Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2022 22:57 Steinunn Árnadóttir segir, og vísar meðal annars til mynda sem hún hefur tekið, að hestarnir séu vannærðir. Svo mjög að þeir séu að mestu geymdir innanhúss í alltof litlu hesthúsi. Steinunn Árnadóttir Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. Í dag ræddi fréttastofa við áhyggjufullan nágranna ræktendanna sem sagðist tala fyrir munni fjölda hestamanna á svæðinu. Þeir væru því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hestarnir fái ekki nægilega mikla næringu og séu geymdir í lengri tíma í hesthúsi sem sé alltof lítið. Nágranninn, Steinunn Árnadóttir sem gegnir starfi organista í Borgarneskirkju, tjáir fréttastofu í kvöld að í kjölfar umfjöllunar á Vísi síðdegis virðist eigendurnir ætla að koma hestum sínum á nýjan stað. Hún segist hafa fylgst með eigendunum á staðnum í kvöld. „Þeir eru að tæma húsin sjálfir og lögreglan er komin á staðinn. Eigendurnir komu hlaupandi til mín og þá þorði ég ekki annað en að flýja,“ segir Steinunn. Hún sagði flesta þá sem hafi áhyggjur af hestunum ekki hafa þorað að tjá sig um málið opinberlega af ótta við eigendurna. Sjálf segist hún hafa stigið fram því henni hafi runnið blóðið til skyldunnar. Þögn þýddi að hún væri meðsek. Steinunn telur að þrír fyrri eigendur hesta, sem eru nú á búinu umtalaða í Borgarfirði, reyni nú að endurheimta hesta sína. Eigendurnir fyrrverandi séu með hestakerrur klárar og vilji sækja dýrin sem fyrst. „Þetta er MAST búið að láta viðgangast mánuðum saman. Aðalmálið er að MAST er að bregst þessum skepnum. Það er margbúið að biðja um að eitthvað sé gert. Nú fá þau enn eitt tækifærið til þess að hreinsa út úr húsinu. Fela þessa vesalinga,“ segir Steinunn. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná sambandi við lögregluna í Borgarnesi. Þá gerði fréttastofa endurteknar tilraunir til að ná í eigendur hestanna í dag en án árangurs. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Í dag ræddi fréttastofa við áhyggjufullan nágranna ræktendanna sem sagðist tala fyrir munni fjölda hestamanna á svæðinu. Þeir væru því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hestarnir fái ekki nægilega mikla næringu og séu geymdir í lengri tíma í hesthúsi sem sé alltof lítið. Nágranninn, Steinunn Árnadóttir sem gegnir starfi organista í Borgarneskirkju, tjáir fréttastofu í kvöld að í kjölfar umfjöllunar á Vísi síðdegis virðist eigendurnir ætla að koma hestum sínum á nýjan stað. Hún segist hafa fylgst með eigendunum á staðnum í kvöld. „Þeir eru að tæma húsin sjálfir og lögreglan er komin á staðinn. Eigendurnir komu hlaupandi til mín og þá þorði ég ekki annað en að flýja,“ segir Steinunn. Hún sagði flesta þá sem hafi áhyggjur af hestunum ekki hafa þorað að tjá sig um málið opinberlega af ótta við eigendurna. Sjálf segist hún hafa stigið fram því henni hafi runnið blóðið til skyldunnar. Þögn þýddi að hún væri meðsek. Steinunn telur að þrír fyrri eigendur hesta, sem eru nú á búinu umtalaða í Borgarfirði, reyni nú að endurheimta hesta sína. Eigendurnir fyrrverandi séu með hestakerrur klárar og vilji sækja dýrin sem fyrst. „Þetta er MAST búið að láta viðgangast mánuðum saman. Aðalmálið er að MAST er að bregst þessum skepnum. Það er margbúið að biðja um að eitthvað sé gert. Nú fá þau enn eitt tækifærið til þess að hreinsa út úr húsinu. Fela þessa vesalinga,“ segir Steinunn. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná sambandi við lögregluna í Borgarnesi. Þá gerði fréttastofa endurteknar tilraunir til að ná í eigendur hestanna í dag en án árangurs.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira