Einn eigenda Shooters fær bætur vegna handtöku Árni Sæberg skrifar 5. september 2022 20:17 Shooters var til húsa í Austurstræti. Vísir/Kolbeinn Tumi Konu, sem var einn eigenda kampavínsklúbbsins Shooters, hafa verið dæmdar miskabætur upp á 350 þúsund krónur vegna þvingunaraðgerða lögreglu í tengslum við rannsókn á meintri umfangsmikilli brotastarfsemi í tengslum við klúbbinn. Konan var handtekin í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við rannsóknina. Lögregla innsiglaði Shooters og gerði húsleit á staðnum og heimili konunnar og þáverandi eiginmanns hennar, sem var einnig meðal eigenda Shooters. Rannsóknin beindist meðal annars að meintri vændisstarfsemi, fjársvikum, skjalafalsi og brotum á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga. Fór fram á ríflega fjórar milljónir króna Konan var meðal þeirra sem handtekin voru í tengslum við málið þegar lögregla fór inn á Shooters árla morguns þann 9. febrúar árið 2019. Í málsástæðum hennar segir að hún hafi verið látin dúsa í fangaklefa í fjórtán klukkustundir áður en hún var færð til skýrslutöku. Þá hafi hún verið orðin verulega þreytt, enda handtekin árla morguns og henni haldið án skýringa í fangaklefa í heilan dag. Engin skýring hafi verið gefin á þeim seinagangi. Auk þess hafi, án nokkurra skýringa, verið brotið gegn rétti hennar til að hafa samband við lögmann og nánustu aðstandendur. Vegna þessa krafðist hún miskabóta vegna ólögmætrar frelsissviptingar upp á 600 þúsund krónur. Hún krafðist miskabóta að fjárhæð 250 þúsund króna vegna húsleitar á heimili hennar og að sömu fjárhæð vegna húsleitar í bankahólfi hennar. Vegna haldlagningar farsíma, úlpu, skartgripa, bíllykla, hálsmens, úrs, lykla og reiðufjár krafðist konan 250 þúsund króna í miskabætur. Að lokum krafðist konan þriggja milljóna króna í miskabætur vegna þess að gefin hafi verið út ákæra á hendur henni sem hafi verið tilhæfulaus með öllu. Aðeins fallist á hluta Heildarbótakröfur konunnar námu 4,35 milljónum króna en sem áður segir var íslenska ríkið aðeins dæmt til að greiða henni bætur að fjárhæð 350 þúsund krónur. Íslenska ríkið hafði fallist á að greiða konunni bætur vegna handtöku og frelsissviptingar og húsleitanna tveggja. Þó var farið fram á að bætur yrðu lækkaðar frá kröfu konunnar. Dómurinn taldi bætur fegna frelsisviptingar hæfilega metnar 150 þúsund krónur, fimmtíu þúsund krónur vegna vegna húsleitanna tveggja og 150 þúsund krónur vegna haldlagningar á farsíma konunnar. Ekki var talið sannað að hald hafi verið lagt á aðrar eignir konunnar. Þá taldi dómurinn ekki að konan ætti rétt á miskabótum vegna ástæðulausrar ákæru. Konan var ákærð fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lögum um útlendinga. Í ákærunni var hún titluð yfirmaður þeirra kvenna sem starfað höfðu á Shooters. Við meðferð málsins var fallið frá ákæru á hendur henni. Konan bar fyrir sig að ákæran hafi verið með öllu tilhæfulaus að málsmeðferðin hafi verið til skammar í réttarríki. Hún sagði meðal annars að hún hefði ekki verið spurð út í þann hluta rannsóknarinnar sem hún var á endanum ákærð fyrir og að ákæruvaldið hafi litið framhjá því að einfaldar skýringar hafi verið á samskiptum konunnar við þá „listamenn“ sem hafi starfað hverju sinni á Shooters. Dómurinn leit svo á að ekki hafi verið sannað að lögregla hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta hegðun eða að ákæruvaldið hafi ekki farið að lögum. Þess vegna var ríkið sýknað af stærstu kröfu konunnar. Sem áður segir var ríkið dæmt til að greiða konunni 350 þúsund krónur. Málskostnaður milli aðila var felldur niður en þar sem konan hafði fengið gjafsóknarleyfi greiðist lögmannskostnaður hennar, 600 þúsund krónur, úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Konan var handtekin í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við rannsóknina. Lögregla innsiglaði Shooters og gerði húsleit á staðnum og heimili konunnar og þáverandi eiginmanns hennar, sem var einnig meðal eigenda Shooters. Rannsóknin beindist meðal annars að meintri vændisstarfsemi, fjársvikum, skjalafalsi og brotum á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga. Fór fram á ríflega fjórar milljónir króna Konan var meðal þeirra sem handtekin voru í tengslum við málið þegar lögregla fór inn á Shooters árla morguns þann 9. febrúar árið 2019. Í málsástæðum hennar segir að hún hafi verið látin dúsa í fangaklefa í fjórtán klukkustundir áður en hún var færð til skýrslutöku. Þá hafi hún verið orðin verulega þreytt, enda handtekin árla morguns og henni haldið án skýringa í fangaklefa í heilan dag. Engin skýring hafi verið gefin á þeim seinagangi. Auk þess hafi, án nokkurra skýringa, verið brotið gegn rétti hennar til að hafa samband við lögmann og nánustu aðstandendur. Vegna þessa krafðist hún miskabóta vegna ólögmætrar frelsissviptingar upp á 600 þúsund krónur. Hún krafðist miskabóta að fjárhæð 250 þúsund króna vegna húsleitar á heimili hennar og að sömu fjárhæð vegna húsleitar í bankahólfi hennar. Vegna haldlagningar farsíma, úlpu, skartgripa, bíllykla, hálsmens, úrs, lykla og reiðufjár krafðist konan 250 þúsund króna í miskabætur. Að lokum krafðist konan þriggja milljóna króna í miskabætur vegna þess að gefin hafi verið út ákæra á hendur henni sem hafi verið tilhæfulaus með öllu. Aðeins fallist á hluta Heildarbótakröfur konunnar námu 4,35 milljónum króna en sem áður segir var íslenska ríkið aðeins dæmt til að greiða henni bætur að fjárhæð 350 þúsund krónur. Íslenska ríkið hafði fallist á að greiða konunni bætur vegna handtöku og frelsissviptingar og húsleitanna tveggja. Þó var farið fram á að bætur yrðu lækkaðar frá kröfu konunnar. Dómurinn taldi bætur fegna frelsisviptingar hæfilega metnar 150 þúsund krónur, fimmtíu þúsund krónur vegna vegna húsleitanna tveggja og 150 þúsund krónur vegna haldlagningar á farsíma konunnar. Ekki var talið sannað að hald hafi verið lagt á aðrar eignir konunnar. Þá taldi dómurinn ekki að konan ætti rétt á miskabótum vegna ástæðulausrar ákæru. Konan var ákærð fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lögum um útlendinga. Í ákærunni var hún titluð yfirmaður þeirra kvenna sem starfað höfðu á Shooters. Við meðferð málsins var fallið frá ákæru á hendur henni. Konan bar fyrir sig að ákæran hafi verið með öllu tilhæfulaus að málsmeðferðin hafi verið til skammar í réttarríki. Hún sagði meðal annars að hún hefði ekki verið spurð út í þann hluta rannsóknarinnar sem hún var á endanum ákærð fyrir og að ákæruvaldið hafi litið framhjá því að einfaldar skýringar hafi verið á samskiptum konunnar við þá „listamenn“ sem hafi starfað hverju sinni á Shooters. Dómurinn leit svo á að ekki hafi verið sannað að lögregla hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta hegðun eða að ákæruvaldið hafi ekki farið að lögum. Þess vegna var ríkið sýknað af stærstu kröfu konunnar. Sem áður segir var ríkið dæmt til að greiða konunni 350 þúsund krónur. Málskostnaður milli aðila var felldur niður en þar sem konan hafði fengið gjafsóknarleyfi greiðist lögmannskostnaður hennar, 600 þúsund krónur, úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira