Strætó gert að greiða starfsmanni milljónir eftir deilur um starfslok Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2022 14:00 Konan hafði starfað hjá þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Strætó til að greiða fyrrverandi starfsmanni samtals 2,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna deilna sem tengjast starfslokum konunnar hjá byggðasamlaginu í árslok 2020. Konan hafði starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Hún var svo boðuð á fund með yfirmanni í lok nóvember 2020 til að ræða samskiptamál án þess að hafa fengið frekari upplýsingar um málið. Óviðeigandi samskipti Á fundinum voru rædd samskipti konunnar við samstarfsmann í tölvupósti og á samskiptaforritinu Teams, en að mati Strætó hefðu þau verið „óviðeigandi og væru litin alvarlegum augum“, en skilaboðin voru talin „jaðra við kynferðislega áreitni“. Fundinum lauk með að konan skrifaði undir starfslokasamning, en hinn kosturinn sem kynntur var fyrir henni var að taka málið til formlegrar skoðunar og hefja málsmeðferð sem gæti leitt til áminningar. Konan ákvað að skrifa undir samninginn og fékk greidd laun í þrjá mánuði þar sem vinnuframlags var ekki krafist. Var í raun sagt upp störfum Lögmaður konunnar fór svo fram á fund með stefnanda í þeim tilgangi að sætta ágreining þar sem hún taldi að henni hafi í raun verið sagt upp störfum, uppsögnin verið ólögmæt og að henni hafi verið mismunað. Þá taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með uppsögninni og hefði framkvæmd uppsagnarinnar verið meiðandi. Strætó hafnaði beiðninni um fund og kærði konan þá starfslokin til kærunefndar jafnréttismála og til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Kærunefndin mat það sem svo að Strætó hefði við starfslok konunnar brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og sömuleiðis lögum um jafna stöðu á vinnumarkaði. Konan leitaði svo til dómstóla þar sem hún fór fram á að Strætó yrði gert að greiða henni tæplega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Lagði hún meðal annars fram tvö vottorð heimilislæknis sem sýndu að starfslokin hafi mikið tekið á hana og að hún þjáist af streitu og þunglyndi. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekkert komi þó fram að konan sé óvinnufær af þessum sökum. Alls 2,5 milljónir Dómari í málinu taldi hins vegar að tekjutap konunnar vegna uppsagnarinnar hafi ekki numið þeirri upphæð sem krafist var, og að teknu tilliti til þess að konan fékk greidd mánaðarlaun í þrjá mánuði eftir starfslokin, þóttu skaðabætur hæfilegar 1,5 milljón króna. Þá var upphæð miskabóta talin hæfileg ein milljón króna, þar sem meðal annars var vísað í að starfslokin hafi verið fyrirvaralaus og til þess fallin að skapa umtal á vinnustaðnum. Kröfu Strætó um frávísun málsins var hafnað og þá var byggðasamlaginu gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi 1,2 milljónir í málskostnað. Strætó Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Konan hafði starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Hún var svo boðuð á fund með yfirmanni í lok nóvember 2020 til að ræða samskiptamál án þess að hafa fengið frekari upplýsingar um málið. Óviðeigandi samskipti Á fundinum voru rædd samskipti konunnar við samstarfsmann í tölvupósti og á samskiptaforritinu Teams, en að mati Strætó hefðu þau verið „óviðeigandi og væru litin alvarlegum augum“, en skilaboðin voru talin „jaðra við kynferðislega áreitni“. Fundinum lauk með að konan skrifaði undir starfslokasamning, en hinn kosturinn sem kynntur var fyrir henni var að taka málið til formlegrar skoðunar og hefja málsmeðferð sem gæti leitt til áminningar. Konan ákvað að skrifa undir samninginn og fékk greidd laun í þrjá mánuði þar sem vinnuframlags var ekki krafist. Var í raun sagt upp störfum Lögmaður konunnar fór svo fram á fund með stefnanda í þeim tilgangi að sætta ágreining þar sem hún taldi að henni hafi í raun verið sagt upp störfum, uppsögnin verið ólögmæt og að henni hafi verið mismunað. Þá taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með uppsögninni og hefði framkvæmd uppsagnarinnar verið meiðandi. Strætó hafnaði beiðninni um fund og kærði konan þá starfslokin til kærunefndar jafnréttismála og til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Kærunefndin mat það sem svo að Strætó hefði við starfslok konunnar brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og sömuleiðis lögum um jafna stöðu á vinnumarkaði. Konan leitaði svo til dómstóla þar sem hún fór fram á að Strætó yrði gert að greiða henni tæplega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Lagði hún meðal annars fram tvö vottorð heimilislæknis sem sýndu að starfslokin hafi mikið tekið á hana og að hún þjáist af streitu og þunglyndi. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekkert komi þó fram að konan sé óvinnufær af þessum sökum. Alls 2,5 milljónir Dómari í málinu taldi hins vegar að tekjutap konunnar vegna uppsagnarinnar hafi ekki numið þeirri upphæð sem krafist var, og að teknu tilliti til þess að konan fékk greidd mánaðarlaun í þrjá mánuði eftir starfslokin, þóttu skaðabætur hæfilegar 1,5 milljón króna. Þá var upphæð miskabóta talin hæfileg ein milljón króna, þar sem meðal annars var vísað í að starfslokin hafi verið fyrirvaralaus og til þess fallin að skapa umtal á vinnustaðnum. Kröfu Strætó um frávísun málsins var hafnað og þá var byggðasamlaginu gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi 1,2 milljónir í málskostnað.
Strætó Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent