„Af hverju er ekki búið að gera eitthvað?“ Snorri Másson skrifar 1. september 2022 19:18 Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmabrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. Klukkan 12.28 þriðjudaginn 23. ágúst varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Eins og segir í tilkynningu lögreglu, var hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, fluttur á slysadeild í kjölfarið. Sú sem rætt er um í tilkynningunni er Erla Talía Einarsdóttir, sextán ára stúlka, nýbyrjuð í menntaskóla, sem var á leið heim í hádegishléi. Rætt er við hana í viðtalinu hér að ofan. „Ég var á hlaupahjóli að keyra, alveg að koma á Miklubrautina, og horfi yfir, sé að einhver er nýbúinn að fara yfir, sá grænt ljós en ég er nokkuð viss um að ég hafi séð það hinum megin. En ég pældi ekki mikið í því, ég bara fór af stað í botni. Og síðan þegar ég er á seinustu akreininni fyrir eyjuna heyrði ég flaut og fann svakalegt högg sem ég get ekki útskýrt. Það var einhvern veginn alls staðar. Ég lokaði augunum, opnaði augun, þá var ég upp í loftinu á hvolfi, svo lokaði ég þeim og opnaði þau aftur og þá lá ég á götunni. Það var rosalega mikill verkur hægra megin við mig,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Erla Talía var á leið heim í hádegshléi úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla þegar ekið var á hana á Miklubraut.Vísir/Egill Erla mjaðmabrotnaði við höggið og verður frá í nokkra mánuði, en að öðru leyti er hún talin hafa sloppið mjög vel. Vill umbætur við gatnamótin Eins og skýrslan sem vísað var til að ofan sýnir er þetta alls ekki eina rafmagnshlaupahjólaslysið sem varð í þessari viku. Samkvæmt samantekt fréttastofu hafa fleiri en fjörutíu alvarleg rafmagnshlaupahjólaslys komið á borð lögreglu í sumar og þar bætast við þau sem ekki rata á borð lögreglu. Slysin eru orðin verulegur hluti af umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Sandra Sigurgeirsdóttir, móðir Erlu, vildi helst að öllum væri skylt að bera hjálma á rafhlaupahjólum, en bendir jafnframt á að vitað sé að gatnamótin sem um ræðir séu stórhættuleg. Mæðgnanna bíða nokkrir mánuðir þar sem Erla þarf að ná sér heima við.Vísir/Egill „Ég skil ekki hvernig er hægt að velja 2015 hættulegustu gatnamót bla og svo bara hmm, gera ekki neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið, af hverju er ekki búið að gera eitthvað? Það er alls konar hægt að gera en það þarf bara að setja peninginn í það,“ segir Sandra Sigurgeirsdóttir. Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16 Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Klukkan 12.28 þriðjudaginn 23. ágúst varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Eins og segir í tilkynningu lögreglu, var hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, fluttur á slysadeild í kjölfarið. Sú sem rætt er um í tilkynningunni er Erla Talía Einarsdóttir, sextán ára stúlka, nýbyrjuð í menntaskóla, sem var á leið heim í hádegishléi. Rætt er við hana í viðtalinu hér að ofan. „Ég var á hlaupahjóli að keyra, alveg að koma á Miklubrautina, og horfi yfir, sé að einhver er nýbúinn að fara yfir, sá grænt ljós en ég er nokkuð viss um að ég hafi séð það hinum megin. En ég pældi ekki mikið í því, ég bara fór af stað í botni. Og síðan þegar ég er á seinustu akreininni fyrir eyjuna heyrði ég flaut og fann svakalegt högg sem ég get ekki útskýrt. Það var einhvern veginn alls staðar. Ég lokaði augunum, opnaði augun, þá var ég upp í loftinu á hvolfi, svo lokaði ég þeim og opnaði þau aftur og þá lá ég á götunni. Það var rosalega mikill verkur hægra megin við mig,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Erla Talía var á leið heim í hádegshléi úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla þegar ekið var á hana á Miklubraut.Vísir/Egill Erla mjaðmabrotnaði við höggið og verður frá í nokkra mánuði, en að öðru leyti er hún talin hafa sloppið mjög vel. Vill umbætur við gatnamótin Eins og skýrslan sem vísað var til að ofan sýnir er þetta alls ekki eina rafmagnshlaupahjólaslysið sem varð í þessari viku. Samkvæmt samantekt fréttastofu hafa fleiri en fjörutíu alvarleg rafmagnshlaupahjólaslys komið á borð lögreglu í sumar og þar bætast við þau sem ekki rata á borð lögreglu. Slysin eru orðin verulegur hluti af umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Sandra Sigurgeirsdóttir, móðir Erlu, vildi helst að öllum væri skylt að bera hjálma á rafhlaupahjólum, en bendir jafnframt á að vitað sé að gatnamótin sem um ræðir séu stórhættuleg. Mæðgnanna bíða nokkrir mánuðir þar sem Erla þarf að ná sér heima við.Vísir/Egill „Ég skil ekki hvernig er hægt að velja 2015 hættulegustu gatnamót bla og svo bara hmm, gera ekki neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið, af hverju er ekki búið að gera eitthvað? Það er alls konar hægt að gera en það þarf bara að setja peninginn í það,“ segir Sandra Sigurgeirsdóttir.
Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16 Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16
Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00