Fimm fangelsaðir fyrir barnabækur með uppreisnaráróðri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 15:57 Bókin er sögð fjalla um Hong Kong og kínversk stjórnvöld. Getty/Anthony Kwan Fimm talmeinafræðingar í Hong Kong hafa verið dæmdir í nítján mánaða fangelsi eftir að hafa verið sakfelldir fyrir að hafa gefið út barnabækur sem innihalda „uppreisnaráróður.“ Bókin fjallar um kindahjörð sem gerir allt í sínu valdi til að halda úlfi frá þorpinu sínu. Yfirvöld í Hong Kong litu svo á að þarna væri verið að vísa til Hong Kong og stjórnvalda í Peking. Höfundarnir neituðu því alfarið en dómari mat það svo að bókin væri tilraun til heilaþvottar. Dómurinn bætist við fjölda annarra svipaðra dóma þar sem stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarin tvö ár sótt hart að mögulegum stjórnarandstæðingum. Sú aðför er byggð á öryggislögum sem stjórnvöld í Kína kynntu fyrir Hong Kong og takmarka verulega málfrelsi íbúa í héraðinu. Tvær barnabókanna sem fimmmenningarnir hafa gefið út.getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Peking halda því fram að lögin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stöðugleika í héraðinu en gagnrýnendur segja þau til þess gerð að halda aftur af stjórnarandstæðingum og skerða sjálfstæði Hong Kong. Héraðið er eins og vel er þekkt að nafninu til sjálfstætt frá Kína, samkvæmt hinni svokölluðu „eitt land, tvö kerfi“ reglu. Sú regla hefur þó ekki verið höfð í hávegum undanfarin tvö ár. Talmeinafræðingarnir fimm, Lai Man-ling, Melody Yeung, Sidney Ng, Samuel Chan og Fong Tsz-ho, hafa þegar varið heilu ári í gæsluvarðhaldi. Einn lögmanna þeirra sagði við dómsuppsögu að hann teldi líklegt að þau losni úr fangelsi innan mánaðar vegna gæsluvarðhaldsdvalarinnar. Fimmmenningarnir eru á aldrinum 25 til 28 ára gömul og hafa undanfarin ár gefið út barnabækur á rafrænu formi. Þrátt fyrir áðurnefnd öryggislög voru þau ekki sakfelld fyrir brot á þeim heldur brot á undirróðurslöggjöf sem má rekja aftur til þess tíma sem Bretar fóru með stjórn í héraðinu og er sjaldan notuð af saksóknurum. Hong Kong Kína Tengdar fréttir „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Bókin fjallar um kindahjörð sem gerir allt í sínu valdi til að halda úlfi frá þorpinu sínu. Yfirvöld í Hong Kong litu svo á að þarna væri verið að vísa til Hong Kong og stjórnvalda í Peking. Höfundarnir neituðu því alfarið en dómari mat það svo að bókin væri tilraun til heilaþvottar. Dómurinn bætist við fjölda annarra svipaðra dóma þar sem stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarin tvö ár sótt hart að mögulegum stjórnarandstæðingum. Sú aðför er byggð á öryggislögum sem stjórnvöld í Kína kynntu fyrir Hong Kong og takmarka verulega málfrelsi íbúa í héraðinu. Tvær barnabókanna sem fimmmenningarnir hafa gefið út.getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Peking halda því fram að lögin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stöðugleika í héraðinu en gagnrýnendur segja þau til þess gerð að halda aftur af stjórnarandstæðingum og skerða sjálfstæði Hong Kong. Héraðið er eins og vel er þekkt að nafninu til sjálfstætt frá Kína, samkvæmt hinni svokölluðu „eitt land, tvö kerfi“ reglu. Sú regla hefur þó ekki verið höfð í hávegum undanfarin tvö ár. Talmeinafræðingarnir fimm, Lai Man-ling, Melody Yeung, Sidney Ng, Samuel Chan og Fong Tsz-ho, hafa þegar varið heilu ári í gæsluvarðhaldi. Einn lögmanna þeirra sagði við dómsuppsögu að hann teldi líklegt að þau losni úr fangelsi innan mánaðar vegna gæsluvarðhaldsdvalarinnar. Fimmmenningarnir eru á aldrinum 25 til 28 ára gömul og hafa undanfarin ár gefið út barnabækur á rafrænu formi. Þrátt fyrir áðurnefnd öryggislög voru þau ekki sakfelld fyrir brot á þeim heldur brot á undirróðurslöggjöf sem má rekja aftur til þess tíma sem Bretar fóru með stjórn í héraðinu og er sjaldan notuð af saksóknurum.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57
Carrie Lam hefur ekki áhuga á að sitja áfram Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartímabil hennar er á enda. Stjórnartíð hennar hefur verið umdeild og einkennst af því að mjög hefur gengið á réttindi borgaranna. 4. apríl 2022 10:41