Vill auka samtal milli sveitarfélaganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 14:18 Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi var í dag kjörin nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða mun taka við starfinu af Aldísi Hafsteinsdóttur á landsþingi SÍS í lok septembermánaðar. Hún segist spennt að taka við starfinu en mörg verkefni blasi við. Kosning formanns fór fram dagana 15. til 29. ágúst og niðurstöðurnar kynntar í dag. Á kjörskrá voru 152 landsþingsfulltrúar og greiddu rúm 98 prósent þeirra atkvæði. Heiða Björg hlaut 76 atkvæði, eða 51 prósent, en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlaut 73 atkvæði, eða tæp 49 prósent. „Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara auðmýkt og þakklæti fyrir það að mér sé treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga er auðvitað talsmaður allra sveitarfélaga í landinu og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem verkefninu fylgja og fer auðmjúk og þakklát inn í það,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Mörg stór verkefni blasi við en fjármálastaða sveitarfélganna sé eitt af þeim. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að sveitarfélögin séu sterk og burðug til þess að við getum veitt þessa góðu þjónustu sem íbúar eiga bæði rétt á og eiga skilið. Við verðum líka að fjárfesta þannig að fólk geti valið sér búsetu um allt land, að öll sveitarfélögin séu að byggja upp,“ segir Heiða Björg. Þá vilji hún leggja áherslu á aukið samstarf og samtal milli sveitarfélaganna. „Ef við tölum meira saman, eigum meira samtal og samstarf þá held ég að þetta frábæra fólk sem er í sveitarstjórnum um allt land geti komið fram með margar lausnir sem við erum kannski ekki að sjá akkúrat núna.“ Þá þurfi að koma á jafnvægi á eilífðartogstreitu milli ríkis og sveitarfélaga hvar hlutverkaskiptingin milli þeirra liggi. „Ríkið og sveitarfélögin hafa nákvæmlega sömu hagsmuni. Við viljum öll að íslenskt samfélag sé samkeppnishæft miðað við útlönd. Við viljum að fólki líði vel á Íslandi og því heilsist vel og það geti valið sér búsetu. Við viljum jafna kjör og aðstæður fólks,“ segir Heiða Björg. „Við hljótum að geta fundið út úr því sameiginlega hvernig því er best fyrir komið og hver á að borga hvað. Við hljótum að geta hætt þessu eilífa karpi um fjármálin og snúið okkur meira að verkefnunum. Það væri óskandi og ég mun leggja mig fram um að reyna að koma með einhverjar lausnir þar inn svo við getum gert það.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Kosning formanns fór fram dagana 15. til 29. ágúst og niðurstöðurnar kynntar í dag. Á kjörskrá voru 152 landsþingsfulltrúar og greiddu rúm 98 prósent þeirra atkvæði. Heiða Björg hlaut 76 atkvæði, eða 51 prósent, en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlaut 73 atkvæði, eða tæp 49 prósent. „Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara auðmýkt og þakklæti fyrir það að mér sé treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga er auðvitað talsmaður allra sveitarfélaga í landinu og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem verkefninu fylgja og fer auðmjúk og þakklát inn í það,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Mörg stór verkefni blasi við en fjármálastaða sveitarfélganna sé eitt af þeim. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að sveitarfélögin séu sterk og burðug til þess að við getum veitt þessa góðu þjónustu sem íbúar eiga bæði rétt á og eiga skilið. Við verðum líka að fjárfesta þannig að fólk geti valið sér búsetu um allt land, að öll sveitarfélögin séu að byggja upp,“ segir Heiða Björg. Þá vilji hún leggja áherslu á aukið samstarf og samtal milli sveitarfélaganna. „Ef við tölum meira saman, eigum meira samtal og samstarf þá held ég að þetta frábæra fólk sem er í sveitarstjórnum um allt land geti komið fram með margar lausnir sem við erum kannski ekki að sjá akkúrat núna.“ Þá þurfi að koma á jafnvægi á eilífðartogstreitu milli ríkis og sveitarfélaga hvar hlutverkaskiptingin milli þeirra liggi. „Ríkið og sveitarfélögin hafa nákvæmlega sömu hagsmuni. Við viljum öll að íslenskt samfélag sé samkeppnishæft miðað við útlönd. Við viljum að fólki líði vel á Íslandi og því heilsist vel og það geti valið sér búsetu. Við viljum jafna kjör og aðstæður fólks,“ segir Heiða Björg. „Við hljótum að geta fundið út úr því sameiginlega hvernig því er best fyrir komið og hver á að borga hvað. Við hljótum að geta hætt þessu eilífa karpi um fjármálin og snúið okkur meira að verkefnunum. Það væri óskandi og ég mun leggja mig fram um að reyna að koma með einhverjar lausnir þar inn svo við getum gert það.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18