Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 11:41 Linda Karen Gunnarsdóttir er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. Málið hefur vakið gríðarlega athygli síðan Vísir fjallaði um það í gær. Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi sagði nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarfirði. Þar væri fjöldi hrossa því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar og vannæringar. Steinunn segir í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi að viðbrögðin eftir að hún steig fram hafi verið ótrúleg. „Það er endalaust búið að hringja í mig og fólk tilkynna mér það að það sé margbúið að tilkynna þetta dýraníð til eftirlitsstofnana. Fólk að hafa samband við mig sem átti hesta þarna, hafði selt þessum einstaklingum hesta, það vill fjarlægja þá úr þessum aðstæðum. Er tilbúið til þess að koma og ná í þá,“ segir Steinunn. „Þessu bara varð að linna“ Steinunn fékk í gærkvöldi upplýsingar um að verið væri að flytja hross af bænum. Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Vesturlandi staðfestir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til á ellefta tímanum og rætt við fólk sem stóð þar í hestaflutningum. Málið hafi verið bókað en lögregla ekkert aðhafst. Fyrst hafi lögreglu verið tilkynnt um málið í ágúst - og því komið áfram til viðeigandi eftirlitsaðila. En Steinunn segir hina meintu illu meðferð á skepnunum hafa verið altalaða í sveitinni um árabil. „Guð minn almáttugur, já. Það er bara mál manna. Þessu bara varð að linna.“ Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi flestum hrossunum verið komið á beit, samkvæmt kröfum stofnunarinnar. Málið sé á viðkvæmum stað. Þá er hún ekki tilbúin að tjá sig um það hvenær málið kom fyrst inn á borð MAST. Steinunn segir aðhafst alltof seint. Ekkert út nema í skjóli nætur „Það er ekkert verið að gera. Það er nákvæmlega ekkert verið að gera. Skepnurnar eru enn undir höndum níðinganna. Þó þau séu komin út á grænt gras þá er haustið framundan og þau eru alls ekki tilbúin að fara inn í veturinn, þessi tryppi sem voru... þau eru ekki búin að fara út neitt í sumar nema bara í skjóli nætur,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Dýraverndarsamband Íslands segir Matvælastofnun endurtekið bregðast illa og seint við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum í Borgarbyggð. Ábendingar streymi inn án nokkurra viðbragða hjá MAST. „Stjórn Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) skorar á Matvælastofnun (MAST) að sinna án tafar lögbundum skyldum sínum varðandi velferð hrossa sem eru í neyð í Borgarbyggð og fjallað hefur verið um í fréttum síðasta sólarhring. DÍS krefst þess jafnframt að MAST komi lögum yfir eigendur þeirra dýra sem eru í neyð í Borgarbyggð og tilkynntir hafa verið til stofnunarinnar. Sýnt er að ítrekað hefur verið haft samband við yfirvöld um aðstæður dýranna án viðbragða af hálfu MAST,“ segir í yfirlýsingu frá Dýraverndarsambandi Íslands sem Linda Karen Gunnarsdóttir er í forsvari fyrir sem formaður. „Þetta mál í Borgarbyggð er ekki fyrsta tilvikið þar sem Matvælastofnun bregst seint og illa við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum. MAST hefur þær lagaheimildir sem þarf til að bregðast tafarlaust við slíkum málum og ber að nýta þær. Við svo búið verður ekki unað og ljóst er að taka verður til gagngerrar endurskoðunar eftirlitshlutverk stofnunarinnar með velferð dýra.“ Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Málið hefur vakið gríðarlega athygli síðan Vísir fjallaði um það í gær. Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi sagði nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarfirði. Þar væri fjöldi hrossa því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar og vannæringar. Steinunn segir í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi að viðbrögðin eftir að hún steig fram hafi verið ótrúleg. „Það er endalaust búið að hringja í mig og fólk tilkynna mér það að það sé margbúið að tilkynna þetta dýraníð til eftirlitsstofnana. Fólk að hafa samband við mig sem átti hesta þarna, hafði selt þessum einstaklingum hesta, það vill fjarlægja þá úr þessum aðstæðum. Er tilbúið til þess að koma og ná í þá,“ segir Steinunn. „Þessu bara varð að linna“ Steinunn fékk í gærkvöldi upplýsingar um að verið væri að flytja hross af bænum. Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Vesturlandi staðfestir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til á ellefta tímanum og rætt við fólk sem stóð þar í hestaflutningum. Málið hafi verið bókað en lögregla ekkert aðhafst. Fyrst hafi lögreglu verið tilkynnt um málið í ágúst - og því komið áfram til viðeigandi eftirlitsaðila. En Steinunn segir hina meintu illu meðferð á skepnunum hafa verið altalaða í sveitinni um árabil. „Guð minn almáttugur, já. Það er bara mál manna. Þessu bara varð að linna.“ Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi flestum hrossunum verið komið á beit, samkvæmt kröfum stofnunarinnar. Málið sé á viðkvæmum stað. Þá er hún ekki tilbúin að tjá sig um það hvenær málið kom fyrst inn á borð MAST. Steinunn segir aðhafst alltof seint. Ekkert út nema í skjóli nætur „Það er ekkert verið að gera. Það er nákvæmlega ekkert verið að gera. Skepnurnar eru enn undir höndum níðinganna. Þó þau séu komin út á grænt gras þá er haustið framundan og þau eru alls ekki tilbúin að fara inn í veturinn, þessi tryppi sem voru... þau eru ekki búin að fara út neitt í sumar nema bara í skjóli nætur,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Dýraverndarsamband Íslands segir Matvælastofnun endurtekið bregðast illa og seint við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum í Borgarbyggð. Ábendingar streymi inn án nokkurra viðbragða hjá MAST. „Stjórn Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) skorar á Matvælastofnun (MAST) að sinna án tafar lögbundum skyldum sínum varðandi velferð hrossa sem eru í neyð í Borgarbyggð og fjallað hefur verið um í fréttum síðasta sólarhring. DÍS krefst þess jafnframt að MAST komi lögum yfir eigendur þeirra dýra sem eru í neyð í Borgarbyggð og tilkynntir hafa verið til stofnunarinnar. Sýnt er að ítrekað hefur verið haft samband við yfirvöld um aðstæður dýranna án viðbragða af hálfu MAST,“ segir í yfirlýsingu frá Dýraverndarsambandi Íslands sem Linda Karen Gunnarsdóttir er í forsvari fyrir sem formaður. „Þetta mál í Borgarbyggð er ekki fyrsta tilvikið þar sem Matvælastofnun bregst seint og illa við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum. MAST hefur þær lagaheimildir sem þarf til að bregðast tafarlaust við slíkum málum og ber að nýta þær. Við svo búið verður ekki unað og ljóst er að taka verður til gagngerrar endurskoðunar eftirlitshlutverk stofnunarinnar með velferð dýra.“
Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57
„Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00