Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 09:21 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í morgun. Vísir/Vilhelm Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. Þetta kemur fram í tilkynningu um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2023 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi á morgun. Ráðherrann sagði fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir hóflegum útgjaldavexti á næsta ári, þar sem hagvöxtur verði nýttur til að styrkja fjárhagsstöðu ríkissjóðs og unnið verður gegn þenslu og verðbólgu. Gjaldtaka af ökutækjum og eldsneyti Fram kemur að stærsta verkefnið á tekjuhlið ríkissjóðs á komandi árum sé heildarendurskoðun gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. „Samhliða miklum árangri í orkuskiptum fólksbílaflotans og sífellt sparneytnari bílum í umferð hafa tekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti dregist verulega saman. Við því þarf að bregðast með nýjum lausnum, svo áfram megi standa undir öflugu viðhaldi og uppbyggingu í samgöngukerfinu. Sístækkandi hópur bíleigenda greiðir mjög lítið fyrir notkun vegakerfisins þar sem tekjur ríkissjóðs af vistvænum bílum eru afar takmarkaðar. Stefnt er að því að fyrirkomulag gjaldtöku miðist í auknum mæli við notkun, en breytingum á bifreiðagjaldi, vörugjaldi og losunarmörkum á næsta ári er ætlað að marka fyrstu skrefin að nýju kerfi. Þannig eru tekjurnar færðar nær fyrra jafnvægi og stuðlað að því að fleiri bíleigendur taki þátt í óhjákvæmilegum kostnaði við vegakerfið.“ Um 1.300 milljarða útgjöld Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. Um aukninguna segir að mest sé til félags-, húsnæðis- og tryggingamála, en heilbrigðismál séu eftir sem áður langstærsti útgjaldaliðurinn og nemi alls tæplega 320 milljörðum króna. Þá segir að framlög til umhverfismála aukist sömuleiðis talsvert frá fyrra ári, meðal annars vegna bindingar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og aðgerða til að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða. Meginstef frumvarpsins er sagt vera að verja sterka stöðu og taka markviss en skynsamleg skref fram á við, þar liggi stærsta verkefnið næstu misseri. „Framlög til heilbrigðismála hafa aukist um 40 ma.kr. frá árinu 2020. Þar hefur áhersla meðal annars verið lögð á: Aukin rekstrarframlög til sjúkrahúsa Byggingu nýs Landspítala og uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma Aukin framlög til sjúkratrygginga Stöðugt bætta geðheilbrigðisþjónustu Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga Útgjöld vegna félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækka mest milli ára, og hafa aukist um 33 ma.kr. frá 2020. Útgjöldin hafa m.a. farið í: Stöðugt bætt kjör með styrkingu grunnþjónustu og tilfærslukerfa á borð við örorku- og ellilífeyri í breyttu efnahagsástandi. Stofnframlög til byggingar á hagkvæmu húsnæði, en 3.100 ódýrar leiguíbúðir hafa verið byggðar með stofnframlögum ríkisins frá 2016 Auknar húsnæðisbætur til að styðja við þá sem mest þurfa á að halda Um 26,4 ma.kr. renna til ýmissa nýrra og aukinna verkefna á næsta ári. Þar má m.a. nefna: Auknar fjárheimildir til endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði Hækkun framlags til húsnæðisbóta Framlag til að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga Uppbyggingu Grensásdeildar Landspítalans Framkvæmdir við lagningu bundins slitlags á tengivegum. Tímabundið framlag vegna aðgerða til að vinna gegn neikvæðum áhrifum heimsfaraldursins á viðkvæma hópa Hærri fjárheimild vegna reksturs nýrra hjúkrunarrýma. Fjárfesting hefur aukist verulega undanfarin ár og er yfir langtímameðaltali á næsta ári, þó hún dragist lítillega saman til að vinna gegn þenslu og verðbólgu. Meðal verkefna má nefna: Byggingu nýs Landspítala þar sem gert er ráð fyrir 13,4 ma.kr. á árinu. Fjárfestingu í samgöngumannvirkjum fyrir 4,9 ma.kr. Fjárfestingu í Stafrænu Íslandi og upplýsingatækniverkefnum fyrir 2,5 ma.kr. Framlög til orkuskipta og grænna lausna fyrir 1,6 ma.kr.,“ segir í tilkynningunni. Skuldir ríkissjóðs lækka Í tilkynningunni frá fjármálaráðuneytinu segir að alþjóðlegar efnahagshorfur hafi versnað hratt, ekki síst vegna hækkunar orkuverðs, og hætta sé á að staðan versni enn meira í Evrópu. „Áhrif þessa hafa verið takmörkuð á Íslandi, enda er hlutfall endurnýjanlegrar orku óvíða hærra en hér, sjávarútvegur stendur vel og mikil eftirspurn er eftir innlendri ferðaþjónustu. Erlendir ferðamenn eru nú jafn margir og fyrir faraldurinn. Útlit er fyrir að í ár verði hagvöxtur á Íslandi einn sá mesti meðal aðildarríkja OECD og verðbólga er hér næstlægst í Evrópu á samræmdan mælikvarða. Til að standa áfram undir öflugum velferðar- og heilbrigðiskerfum er mikilvægt að ná ekki aðeins tökum á verðbólgunni, heldur byggja upp styrk ríkissjóðs til lengri tíma. Á næsta ári er gert ráð fyrir þeim merku tímamótum að skuldir ríkissjóðs lækka lítillega milli ára í hlutfalli af landsframleiðslu. Árangursrík sala hluta í Íslandsbanka hefur verið mikilvægur þáttur verkefnisins. Söluandvirði 57,5% hlutar ríkissjóðs hingað til nemur um 108 ma.kr., en sú fjárhæð samsvarar rúmlega allri fjárfestingu á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Sjá má kynningu Bjarna á fjárlagafrumvarpinu í spilaranum að neðan. Þá var rætt við Bjarna að loknum fundinum. Hann tjáði fréttastofu að hann hefði helst áhyggjur af verðbólgunni, sér mikil tækifæri í stafrænum lausnum og mikinn kost að Ísland eigi ekki sæstreng þessa stundina. Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2023 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi á morgun. Ráðherrann sagði fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir hóflegum útgjaldavexti á næsta ári, þar sem hagvöxtur verði nýttur til að styrkja fjárhagsstöðu ríkissjóðs og unnið verður gegn þenslu og verðbólgu. Gjaldtaka af ökutækjum og eldsneyti Fram kemur að stærsta verkefnið á tekjuhlið ríkissjóðs á komandi árum sé heildarendurskoðun gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. „Samhliða miklum árangri í orkuskiptum fólksbílaflotans og sífellt sparneytnari bílum í umferð hafa tekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti dregist verulega saman. Við því þarf að bregðast með nýjum lausnum, svo áfram megi standa undir öflugu viðhaldi og uppbyggingu í samgöngukerfinu. Sístækkandi hópur bíleigenda greiðir mjög lítið fyrir notkun vegakerfisins þar sem tekjur ríkissjóðs af vistvænum bílum eru afar takmarkaðar. Stefnt er að því að fyrirkomulag gjaldtöku miðist í auknum mæli við notkun, en breytingum á bifreiðagjaldi, vörugjaldi og losunarmörkum á næsta ári er ætlað að marka fyrstu skrefin að nýju kerfi. Þannig eru tekjurnar færðar nær fyrra jafnvægi og stuðlað að því að fleiri bíleigendur taki þátt í óhjákvæmilegum kostnaði við vegakerfið.“ Um 1.300 milljarða útgjöld Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. Um aukninguna segir að mest sé til félags-, húsnæðis- og tryggingamála, en heilbrigðismál séu eftir sem áður langstærsti útgjaldaliðurinn og nemi alls tæplega 320 milljörðum króna. Þá segir að framlög til umhverfismála aukist sömuleiðis talsvert frá fyrra ári, meðal annars vegna bindingar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og aðgerða til að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða. Meginstef frumvarpsins er sagt vera að verja sterka stöðu og taka markviss en skynsamleg skref fram á við, þar liggi stærsta verkefnið næstu misseri. „Framlög til heilbrigðismála hafa aukist um 40 ma.kr. frá árinu 2020. Þar hefur áhersla meðal annars verið lögð á: Aukin rekstrarframlög til sjúkrahúsa Byggingu nýs Landspítala og uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma Aukin framlög til sjúkratrygginga Stöðugt bætta geðheilbrigðisþjónustu Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga Útgjöld vegna félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækka mest milli ára, og hafa aukist um 33 ma.kr. frá 2020. Útgjöldin hafa m.a. farið í: Stöðugt bætt kjör með styrkingu grunnþjónustu og tilfærslukerfa á borð við örorku- og ellilífeyri í breyttu efnahagsástandi. Stofnframlög til byggingar á hagkvæmu húsnæði, en 3.100 ódýrar leiguíbúðir hafa verið byggðar með stofnframlögum ríkisins frá 2016 Auknar húsnæðisbætur til að styðja við þá sem mest þurfa á að halda Um 26,4 ma.kr. renna til ýmissa nýrra og aukinna verkefna á næsta ári. Þar má m.a. nefna: Auknar fjárheimildir til endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði Hækkun framlags til húsnæðisbóta Framlag til að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga Uppbyggingu Grensásdeildar Landspítalans Framkvæmdir við lagningu bundins slitlags á tengivegum. Tímabundið framlag vegna aðgerða til að vinna gegn neikvæðum áhrifum heimsfaraldursins á viðkvæma hópa Hærri fjárheimild vegna reksturs nýrra hjúkrunarrýma. Fjárfesting hefur aukist verulega undanfarin ár og er yfir langtímameðaltali á næsta ári, þó hún dragist lítillega saman til að vinna gegn þenslu og verðbólgu. Meðal verkefna má nefna: Byggingu nýs Landspítala þar sem gert er ráð fyrir 13,4 ma.kr. á árinu. Fjárfestingu í samgöngumannvirkjum fyrir 4,9 ma.kr. Fjárfestingu í Stafrænu Íslandi og upplýsingatækniverkefnum fyrir 2,5 ma.kr. Framlög til orkuskipta og grænna lausna fyrir 1,6 ma.kr.,“ segir í tilkynningunni. Skuldir ríkissjóðs lækka Í tilkynningunni frá fjármálaráðuneytinu segir að alþjóðlegar efnahagshorfur hafi versnað hratt, ekki síst vegna hækkunar orkuverðs, og hætta sé á að staðan versni enn meira í Evrópu. „Áhrif þessa hafa verið takmörkuð á Íslandi, enda er hlutfall endurnýjanlegrar orku óvíða hærra en hér, sjávarútvegur stendur vel og mikil eftirspurn er eftir innlendri ferðaþjónustu. Erlendir ferðamenn eru nú jafn margir og fyrir faraldurinn. Útlit er fyrir að í ár verði hagvöxtur á Íslandi einn sá mesti meðal aðildarríkja OECD og verðbólga er hér næstlægst í Evrópu á samræmdan mælikvarða. Til að standa áfram undir öflugum velferðar- og heilbrigðiskerfum er mikilvægt að ná ekki aðeins tökum á verðbólgunni, heldur byggja upp styrk ríkissjóðs til lengri tíma. Á næsta ári er gert ráð fyrir þeim merku tímamótum að skuldir ríkissjóðs lækka lítillega milli ára í hlutfalli af landsframleiðslu. Árangursrík sala hluta í Íslandsbanka hefur verið mikilvægur þáttur verkefnisins. Söluandvirði 57,5% hlutar ríkissjóðs hingað til nemur um 108 ma.kr., en sú fjárhæð samsvarar rúmlega allri fjárfestingu á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Sjá má kynningu Bjarna á fjárlagafrumvarpinu í spilaranum að neðan. Þá var rætt við Bjarna að loknum fundinum. Hann tjáði fréttastofu að hann hefði helst áhyggjur af verðbólgunni, sér mikil tækifæri í stafrænum lausnum og mikinn kost að Ísland eigi ekki sæstreng þessa stundina.
Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira