Um 34% aukning á hreinum nýjum bílalánum á milli ára Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 12:49 Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að svo virðist sem um uppsafnaða neysluþörf sé að ræða eftir faraldurinn. Vísir/Vilhelm Um 34% aukning er á hreinum nýjum bílalánum heimilanna á milli ára. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta benda til þess að enn sé talsverður neysluvilji til staðar. Hagfræðideild Landsbankans greindi frá því í dag að vísbendingar séu um að einkaneysla verði áfram kröftug. Í þeirri spá vegur þungt mikil aukning ferðalaga til útlanda á vor-og sumarmánuðum en einnig áframhaldandi aukning neysluútgjalda innanlands. „Við sjáum hana [mikla einkaneyslu] birtast í auknum bifreiðakaupum heimilanna og það skýrir þessa miklu aukningu í hreinum nýjum bílalánum sem eru að aukast núna á milli ára en við sjáum uppsafnaða neysluþörf skila sér núna í hagkerfið. Talsvert virðist vera um að heimilin séu að endurnýja bílana hjá sér,“ segir Una Jónsdótir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Hrein ný bílalán námu 2,6 milljörðum króna í síðastliðnum júlímánuði. „Skattaívilnanir gætu verið að ýta undir kaup en það hefur veriðleitnin upp á síðkastið að það séu kaup á rafmagnsbílum sem eru helst að aukast.“ Seðlabankastjóri sagði á síðasta peningstefnunefndarfundi að fólk ætti að taka minna af lánum. „Þessar vaxtahækkanir sem seðlabankinn er að grípa til eru meðal annars hugsaðar til þess að draga aðeins úr neyslu. Þessar tölur um bifreiðakaup bendir til þess að það sé talsverður neysluvilji enn til staðar en við eigum eftir að sjá hvernig fram vindur.“ Seðlabankinn Neytendur Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52 „Veltur mjög mikið á því hvernig verður samið“ Þróun verðbólgunnar til lengri tíma litið veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. 24. ágúst 2022 18:31 Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans greindi frá því í dag að vísbendingar séu um að einkaneysla verði áfram kröftug. Í þeirri spá vegur þungt mikil aukning ferðalaga til útlanda á vor-og sumarmánuðum en einnig áframhaldandi aukning neysluútgjalda innanlands. „Við sjáum hana [mikla einkaneyslu] birtast í auknum bifreiðakaupum heimilanna og það skýrir þessa miklu aukningu í hreinum nýjum bílalánum sem eru að aukast núna á milli ára en við sjáum uppsafnaða neysluþörf skila sér núna í hagkerfið. Talsvert virðist vera um að heimilin séu að endurnýja bílana hjá sér,“ segir Una Jónsdótir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Hrein ný bílalán námu 2,6 milljörðum króna í síðastliðnum júlímánuði. „Skattaívilnanir gætu verið að ýta undir kaup en það hefur veriðleitnin upp á síðkastið að það séu kaup á rafmagnsbílum sem eru helst að aukast.“ Seðlabankastjóri sagði á síðasta peningstefnunefndarfundi að fólk ætti að taka minna af lánum. „Þessar vaxtahækkanir sem seðlabankinn er að grípa til eru meðal annars hugsaðar til þess að draga aðeins úr neyslu. Þessar tölur um bifreiðakaup bendir til þess að það sé talsverður neysluvilji enn til staðar en við eigum eftir að sjá hvernig fram vindur.“
Seðlabankinn Neytendur Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52 „Veltur mjög mikið á því hvernig verður samið“ Þróun verðbólgunnar til lengri tíma litið veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. 24. ágúst 2022 18:31 Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52
„Veltur mjög mikið á því hvernig verður samið“ Þróun verðbólgunnar til lengri tíma litið veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. 24. ágúst 2022 18:31
Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent