Svartur september, blóðugur september – Hálf öld frá hryðjuverkunum í München Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 3. september 2022 15:01 Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar (PA), heimsótti Þýskaland á dögunum. Heimsóknin var hluti af yfirstandandi ímyndarherferð hans í Evrópu. Í Berlín sat hann fyrir svörum á fundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands. Blaðamaður meðal áheyrenda spurði Abbas hvort hann myndi fordæma hryðjuverkin sem palestínskir hryðjuverkamenn frömdu á Ólympíuleikunum í München árið 1972. Í stað þess að svara spurningunni skipti Abbas um umræðuefni og gerði samtímis lítið úr Helförinni. Það er nokkuð ljóst að Abbas mun aldrei fordæma hryðjuverkin í München. Hann er auk þess þeirrar skoðunar að Helförin hafi verið Gyðingum sjálfum að kenna. Þetta er maðurinn sem andstæðingar Ísraels líta á sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna. Nú er hálf öld liðin frá hryðjuverkunum. Í sögulegu samhengi er hálf öld stuttur tími en við virðumst engu að síður hafa gleymt lærdómnum sem við hefðum átt að draga af þessum harmleik. Það er því vel við hæfi að rifja hann upp. Aðvörun við lýsingum á ofbeldi er hér með gefin. Nýnasistar hjálpa hryðjuverkamönnunum Palestínsku hryðjuverkasamtökin „Svarti september“ stóðu að baki árásinni. Þessi samtök voru angi Fatah-hreyfingarinnar. Nafn þeirra vísar til hryðjuverkastríðs sem var háð í Jórdaníu árið 1970. Í München var ætlunarverk þeirra að taka alla ísraelsku Ólympíufarana í gíslingu og krefjast lausnar um 200 hryðjuverkamanna úr fangelsi. Átta liðsmenn Svarta septembers tóku þátt í árásinni – tveir leiðtogar og sex óbreyttir. Fyrir Ólympíuleikana höfðu þeir ferðast hver í sínu lagi frá Sýrlandi til Vestur-Þýskalands. Þeir ferðuðust með lestum og voru með fölsuð vegabréf. Hryðjuverkamennirnir nutu aðstoðar tveggja vestur-þýskra nýnasista. Nýnasistarnir höfðu kynnst Svarta september í gegn um skoðanabróður þeirra sem hafði barist með liðsmönnum samtakanna í Jórdaníu. Annar nýnasistanna játaði síðar að hafa smyglað lýbískum vopnum frá Spáni til München. Gíslatakan í Ólympíuþorpinu Öryggisráðstöfunum vestur-þýskra yfirvalda var verulega ábótavant. Tveimur hryðjuverkamannanna tókst að verða sér úti um störf í sjálfu Ólympíuþorpinu – annar sem kokkur og hinn sem garðyrkjumaður. Hinir félagar þeirra klifruðu einfaldlega yfir girðinguna sem lá að þorpinu. Um kvöldið þann 4. september laumuðust hryðjuverkamennirnir inn í Ólympíuþorpið. Þeir höfðu áður aflað sér upplýsinga um staðsetningu ísraelsku Ólympíufaranna, en þeir gistu í fimm íbúðum í einu fjölbýlishúsinu. Fyrsta verk hryðjuverkamannanna var að ryðjast inn í íbúð ísraelsku þjálfaranna. Þar tóku þeir sex manns í gíslingu. Glímuþjálfarinn Moshe Weinberg reyndi að stöðva þá en var skotinn í kinnina fyrir vikið. Hryðjuverkamennirnir þvinguðu hann síðan til að leiða sig að fleiri Ísraelsmönnum. Hann leiddi þá að íbúð sem hýsti ísraelsku glímukappana og kraftlyftingamennina. Með hjálp Weinbergs náði einn þeirra að flýja, en Weinberg