Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínumenn eiga sextán HIMARS-eldflaugakerfi. Rússar segjast hafa grandað fjölmörgum þeirra en bæði Úkraínumenn og Bandaríkjamenn segja það kolrangt. Rússar hafa þó gert árásir á tálbeitur sem látnar eru líta út fyrir að vera HIMARS. Getty/Anastasia Vlasova Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. Stjórnendur drónanna senda svo staðsetningu skotmarkanna til herskipa Rússa á Svartahafi sem skjóta eldflaugunum dýru af stað. Í samtali við Washington Post segja úkraínskir embættismenn að tilraunir með þessi gerviskotmörk hafi skilað góðum árangri. Úkraínumenn séu að framleiða fleiri skotmörk til að gabba Rússa og draga úr hættunni sem stafar af stórskotaliðs- og eldflaugaárásum þeirra. Fregnir hafa borist af því að birgðir Rússa af langdrægum eldflaugum, eins og Kalibr, fari þverandi og refsiaðgerðir gegn Rússum hafi gert þeim erfitt með að framleiða fleiri í miklu magni. Úkraínumenn geta gert árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð með eldflaugunum og hafa notað þær með góðum árangri til að grafa undan Rússum í Kherson-héraði.Getty/Anastasia Vlasova. Úkraínumenn hafa fengið sextán HIMARS-eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa beitt þeim með mjög miklum árangri. Hægt er að nota vopnin til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð og hafa Úkraínumenn notað þau sérstaklega til að grafa undan birgða- og flutninganeti Rússa í sunnanverðri Úkraínu. Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi gert gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu í gær. Árásirnar hófust í gær og voru sagðar hafa skilað nokkrum árangri. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í dag og hefur gífurlega mörgum sprengjum verið varpað á svæðinu. Rússar segjast hafa stöðvað árásirnar, fellt hundruð Úkraínumanna og grandað miklu magni hergagna. Lítið hefur þó verið staðfest í þessum efnum og er vert að taka fram að trúverðugleiki Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu er takmarkaður og Úkraínumenn vilja lítið gefa upp um árásir þeirra og vísa til þess að þeir vilji ekki að Rússar viti neitt um ætlanir þeirra. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir of snemmt að segja til um árangur í árásum Úkraínumanna. Þeir hafi áður brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í Kherson en það hafi ekki skilað árangri. Hann segir þó mikilvægt fyrir Úkraínumenn að halda áfram að skjóta á brýr og ferjur á Dnipro-ánni og koma í veg fyrir að Rússar geti komið liðsauka og birgðum yfir ána. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Stjórnendur drónanna senda svo staðsetningu skotmarkanna til herskipa Rússa á Svartahafi sem skjóta eldflaugunum dýru af stað. Í samtali við Washington Post segja úkraínskir embættismenn að tilraunir með þessi gerviskotmörk hafi skilað góðum árangri. Úkraínumenn séu að framleiða fleiri skotmörk til að gabba Rússa og draga úr hættunni sem stafar af stórskotaliðs- og eldflaugaárásum þeirra. Fregnir hafa borist af því að birgðir Rússa af langdrægum eldflaugum, eins og Kalibr, fari þverandi og refsiaðgerðir gegn Rússum hafi gert þeim erfitt með að framleiða fleiri í miklu magni. Úkraínumenn geta gert árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð með eldflaugunum og hafa notað þær með góðum árangri til að grafa undan Rússum í Kherson-héraði.Getty/Anastasia Vlasova. Úkraínumenn hafa fengið sextán HIMARS-eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa beitt þeim með mjög miklum árangri. Hægt er að nota vopnin til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð og hafa Úkraínumenn notað þau sérstaklega til að grafa undan birgða- og flutninganeti Rússa í sunnanverðri Úkraínu. Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi gert gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu í gær. Árásirnar hófust í gær og voru sagðar hafa skilað nokkrum árangri. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í dag og hefur gífurlega mörgum sprengjum verið varpað á svæðinu. Rússar segjast hafa stöðvað árásirnar, fellt hundruð Úkraínumanna og grandað miklu magni hergagna. Lítið hefur þó verið staðfest í þessum efnum og er vert að taka fram að trúverðugleiki Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu er takmarkaður og Úkraínumenn vilja lítið gefa upp um árásir þeirra og vísa til þess að þeir vilji ekki að Rússar viti neitt um ætlanir þeirra. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir of snemmt að segja til um árangur í árásum Úkraínumanna. Þeir hafi áður brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í Kherson en það hafi ekki skilað árangri. Hann segir þó mikilvægt fyrir Úkraínumenn að halda áfram að skjóta á brýr og ferjur á Dnipro-ánni og koma í veg fyrir að Rússar geti komið liðsauka og birgðum yfir ána.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17