Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2022 10:59 Xi Jinping hóf fyrstu opinberu ferð sína í rúmt tvö og hálft ár með því að fara til Kasakstan. EPA/Forsetaembætti Kasakstan Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan. Fundinn sækja leiðtogar ríkja sem tilheyra svokölluðu öryggisbandalagi Sjanghæ eða SCO. Að undanskildum ríkisstjórnum Rússlands og Kína eru ríkisstjórnir Indlands, Kasakstans, Kirgistans, Pakistans og Tadsíkistan í hópnum. AP fréttaveitan segir að Kínverjar og Rússar, sem leiða þennan hóp, líti á hann sem nokkurs konar mótvægi gegn þeim bandalögum sem Bandaríkjamenn hafa gert í Austur-Asíu. Xi ætlar að kynna nýja áætlun sem á að vera ætlað að tryggja heimsöryggi á þessum fundi. Hann hefur þó lítið sagt um hvað hún á að fela í sér. Þá mun Xi eiga fund með Pútín en ráðgjafi rússneska forsetans segir að á þeim fundi verði innrás Rússa í Úkraínu til umræðu. Vesturlönd hafa biðlað til ráðamanna í Peking um að styðja ekki við bakið á Rússum vegna innrásarinnar og framfylgja refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna hennar. Einn af æðstu embættismönnum Kína lagði nýverið til að Kínverjar styrktu samband sitt við Rússland og að samvinna ríkjanna yrði meiri. Li Zhanshu sagði það vera nauðsynlegt vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana Vesturlanda gegn ríkjunum tveimur, samkvæmt frétt South China Morning Post. Þetta sagði Li eftir ferðalag til Rússlands í síðustu viku þar sem hann fundaði meðal annars með Vyacheslav Volodin, forseta rússneska þingsins, og öðrum embættismönnum. Kína Kasakstan Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fundinn sækja leiðtogar ríkja sem tilheyra svokölluðu öryggisbandalagi Sjanghæ eða SCO. Að undanskildum ríkisstjórnum Rússlands og Kína eru ríkisstjórnir Indlands, Kasakstans, Kirgistans, Pakistans og Tadsíkistan í hópnum. AP fréttaveitan segir að Kínverjar og Rússar, sem leiða þennan hóp, líti á hann sem nokkurs konar mótvægi gegn þeim bandalögum sem Bandaríkjamenn hafa gert í Austur-Asíu. Xi ætlar að kynna nýja áætlun sem á að vera ætlað að tryggja heimsöryggi á þessum fundi. Hann hefur þó lítið sagt um hvað hún á að fela í sér. Þá mun Xi eiga fund með Pútín en ráðgjafi rússneska forsetans segir að á þeim fundi verði innrás Rússa í Úkraínu til umræðu. Vesturlönd hafa biðlað til ráðamanna í Peking um að styðja ekki við bakið á Rússum vegna innrásarinnar og framfylgja refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna hennar. Einn af æðstu embættismönnum Kína lagði nýverið til að Kínverjar styrktu samband sitt við Rússland og að samvinna ríkjanna yrði meiri. Li Zhanshu sagði það vera nauðsynlegt vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana Vesturlanda gegn ríkjunum tveimur, samkvæmt frétt South China Morning Post. Þetta sagði Li eftir ferðalag til Rússlands í síðustu viku þar sem hann fundaði meðal annars með Vyacheslav Volodin, forseta rússneska þingsins, og öðrum embættismönnum.
Kína Kasakstan Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira