„Gamaldags skattahækkun“ Snorri Másson skrifar 12. september 2022 22:30 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, gagnrýnir áform stjórnvalda um að hækka vörugjöld á bifreiðum. Hann segir að reikna megi að verð á rafbílum hækki um 600.000 krónur til milljónar á bifreið á næsta ári. Fjármálaráðherra lýsti því í morgun að á síðasta áratugi hafi meðalgjöld sem íslenskir bifreiðaeigendur greiða til ríkisins lækkað jafnt og þétt. Það eru hinir álögulausu rafbílar sem hafa verið að draga meðaltalið niður og nú þarf að rífa það aftur upp að mati stjórnvalda. Og þar sem svo mikill árangur hefur þegar náðst í að rafvæða bílaflotann, er nú að mati ráðherra tímabært að jafna metin. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gagnrýnir breytingar á bifreiðagjöldum í nýju fjárlagafrumvarpi.Vísir/Arnar „Þetta er bara gamaldags skattahækkun,“ segir Runólfur. „Það er bara verið að leggja nýjar álögur á fólk í gegnum ökutækin og bifreiðanotkun. Þannig að þetta verður bara ákveðinn farartálmi og ég held að menn hafi ekki reiknað til enda hvaða áhrif þetta hefur. Þannig að ég held því miður að þessar hugmyndir séu bara illa ígrundaðar og þær bara standast illa skoðun.“ Stjórnvöld sjá fyrir sér að geta aflað tæpra fimm milljarða króna á næsta ári með því að hækka þessi gjöld og í sumum tilvikum segir Runólfur að vörugjaldið geti hækkað um 15%. Ofan á það koma væntanlegir vegtollar. „Þannig að þessar hækkanir sem Bjarni boðar koma ofan á þeim hækkunum sem boðaðar eru í gegnum vegtolla. Ég veit ekki hvort menn séu að gera þetta með réttu hugarfari að vera að fara inn í til dæmis kjarasamninga. Svona hækkanir bitna verst á þeim sem minna hafa á milli handanna,“ segir Runólfur. Úr kynningu ráðuneytisins.Skjáskot Bílar Fjárlagafrumvarp 2023 Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistvænir bílar Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. 12. september 2022 18:04 Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. 12. september 2022 11:09 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Fjármálaráðherra lýsti því í morgun að á síðasta áratugi hafi meðalgjöld sem íslenskir bifreiðaeigendur greiða til ríkisins lækkað jafnt og þétt. Það eru hinir álögulausu rafbílar sem hafa verið að draga meðaltalið niður og nú þarf að rífa það aftur upp að mati stjórnvalda. Og þar sem svo mikill árangur hefur þegar náðst í að rafvæða bílaflotann, er nú að mati ráðherra tímabært að jafna metin. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gagnrýnir breytingar á bifreiðagjöldum í nýju fjárlagafrumvarpi.Vísir/Arnar „Þetta er bara gamaldags skattahækkun,“ segir Runólfur. „Það er bara verið að leggja nýjar álögur á fólk í gegnum ökutækin og bifreiðanotkun. Þannig að þetta verður bara ákveðinn farartálmi og ég held að menn hafi ekki reiknað til enda hvaða áhrif þetta hefur. Þannig að ég held því miður að þessar hugmyndir séu bara illa ígrundaðar og þær bara standast illa skoðun.“ Stjórnvöld sjá fyrir sér að geta aflað tæpra fimm milljarða króna á næsta ári með því að hækka þessi gjöld og í sumum tilvikum segir Runólfur að vörugjaldið geti hækkað um 15%. Ofan á það koma væntanlegir vegtollar. „Þannig að þessar hækkanir sem Bjarni boðar koma ofan á þeim hækkunum sem boðaðar eru í gegnum vegtolla. Ég veit ekki hvort menn séu að gera þetta með réttu hugarfari að vera að fara inn í til dæmis kjarasamninga. Svona hækkanir bitna verst á þeim sem minna hafa á milli handanna,“ segir Runólfur. Úr kynningu ráðuneytisins.Skjáskot
Bílar Fjárlagafrumvarp 2023 Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistvænir bílar Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. 12. september 2022 18:04 Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. 12. september 2022 11:09 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26
Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. 12. september 2022 18:04
Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21
Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. 12. september 2022 11:09