Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2022 07:23 Rússar eru sagðir hafa keypt fjölda vopna frá Norður-Kóreu. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. Opinberir starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar staðfestu þetta í samtali við New York Times, sem greinir frá, og bættu við að búist sé við því að Rússar muni halda vopnaviðskiptum áfram við Norður-Kóreu. Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar um vafasöm vopnakaup Rússa undanfarið en nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að grunur sé um að Rússar séu farnir að nota dróna frá Íran. „Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur fest kaup á milljónum eldflauga og sprengja frá Norður-Kóreu til þess að nota í stríðinu í Úkraínu,“ sagði starfsmaður leyniþjónustunnar í skriflegu svari við fyrirspurn New York Times. Að sögn starfsmannsins benda vopnakaupin til þess að rússneski herinn sé enn þjakaður af hergagnaskorti í Úkraínu. Rússar hafa átt erfitt með ýmis konar framleiðslu undanfarna mánuði vegna hrávöruskorts, meðal annars vegna þeirra viðskiptaþvingana sem Vestræn ríki hafa beitt Rússa undanfarna mánuði. Það hefur haft áhrif á framleiðslu hergagna í Rússlandi. Fram kemur í frétt Times að bandarískir leyniþjónustustarfsmenn telji kaupin benda til þess að viðskiptaþvinganir Vesturlanda séu farnar að hafa áhrif á Rússa og draga úr mætti þeirra til þess að viðhalda stríðsrekstri í Úkraínu. Eins og áður segir kom nýlega fram að Rússar hafi fest kaup á írönskum drónum og notað þá í Úkraínu en starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar sagði í samtali við Reuters fyrir um mánuði að drónarnir hafi ekki reynst vel og bilað ítrekað. Rússar séu þó líklegir til að festa kaup á hundruðum Mohajer-6 og Shahed drónum. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí Sjá meira
Opinberir starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar staðfestu þetta í samtali við New York Times, sem greinir frá, og bættu við að búist sé við því að Rússar muni halda vopnaviðskiptum áfram við Norður-Kóreu. Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar um vafasöm vopnakaup Rússa undanfarið en nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að grunur sé um að Rússar séu farnir að nota dróna frá Íran. „Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur fest kaup á milljónum eldflauga og sprengja frá Norður-Kóreu til þess að nota í stríðinu í Úkraínu,“ sagði starfsmaður leyniþjónustunnar í skriflegu svari við fyrirspurn New York Times. Að sögn starfsmannsins benda vopnakaupin til þess að rússneski herinn sé enn þjakaður af hergagnaskorti í Úkraínu. Rússar hafa átt erfitt með ýmis konar framleiðslu undanfarna mánuði vegna hrávöruskorts, meðal annars vegna þeirra viðskiptaþvingana sem Vestræn ríki hafa beitt Rússa undanfarna mánuði. Það hefur haft áhrif á framleiðslu hergagna í Rússlandi. Fram kemur í frétt Times að bandarískir leyniþjónustustarfsmenn telji kaupin benda til þess að viðskiptaþvinganir Vesturlanda séu farnar að hafa áhrif á Rússa og draga úr mætti þeirra til þess að viðhalda stríðsrekstri í Úkraínu. Eins og áður segir kom nýlega fram að Rússar hafi fest kaup á írönskum drónum og notað þá í Úkraínu en starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar sagði í samtali við Reuters fyrir um mánuði að drónarnir hafi ekki reynst vel og bilað ítrekað. Rússar séu þó líklegir til að festa kaup á hundruðum Mohajer-6 og Shahed drónum.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí Sjá meira
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16
Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26