var þá skotinn til bana. Fimm Ísraelsmenn til viðbótar voru leiddir til baka í fyrstu íbúðina. Þar reyndi einn kraftlyftingamannanna, Yossef Romano, að yfirbuga einn hryðjuverkamannanna án árangurs. Romano var skotinn fyrir vikið. Í íbúðinni sátu níu gíslanna bundnir. Þar tóku hryðjuverkamennirnir Romano og skáru undan honum fyrir framan hina gíslana. Romano lést af sárum sínum. Auk þess voru hinir gíslarnir ítrekað barðir og nokkrir þeirra hlutu beinbrot. Kröfur hryðjuverkamannanna Byssuhvellirnir þegar Weinberg var skotinn urðu til þess að fréttir af árásinni spurðust fljótlega út. Snemma um morguninn komu hryðjuverkamennirnir kröfum sínum á framfæri – frelsun um 200 fangaðra hryðjuverkamanna í skiptum fyrir ísraelsku gíslana. Um kvöldið náðu samningamenn að sannfæra hryðjuverkamennina um að fara með gíslunum í tvær þyrlur. Þyrlurnar flugu síðan á yfirgefinn flugvöll í 25 kílómetra fjarlægð. Þaðan átti að fljúga þeim öllum til Kaíró þar sem halda átti samningaviðræðum áfram. Yfirvöldum í Vestur-Þýskalandi virtist meira í mun að forðast neikvæða fjölmiðlaumfjöllun en að varðveita líf þeirra níu gísla sem voru enn lifandi. Ankie Spitzer (ekkja Andre Spitzer sem var einn gíslanna) sagði í viðtali árið 2016: „Ég hugsaði... ef þeir eru teknir á einhvern lítinn afvikinn flugvöll mun það vera endir þeirra.“ Hún vissi að það eina sem hélt þeim á lífi var allt fjölmiðlafólkið og myndavélarnar í Ólympíuþorpinu. Á Fürstenfeldbruck-flugvellinum Á flugvellinum stóð Boeing-þota sem virtist tilbúin til brottfarar. En það virðist ekki raunverulega hafa staðið til að fljúga hryðjuverkamönnunum og gíslum þeirra til Kaíró. Þeir fáu lögreglumenn sem áttu að þykjast vera áhöfn þotunnar flýðu snemma af vettvangi. Í byggingum nálægt þotunni voru tugir vestur-þýskra lögreglumanna, þeirra á meðal leyniskyttur. Eftir að hafa gert sér grein fyrir því að í þotunni var engin áhöfn, hlupu leiðtogar hryðjuverkamannanna æstir út á flugbrautina. Skotbardagi hófst þegar leyniskytturnar skutu annan þeirra. Þá skutu hryðjuverkamennirnir öll ljósin sem lýstu upp flugvöllinn en bardaginn hélt áfram í náttmyrkrinu. Í kúlnahríðinni lést vestur-þýskur lögreglumaður í einni byggingunni við flugbrautina. Að lokum henti einn hryðjuverkamannanna handsprengju inn í aðra þyrluna þar sem fjórir gíslanna sátu enn bundnir. Þegar þyrlan sprakk í loft upp voru gíslarnir fimm í hinni þyrlunni skotnir af öðrum hryðjuverkamanni. Allir gíslarnir níu létust. Málalok Fimm af hryðjuverkamönnunum átta voru skotnir til bana á flugvellinum. Hinir þrír voru settir í varðhald en fóru aldrei fyrir dóm. Það vill svo til að sjö vikum eftir hryðjuverkin í München rændu tveir Palestínumenn flugvél á leið frá Beirút til Frankfúrt. Þeir kröfðust þess að hryðjuverkamönnunum þremur yrði sleppt. Vestur-þýsk yfirvöld létu undan kröfum þeirra. Hryðjuverkamönnunum var flogið til Lýbíu þar sem þeir voru hylltir sem hetjur af Muammar Gaddafi. Tveir þeirra – Mohammed Safady og Jamal Al-Gashey – fóru í felur og eru mögulega enn á lífi. Orðaval fjölmiðla Fyrir