„Gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2022 08:31 Erlingur Agnarsson skoraði tvö marka Víkinga í undanúrslitasigrinum á miðvikudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Agnarsson var allt í öllu hjá Víkingum sem tryggðu sæti sitt í bikarúrslitum í fyrrakvöld með 3-0 sigri á Breiðabliki í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Hann segir ríg vera milli félaganna og að Víkingar muni gera allt til að velta toppliði Bestu deildarinnar um koll í framhaldinu. Erlingur opnaði markareikning Víkings gegn Breiðabliki í undanúrslitunum í fyrrakvöld og skoraði einnig þriðja mark liðsins í 3-0 sigri. Breiðablik vann 3-0 sigur þegar liðin mættust í deildinni fyrr í sumar en Víkingar svöruðu í sömu mynt í bikarkeppninni. Það var eilítill púki í Víkingum eftir leik þar sem ummæli leikmanna vöktu athygli. „Já, það var það. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara liða og búið að vera síðustu tvö ár. Þannig að það er alltaf gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu,“ „Við vissum bara að við þyrftum að mæta helvíti fastir fyrir í þennan leik því að þeir eru búnir að gera það í síðustu tveimur leikjum á móti okkur. Þá vorum við bara soft ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Erlingur í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn: Erlingur Agnarsson Gaupi spurði þá hvort þetta hefði verið fyrirfram ákveðið. „Ekkert þannig. Við vissum allir að við þyrftum að gera þetta. Í síðasta leik var bara ekki í lagi hvernig við mættum, við vorum alltof soft og leyfðum þeim að negla okkur niður,“ Lét gagnrýni ekki trufla sig Erlingur sat undir gagnrýni snemmsumars fyrir að skora ekki nóg fyrir liðið. Hann lét þá gagnrýni hins vegar sem vind um eyru þjóta. „Ég bara vissi það sjálfur að ég þyrfti að skora mörk. Umræðan sjálf skipti engu máli, hún átti alveg fullan rétt á sér,“ En er það ekkert óþægilegt að slík umræða hangi yfir manni? „Maður pælir ekkert í því. Það er ekkert gaman að það sé verið að tala um það en það er bara eins og það er,“ Hlakkar til framhaldsins Erlingur var þá spurður um framhaldið. Víkingur situr í 3. sæti Bestu deildarinnar, tíu stigum frá Breiðabliki á toppnum, en á þó leik inni. „Það er náttúrulega núna bara úrslitaleikur í bikar og síðan þessi deild. Við eigum fjóra leiki eftir í venjulegu deildinni og svo er þessi úrslitakeppni. Það verður bara spennandi sjá hvernig hún kemur út,“ segir Erlingur sem segir Víkinga hafa fulla trú á því að þeir geti skákað Blikum. „Við verðum að halda í trúna og vonina. Ef Blikar skyldu fara að tapa einhverjum stigum þá ætlum við að vera þarna klárir að hirða af þeim toppsætið. Það er alveg klárt mál,“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Erlingur opnaði markareikning Víkings gegn Breiðabliki í undanúrslitunum í fyrrakvöld og skoraði einnig þriðja mark liðsins í 3-0 sigri. Breiðablik vann 3-0 sigur þegar liðin mættust í deildinni fyrr í sumar en Víkingar svöruðu í sömu mynt í bikarkeppninni. Það var eilítill púki í Víkingum eftir leik þar sem ummæli leikmanna vöktu athygli. „Já, það var það. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara liða og búið að vera síðustu tvö ár. Þannig að það er alltaf gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu,“ „Við vissum bara að við þyrftum að mæta helvíti fastir fyrir í þennan leik því að þeir eru búnir að gera það í síðustu tveimur leikjum á móti okkur. Þá vorum við bara soft ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Erlingur í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn: Erlingur Agnarsson Gaupi spurði þá hvort þetta hefði verið fyrirfram ákveðið. „Ekkert þannig. Við vissum allir að við þyrftum að gera þetta. Í síðasta leik var bara ekki í lagi hvernig við mættum, við vorum alltof soft og leyfðum þeim að negla okkur niður,“ Lét gagnrýni ekki trufla sig Erlingur sat undir gagnrýni snemmsumars fyrir að skora ekki nóg fyrir liðið. Hann lét þá gagnrýni hins vegar sem vind um eyru þjóta. „Ég bara vissi það sjálfur að ég þyrfti að skora mörk. Umræðan sjálf skipti engu máli, hún átti alveg fullan rétt á sér,“ En er það ekkert óþægilegt að slík umræða hangi yfir manni? „Maður pælir ekkert í því. Það er ekkert gaman að það sé verið að tala um það en það er bara eins og það er,“ Hlakkar til framhaldsins Erlingur var þá spurður um framhaldið. Víkingur situr í 3. sæti Bestu deildarinnar, tíu stigum frá Breiðabliki á toppnum, en á þó leik inni. „Það er náttúrulega núna bara úrslitaleikur í bikar og síðan þessi deild. Við eigum fjóra leiki eftir í venjulegu deildinni og svo er þessi úrslitakeppni. Það verður bara spennandi sjá hvernig hún kemur út,“ segir Erlingur sem segir Víkinga hafa fulla trú á því að þeir geti skákað Blikum. „Við verðum að halda í trúna og vonina. Ef Blikar skyldu fara að tapa einhverjum stigum þá ætlum við að vera þarna klárir að hirða af þeim toppsætið. Það er alveg klárt mál,“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira