Að hneppa þjóð í þrældóm Dagur Ingi Ólafsson skrifar 5. september 2022 11:00 Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Gildran þessi er jú húsnæðisbólan sem að sjálfsögðu blés sig út með þessum stýrivaxtalækkunum. Með betri vaxtakjörum átti fleira fólk möguleika á að stækka við sig eða koma sér inná húsnæðismarkaðinn, enda er það ósk flestra að vera sínir eigin herrar í sínum eigin kastala. Steinsteypukastala sem svo oft er sagt að sé besta fjárfestingin hér á landi. Í framhaldi af lagningu gildrunnar fór landinn að kaupa og kaupa, og með þeirri gífurlegu aukningu eftirspurnar sem hefur átt sér stað hækkaði verð fasteigna ótrúlega hratt. Framboðið jókst nú ekki mikið. Fólk fór að yfirbjóða hvert annað, og allir hræddir við að missa af góðum kjörum, enda húsnæðisverð síhækkandi, dag frá degi. Hluti veiðimanna, Fasteignafélögin, voru einnig duglegir að auka við bólumyndum með því að yfirbjóða íbúðir, enda þeirra hagur að eignasafn þeirra hækki í verði. Sumir þurftu því að spenna bogann ansi duglega, og velja hina séríslensku nútíma hlekki, verðtryggð lán. Eins og veiðimennirnir sem taldir voru upp hér að ofan vita vel þá er fjármálalæsi hér á landi sem og í heiminum ósköp dapurt. Fólk er því margt tilbúið að stökkva á verðtryggð lán, enda horfa margir eingöngu á afborganir hvers mánaðar, en ekki heildarþróun skuldar yfir lánstíma. Veiðimaðurinn hvíslaði að bráðinni „festið vexti“ og „ekki taka verðtryggð lán“, og þó að hluti bráðarinnar hafi fælst frá snörunni, þá heyrðu fæstir þessi orð eins og vitað var. Bólumyndun hefur ekki eingöngu átt sér stað á húsnæðismarkaði undanfarin tvö ár. Það þarf eingöngu að líta á nokkur hlutabréfagröf íslenskra, sem og erlendra, fyrirtækja til að sjá hina miklu bólumyndun sem hefur átt sér stað. Það á fordæmalausum tímum mörkuðum af endalausum takmörkunum, vinnustoppi, heimavinnu og hvaðanæva. Hvernig má það vera að hlutabréf íslenskra fyrirtæki hafi margfaldast í virði á þessum tíma? Er það rökrétt þróun og stendur eitthvað undir henni, eða liggur eitthvað annað hér að baki? Svarið er innspýtingar seðlabankans og ríkisins inní fyrirtæki landsins og gífurleg aukning fjármagns í umferð. Seðlabankinn hefur jú verið duglegur í þeim efnum. Hvað gerist þegar að krónumagn í umferð eykst? Jú verðgildi krónunnar minnkar. Það verður þó að taka það fram að þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi bóla, ásamt vinnustöðvunum, sveiflum í framboði vara og flutningsvandamálum hefur valdið þeirri gífurlegu verðbólgu sem við erum nú að súpa seiðið af. Og á sama tíma hafa hlutabréf fjármagnseigenda margfaldast í virði og margur þeirra selt og komið fjármununum fyrir á betri stað, enda vita þeir í hvað stefnir. Með aukinni skuldsetningu, verðtryggingunni góðu og bestu vinkonu hennar verðbólgunni ásamt komandi kala á mörkuðum munu margar fjölskyldur vakna upp við vondan draum. Við höfum nefnilega ekkert lært frá síðasta hruni. Bankarnir munu taka íbúðir þeirra sem mest þöndu sig, eða verða svo óheppin að missa starfið í komandi efnahagslægð. Síðan munu leigufyrirtækin kaupa af bönkunum íbúðirnar, á ansi góðu verði. Með stækkun á eignarhlut hagnaðardrifinna leigufyrirtækja á íbúðarmarkaði verður enn einfaldara fyrir þau að stjórna leiguverði, eitthvað sem þau hafa nú nánast gert síðustu árin. Þannig hefur snaran verið hert og hlekkjunum komið á, ekki eingöngu á þá sem gengu í gildruna, heldur á komandi kynslóðir. Nema að pabbi þinn sé ríkur. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Gildran þessi er jú húsnæðisbólan sem að sjálfsögðu blés sig út með þessum stýrivaxtalækkunum. Með betri vaxtakjörum átti fleira fólk möguleika á að stækka við sig eða koma sér inná húsnæðismarkaðinn, enda er það ósk flestra að vera sínir eigin herrar í sínum eigin kastala. Steinsteypukastala sem svo oft er sagt að sé besta fjárfestingin hér á landi. Í framhaldi af lagningu gildrunnar fór landinn að kaupa og kaupa, og með þeirri gífurlegu aukningu eftirspurnar sem hefur átt sér stað hækkaði verð fasteigna ótrúlega hratt. Framboðið jókst nú ekki mikið. Fólk fór að yfirbjóða hvert annað, og allir hræddir við að missa af góðum kjörum, enda húsnæðisverð síhækkandi, dag frá degi. Hluti veiðimanna, Fasteignafélögin, voru einnig duglegir að auka við bólumyndum með því að yfirbjóða íbúðir, enda þeirra hagur að eignasafn þeirra hækki í verði. Sumir þurftu því að spenna bogann ansi duglega, og velja hina séríslensku nútíma hlekki, verðtryggð lán. Eins og veiðimennirnir sem taldir voru upp hér að ofan vita vel þá er fjármálalæsi hér á landi sem og í heiminum ósköp dapurt. Fólk er því margt tilbúið að stökkva á verðtryggð lán, enda horfa margir eingöngu á afborganir hvers mánaðar, en ekki heildarþróun skuldar yfir lánstíma. Veiðimaðurinn hvíslaði að bráðinni „festið vexti“ og „ekki taka verðtryggð lán“, og þó að hluti bráðarinnar hafi fælst frá snörunni, þá heyrðu fæstir þessi orð eins og vitað var. Bólumyndun hefur ekki eingöngu átt sér stað á húsnæðismarkaði undanfarin tvö ár. Það þarf eingöngu að líta á nokkur hlutabréfagröf íslenskra, sem og erlendra, fyrirtækja til að sjá hina miklu bólumyndun sem hefur átt sér stað. Það á fordæmalausum tímum mörkuðum af endalausum takmörkunum, vinnustoppi, heimavinnu og hvaðanæva. Hvernig má það vera að hlutabréf íslenskra fyrirtæki hafi margfaldast í virði á þessum tíma? Er það rökrétt þróun og stendur eitthvað undir henni, eða liggur eitthvað annað hér að baki? Svarið er innspýtingar seðlabankans og ríkisins inní fyrirtæki landsins og gífurleg aukning fjármagns í umferð. Seðlabankinn hefur jú verið duglegur í þeim efnum. Hvað gerist þegar að krónumagn í umferð eykst? Jú verðgildi krónunnar minnkar. Það verður þó að taka það fram að þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi bóla, ásamt vinnustöðvunum, sveiflum í framboði vara og flutningsvandamálum hefur valdið þeirri gífurlegu verðbólgu sem við erum nú að súpa seiðið af. Og á sama tíma hafa hlutabréf fjármagnseigenda margfaldast í virði og margur þeirra selt og komið fjármununum fyrir á betri stað, enda vita þeir í hvað stefnir. Með aukinni skuldsetningu, verðtryggingunni góðu og bestu vinkonu hennar verðbólgunni ásamt komandi kala á mörkuðum munu margar fjölskyldur vakna upp við vondan draum. Við höfum nefnilega ekkert lært frá síðasta hruni. Bankarnir munu taka íbúðir þeirra sem mest þöndu sig, eða verða svo óheppin að missa starfið í komandi efnahagslægð. Síðan munu leigufyrirtækin kaupa af bönkunum íbúðirnar, á ansi góðu verði. Með stækkun á eignarhlut hagnaðardrifinna leigufyrirtækja á íbúðarmarkaði verður enn einfaldara fyrir þau að stjórna leiguverði, eitthvað sem þau hafa nú nánast gert síðustu árin. Þannig hefur snaran verið hert og hlekkjunum komið á, ekki eingöngu á þá sem gengu í gildruna, heldur á komandi kynslóðir. Nema að pabbi þinn sé ríkur. Höfundur er verkfræðingur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun