefur hún alltaf haldið fram sakleysi sínu. Hún var hins vegar aftur handtekin síðastliðinn föstudag og hefur nú verið ákærð fyrir grófa líkamsárás. Fjórir menn voru einnig handteknir og einn þeirra mun hafa viðurkennt fyrir lögreglu að þeir hafi fengið 500 evrur fyrir árásina. Í skýrslu lögreglunnar í Versölum sem Le Parisien vitnar til segir meðal annars að hæg, sálfræðileg afturför hafi orðið að eins konar sjúkleika hjá Diallo. Hún hafi farið að sjá Hamraoui sem hindrun á eigin íþróttaferli. Óskaði liðsfélögum sínum skaða Í skilaboðum sem fundust í síma Diallo sést að hún sendi tengiliðnum „Jaja“ skilaboð um að hún óskaði öllum liðsfélögum sínum skaða og að hún þyrfti bara á ættingjum sínum að halda. „Ef að ég væri vond, afbrýðisöm og klók eins og hún þá [myndi ég segja ættingja] að eyðileggja hana,“ sagði einnig í einum skilaboðum. Diallo var orðin samningslaus hjá PSG og Hamraoui hefur heldur ekki spilað með liðinu í upphafi leiktíðar. Félagið hefur hins vegar styrkt sig með öflugum leikmönnum, meðal annars Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem keypt var frá Brann.
Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira