Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 11:48 Browne segist ætla að boða til þjóðaratkvæðageriðslu um stofnun lýðveldis innan þriggja ára verði hann endurkjörinn forsætisráðherra. Getty/Victoria Jones Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja. Þetta tilkynnti Gaston Browne forsætisráðherra Antígva og Barbúda í dag. Hann segir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni líklega vera haldin innan þriggja ára en ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki merki um fjandskap. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann stuttu eftir að hann lýsti Karl þriðja Bretakonung þjóðhöfðingja landsins. Að hans sögn mun hann boða atkvæðagreiðsluna verði hann endurkjörinn forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. Gert er ráð fyrir að Browne muni bera sigur úr bítum í kosningunum en flokkur hans fer með fimmtán af sautján sætum í fulltrúadeild þingsins. Eftir að fregnir bárust um andlát drottningarinnar hefur umræðan um fullt sjálfstæði kviknað að nýju meðal þeirra fjórtán þjóða sem hafa þjóðhöfðingja Bretlands sem sinn eigin. Að sögn Browne hefur kallið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki verið hávært meðal íbúa Antígva og Barbúda en nú sé tilefni til að endurmeta stöðuna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hefur útilokað að boðað verði til svipaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi á þessu kjörtímabili. Umræðan um það hefur kviknað að nýju eftir andlát drottningarinnar en Albanese, sem er sjálfur lýðveldissinni, sagði í samtali við Sky News að hugleiðingar um breytingu á stjórnarskrá landsins væru ekki tímabærar á hans fyrsta kjörtímabili. „Þetta er tímabil sem við syrgjum fráfall drottningarinnar og sýnum Drottningu Ástralíu virðingu,“ sagði Albanese. Auk þess að vera þjóðhöfðingi Bretlands er Karl Bretakonungur þjóðhöfðingi fjórtán annarra ríkja, eins og áður segir. Það eru: Antígva og Barbúda, Ástralía, Bahama-eyjar, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíka, Nýja-Sjáland, Papúa Nýja-Gínea, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur, Salómonseyjar og Túvalú. Barbados tók skrefið í fyrra og sleit tengsl sín við bresku krúnuna. Sandra Mason, sem hafði verið landstjóri Barbados frá árinu 2018 var skipuð forseti til bráðabirgða. Stjórnarflokkur Verkamanna á Jamaíka hafa þá lýst yfir áætlunum um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eyríkið verði lýðveldi. Antígva og Barbúda Bretland Ástralía Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Þetta tilkynnti Gaston Browne forsætisráðherra Antígva og Barbúda í dag. Hann segir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni líklega vera haldin innan þriggja ára en ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki merki um fjandskap. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann stuttu eftir að hann lýsti Karl þriðja Bretakonung þjóðhöfðingja landsins. Að hans sögn mun hann boða atkvæðagreiðsluna verði hann endurkjörinn forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. Gert er ráð fyrir að Browne muni bera sigur úr bítum í kosningunum en flokkur hans fer með fimmtán af sautján sætum í fulltrúadeild þingsins. Eftir að fregnir bárust um andlát drottningarinnar hefur umræðan um fullt sjálfstæði kviknað að nýju meðal þeirra fjórtán þjóða sem hafa þjóðhöfðingja Bretlands sem sinn eigin. Að sögn Browne hefur kallið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki verið hávært meðal íbúa Antígva og Barbúda en nú sé tilefni til að endurmeta stöðuna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hefur útilokað að boðað verði til svipaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi á þessu kjörtímabili. Umræðan um það hefur kviknað að nýju eftir andlát drottningarinnar en Albanese, sem er sjálfur lýðveldissinni, sagði í samtali við Sky News að hugleiðingar um breytingu á stjórnarskrá landsins væru ekki tímabærar á hans fyrsta kjörtímabili. „Þetta er tímabil sem við syrgjum fráfall drottningarinnar og sýnum Drottningu Ástralíu virðingu,“ sagði Albanese. Auk þess að vera þjóðhöfðingi Bretlands er Karl Bretakonungur þjóðhöfðingi fjórtán annarra ríkja, eins og áður segir. Það eru: Antígva og Barbúda, Ástralía, Bahama-eyjar, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíka, Nýja-Sjáland, Papúa Nýja-Gínea, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur, Salómonseyjar og Túvalú. Barbados tók skrefið í fyrra og sleit tengsl sín við bresku krúnuna. Sandra Mason, sem hafði verið landstjóri Barbados frá árinu 2018 var skipuð forseti til bráðabirgða. Stjórnarflokkur Verkamanna á Jamaíka hafa þá lýst yfir áætlunum um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eyríkið verði lýðveldi.
Antígva og Barbúda Bretland Ástralía Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26