hálfri öld vissi vestrænt fjölmiðlafólk og almenningur að palestínsk hryðjuverkasamtök bera höfuðábyrgðina á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. En með tímanum virðist sú vitneskja hafa fallið í gleymsku. Með tímanum hafa hryðjuverkin í auknum mæli verið falin og í staðinn hefur sökinni verið skellt á Ísraelsríki. Engu að síður munu ýmsir fjölmiðlar væntanlega minnast hryðjuverkanna í München. En margir þeirra munu ekki nota orðin „hryðjuverk“ og „hryðjuverkamenn“. Í staðin munu þeir nota orð eins og „fjöldamorð“ og „árásarmenn“. Þetta hefur lengi verið verklag almennra fjölmiðla þegar fjallað er um palestínsk hryðjuverk. Fjölmiðlar virðast vera ýmist hræddir eða óviljugir til að nota rétt hugtök þegar palestínsk samtök eiga í hlut. Þegar svo er í pottinn búið er vert að velta fyrir sér hverjir stjórni raunverulega umræðunni. Höfum við sýnt hryðjuverkasamtökum að aðferðir þeirra virki? Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fjölmiðlar (ef einhverjir) muni þora að nota þessi hugtök. Eftirfarandi er listi yfir tólf fórnarlömb árásarinnar og aldur þeirra. Þeir voru allir Ísraelsmenn að undanskildum þeim síðastnefnda sem var vestur-þýskur lögreglumaður. Moshe Weinberg (33) Yossef Romano (32) Ze’ev Friedman (28) David Mark Berger (28) Ya’akov Springer (51) Eliezer Halfin (24) Yossef Gutfreund (40) Kehat Shorr (53) Mark Slavin (18) Andre Spitzer (27) Amitzur Shapira (40) Anton Fliegerbauer (32) Þessi grein er tileinkuð fórnarlömbum hryðjuverkanna í München og aðstandendum þeirra. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ólympíuleikar Ísrael Palestína Þýskaland Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar (PA), heimsótti Þýskaland á dögunum. Heimsóknin var hluti af yfirstandandi ímyndarherferð hans í Evrópu. Í Berlín sat hann fyrir svörum á fundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands. Blaðamaður meðal áheyrenda spurði Abbas hvort hann myndi fordæma hryðjuverkin sem palestínskir hryðjuverkamenn frömdu á Ólympíuleikunum í München árið 1972. Í stað þess að svara spurningunni skipti Abbas um umræðuefni og gerði samtímis lítið úr Helförinni. Það er nokkuð ljóst að Abbas mun aldrei fordæma hryðjuverkin í München. Hann er auk þess þeirrar skoðunar að Helförin hafi verið Gyðingum sjálfum að kenna. Þetta er maðurinn sem andstæðingar Ísraels líta á sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna. Nú er hálf öld liðin frá hryðjuverkunum. Í sögulegu samhengi er hálf öld stuttur tími en við virðumst engu að síður hafa gleymt lærdómnum sem við hefðum átt að draga af þessum harmleik. Það er því vel við hæfi að rifja hann upp. Aðvörun við lýsingum á ofbeldi er hér með gefin. Nýnasistar hjálpa hryðjuverkamönnunum Palestínsku hryðjuverkasamtökin „Svarti september“ stóðu að baki árásinni. Þessi samtök voru angi Fatah-hreyfingarinnar. Nafn þeirra vísar til hryðjuverkastríðs sem var háð í Jórdaníu árið 1970. Í München var ætlunarverk þeirra að taka alla ísraelsku Ólympíufarana í gíslingu og krefjast lausnar um 200 hryðjuverkamanna úr fangelsi. Átta liðsmenn Svarta septembers tóku þátt í árásinni – tveir leiðtogar og sex óbreyttir. Fyrir Ólympíuleikana höfðu þeir ferðast hver í sínu lagi frá Sýrlandi til Vestur-Þýskalands. Þeir ferðuðust með lestum og voru með fölsuð vegabréf. Hryðjuverkamennirnir nutu aðstoðar tveggja vestur-þýskra nýnasista. Nýnasistarnir höfðu kynnst Svarta september í gegn um skoðanabróður þeirra sem hafði barist með liðsmönnum samtakanna í Jórdaníu. Annar nýnasistanna játaði síðar að hafa smyglað lýbískum vopnum frá Spáni til München. Gíslatakan í Ólympíuþorpinu Öryggisráðstöfunum vestur-þýskra yfirvalda var verulega ábótavant. Tveimur hryðjuverkamannanna tókst að verða sér úti um störf í sjálfu Ólympíuþorpinu – annar sem kokkur og hinn sem garðyrkjumaður. Hinir félagar þeirra klifruðu einfaldlega yfir girðinguna sem lá að þorpinu. Um kvöldið þann 4. september laumuðust hryðjuverkamennirnir inn í Ólympíuþorpið. Þeir höfðu áður aflað sér upplýsinga um staðsetningu ísraelsku Ólympíufaranna, en þeir gistu í fimm íbúðum í einu fjölbýlishúsinu. Fyrsta verk hryðjuverkamannanna var að ryðjast inn í íbúð ísraelsku þjálfaranna. Þar tóku þeir sex manns í gíslingu. Glímuþjálfarinn Moshe Weinberg reyndi að stöðva þá en var skotinn í kinnina fyrir vikið. Hryðjuverkamennirnir þvinguðu hann síðan til að leiða sig að fleiri Ísraelsmönnum. Hann leiddi þá að íbúð sem hýsti ísraelsku glímukappana og kraftlyftingamennina. Með hjálp Weinbergs náði einn þeirra að flýja, en Weinberg var þá skotinn til bana. Fimm Ísraelsmenn til viðbótar voru leiddir til baka í fyrstu íbúðina. Þar reyndi einn kraftlyftingamannanna, Yossef Romano, að yfirbuga einn hryðjuverkamannanna án árangurs. Romano var skotinn fyrir vikið. Í íbúðinni sátu níu gíslanna bundnir. Þar tóku hryðjuverkamennirnir Romano og skáru undan honum fyrir framan hina gíslana. Romano lést af sárum sínum. Auk þess voru hinir gíslarnir ítrekað barðir og nokkrir þeirra hlutu beinbrot. Kröfur hryðjuverkamannanna Byssuhvellirnir þegar Weinberg var skotinn urðu til þess að fréttir af árásinni spurðust fljótlega út. Snemma um morguninn komu hryðjuverkamennirnir kröfum sínum á framfæri – frelsun um 200 fangaðra hryðjuverkamanna í skiptum fyrir ísraelsku gíslana. Um kvöldið náðu samningamenn að sannfæra hryðjuverkamennina um að fara með gíslunum í tvær þyrlur. Þyrlurnar flugu síðan á yfirgefinn flugvöll í 25 kílómetra fjarlægð. Þaðan átti að fljúga þeim öllum til Kaíró þar sem halda átti samningaviðræðum áfram. Yfirvöldum í Vestur-Þýskalandi virtist meira í mun að forðast neikvæða fjölmiðlaumfjöllun en að varðveita líf þeirra níu gísla sem voru enn lifandi. Ankie Spitzer (ekkja Andre Spitzer sem var einn gíslanna) sagði í viðtali árið 2016: „Ég hugsaði... ef þeir eru teknir á einhvern lítinn afvikinn flugvöll mun það vera endir þeirra.“ Hún vissi að það eina sem hélt þeim á lífi var allt fjölmiðlafólkið og myndavélarnar í Ólympíuþorpinu. Á Fürstenfeldbruck-flugvellinum Á flugvellinum stóð Boeing-þota sem virtist tilbúin til brottfarar. En það virðist ekki raunverulega hafa staðið til að fljúga hryðjuverkamönnunum og gíslum þeirra til Kaíró. Þeir fáu lögreglumenn sem áttu að þykjast vera áhöfn þotunnar flýðu snemma af vettvangi. Í byggingum nálægt þotunni voru tugir vestur-þýskra lögreglumanna, þeirra á meðal leyniskyttur. Eftir að hafa gert sér grein fyrir því að í þotunni var engin áhöfn, hlupu leiðtogar hryðjuverkamannanna æstir út á flugbrautina. Skotbardagi hófst þegar leyniskytturnar skutu annan þeirra. Þá skutu hryðjuverkamennirnir öll ljósin sem lýstu upp flugvöllinn en bardaginn hélt áfram í náttmyrkrinu. Í kúlnahríðinni lést vestur-þýskur lögreglumaður í einni byggingunni við flugbrautina. Að lokum henti einn hryðjuverkamannanna handsprengju inn í aðra þyrluna þar sem fjórir gíslanna sátu enn bundnir. Þegar þyrlan sprakk í loft upp voru gíslarnir fimm í hinni þyrlunni skotnir af öðrum hryðjuverkamanni. Allir gíslarnir níu létust. Málalok Fimm af hryðjuverkamönnunum átta voru skotnir til bana á flugvellinum. Hinir þrír voru settir í varðhald en fóru aldrei fyrir dóm. Það vill svo til að sjö vikum eftir hryðjuverkin í München rændu tveir Palestínumenn flugvél á leið frá Beirút til Frankfúrt. Þeir kröfðust þess að hryðjuverkamönnunum þremur yrði sleppt. Vestur-þýsk yfirvöld létu undan kröfum þeirra. Hryðjuverkamönnunum var flogið til Lýbíu þar sem þeir voru hylltir sem hetjur af Muammar Gaddafi. Tveir þeirra – Mohammed Safady og Jamal Al-Gashey – fóru í felur og eru mögulega enn á lífi. Orðaval fjölmiðla Fyrir hálfri öld vissi vestrænt fjölmiðlafólk og almenningur að palestínsk hryðjuverkasamtök bera höfuðábyrgðina á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. En með tímanum virðist sú vitneskja hafa fallið í gleymsku. Með tímanum hafa hryðjuverkin í auknum mæli verið falin og í staðinn hefur sökinni verið skellt á Ísraelsríki. Engu að síður munu ýmsir fjölmiðlar væntanlega minnast hryðjuverkanna í München. En margir þeirra munu ekki nota orðin „hryðjuverk“ og „hryðjuverkamenn“. Í staðin munu þeir nota orð eins og „fjöldamorð“ og „árásarmenn“. Þetta hefur lengi verið verklag almennra fjölmiðla þegar fjallað er um palestínsk hryðjuverk. Fjölmiðlar virðast vera ýmist hræddir eða óviljugir til að nota rétt hugtök þegar palestínsk samtök eiga í hlut. Þegar svo er í pottinn búið er vert að velta fyrir sér hverjir stjórni raunverulega umræðunni. Höfum við sýnt hryðjuverkasamtökum að aðferðir þeirra virki? Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fjölmiðlar (ef einhverjir) muni þora að nota þessi hugtök. Eftirfarandi er listi yfir tólf fórnarlömb árásarinnar og aldur þeirra. Þeir voru allir Ísraelsmenn að undanskildum þeim síðastnefnda sem var vestur-þýskur lögreglumaður. Moshe Weinberg (33) Yossef Romano (32) Ze’ev Friedman (28) David Mark Berger (28) Ya’akov Springer (51) Eliezer Halfin (24) Yossef Gutfreund (40) Kehat Shorr (53) Mark Slavin (18) Andre Spitzer (27) Amitzur Shapira (40) Anton Fliegerbauer (32) Þessi grein er tileinkuð fórnarlömbum hryðjuverkanna í München og aðstandendum þeirra. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun