Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 08:22 Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar munu vera áfram í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia til að gæta öryggis þess. AP/Alþjóðakjarnorkumálastofnunin Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. Eftirlitsnefnd stofnunarinnar kom til Zapozhzhia í gær til að meta aðstæður. Rafael Grossi formaður nefndarinnar sagði í gærkvöldi, eftir að hafa verið í kjarnorkuverinu í nokkra klukkutíma, að aðstæður hafi verið erfiðar og þeir hafi heyrt í skothríð óþægilega nálægt verinu. Reuters greinir frá. Rússneskar hersveitir náðu kjarnorkuverinu á sitt veld stuttu eftir að þær réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Margir hafa haft miklar áhyggjur af stöðu kjarnorkuversins og því að sprengja lendi á því og leiði til stórkostlegs kjarnorkuslyss. Sprengjur falla daglega í nágrenni við verið, sem yfirvöld í Moskvu og Kænugarði kenna hvort öðru um. Úkraínsk yfirvöld saka Rússa um að nota kjarnorkuverið til þess að skýla hersveitum sínum, sem Moskva hefur tekið fyrir þrátt fyrir að vilja ekki kalla hersveitir sínar heim. Úkraínskir starfsmenn halda enn til í verinu til að sjá um eðlilegan gang starfseminnar en rússneskar hersveitir halda þeim í gíslingu. Eftirlitsnefndin sneri aftur á úkraínskt yfirráðasvæði að lokinni skoðun í gær. Grossi sagði að augljóst væri að byggingin hafi orðið fyrir hnjaski ítrekað, sem mætti alls ekki halda áfram. Sérfræðingar á hans vegum verða áfram í kjarnorkuverinu til að tryggja öryggi þess. Grossi sagðist hafa fengið að skoða allt verið, meðal annars stjórnstöðvaherbergi og farið hafi verið yfir viðbragðsáætlanir. Nefndin þurfi nú að leggjast yfir öll gögn til að ljúka starfi sínu. Hann segir að nefndin hafi heyrt sprengingar og skothríð á meðan hún dvaldi í kjarnorkuverinu en fresta þurfti för hennar frá því vegna sprengjuregns í nágrenninu. Nefndin hafi haft miklar áhyggjur en slökkva þurfi á einum kjarnaofninum í gær vegna sprenginga. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Eftirlitsnefnd stofnunarinnar kom til Zapozhzhia í gær til að meta aðstæður. Rafael Grossi formaður nefndarinnar sagði í gærkvöldi, eftir að hafa verið í kjarnorkuverinu í nokkra klukkutíma, að aðstæður hafi verið erfiðar og þeir hafi heyrt í skothríð óþægilega nálægt verinu. Reuters greinir frá. Rússneskar hersveitir náðu kjarnorkuverinu á sitt veld stuttu eftir að þær réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Margir hafa haft miklar áhyggjur af stöðu kjarnorkuversins og því að sprengja lendi á því og leiði til stórkostlegs kjarnorkuslyss. Sprengjur falla daglega í nágrenni við verið, sem yfirvöld í Moskvu og Kænugarði kenna hvort öðru um. Úkraínsk yfirvöld saka Rússa um að nota kjarnorkuverið til þess að skýla hersveitum sínum, sem Moskva hefur tekið fyrir þrátt fyrir að vilja ekki kalla hersveitir sínar heim. Úkraínskir starfsmenn halda enn til í verinu til að sjá um eðlilegan gang starfseminnar en rússneskar hersveitir halda þeim í gíslingu. Eftirlitsnefndin sneri aftur á úkraínskt yfirráðasvæði að lokinni skoðun í gær. Grossi sagði að augljóst væri að byggingin hafi orðið fyrir hnjaski ítrekað, sem mætti alls ekki halda áfram. Sérfræðingar á hans vegum verða áfram í kjarnorkuverinu til að tryggja öryggi þess. Grossi sagðist hafa fengið að skoða allt verið, meðal annars stjórnstöðvaherbergi og farið hafi verið yfir viðbragðsáætlanir. Nefndin þurfi nú að leggjast yfir öll gögn til að ljúka starfi sínu. Hann segir að nefndin hafi heyrt sprengingar og skothríð á meðan hún dvaldi í kjarnorkuverinu en fresta þurfti för hennar frá því vegna sprengjuregns í nágrenninu. Nefndin hafi haft miklar áhyggjur en slökkva þurfi á einum kjarnaofninum í gær vegna sprenginga.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34
Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25