Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 18:06 Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík. Þrír starfsmenn þáðu aðstoð Fagfélagannna við að komast út úr aðstæðunum en þeir leigðu húsnæði af vinnuveitendum sínum. Getty Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fagfélögunum en starfsmennirnir voru félagsmenn í MATVÍS, sem á aðild að Fagfélögunum. Fram kemur í fréttatilkynningunni að vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna hafi farið í eftirlitsferð á veitingastaðina, sem staðsettir eru í póstnúmeri 105 í Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Fagfélögin hafi fengið ábendingu um málið. „Við fengum ábendingu út úr bæ til Fagfélaganna og þess vegna fórum við af stað og skoðuðum þetta,“ segir Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu. Verið sé að vinna að kröfum til að senda á vinnuveitendurna. „Við sjáum það mjög fljótt þegar fólk vinnur tíu til sextán tíma á dag og er á lágmarkslaunum fyrir dagvinnu að upphæðirnar eru háar. Það er ekki greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinna, uppbætur, bara nefndu það. Okkur sýnist tjónið hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila,“ segir Benóný. Benóný sagðist ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði sé að ræða en mbl.is greinir frá að staðirnir séu Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Fagfélögin, sem hafi fjögur aðildarfélög, sjái launaþjófnað í hverri viku. „En okkur finnst þetta vera að vaxa ásmeginn og við erum að gera eftirlitið okkar betra og erum líka að hvetja fólk að hafa samband við okkur ef grunur er á um að eitthvað sé ekki eins og á að vera,“ segir Benóný. Óútskýrðir frádráttarliðir á launaseðlum Vinnuveitendur í málum þessara þriggja hafi reynt að útskýra lág laun starfsmannanna. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við höfum fengið viðbrögð frá þeim þar sem þau telja sig vera að útskýra hluta af þessu en við höfum ekki keypt þau rök sem þau hafa komið fram með,“ segir Benóný. Á launaseðlum starfsmannanna séu skrítnir frádráttarliðir, sem engar skýringar hafi fengist á. Óljóst sé hvort fólkið hafi til dæmis þurft að greiða háa leigu fyrir íbúðarhúsnæðið, sem það leigði af vinnuveitendum. „Við höldum að lykilinn að því að vel tókst í þessu máli vera að við vorum með tiltæka íbúð sem var í eigu eins stéttafélags innan Fagfélaganna til að fara með fólkið úr aðstæðunum. Af því að við vitum það að ef fólk hefur ekki stað til að fara á og er hrætt um að hafa ekki tekjur fyrir þann mánuð þá hefði verið erfiðara fyrir okkur að fá það út úr þeim aðstæðum sem það var í,“ segir Benóný. Er grunur um vinnumansal í tilfellum þessara þriggja? „Við svo sem þorum ekki að fullyrða eitt eða neitt en þau voru nokkuð frjáls og voru með vegabréfin sín þannig að grunur um mansal, við teljum ekki vera enda er það í höndum lögreglunnar.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fagfélögunum en starfsmennirnir voru félagsmenn í MATVÍS, sem á aðild að Fagfélögunum. Fram kemur í fréttatilkynningunni að vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna hafi farið í eftirlitsferð á veitingastaðina, sem staðsettir eru í póstnúmeri 105 í Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Fagfélögin hafi fengið ábendingu um málið. „Við fengum ábendingu út úr bæ til Fagfélaganna og þess vegna fórum við af stað og skoðuðum þetta,“ segir Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu. Verið sé að vinna að kröfum til að senda á vinnuveitendurna. „Við sjáum það mjög fljótt þegar fólk vinnur tíu til sextán tíma á dag og er á lágmarkslaunum fyrir dagvinnu að upphæðirnar eru háar. Það er ekki greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinna, uppbætur, bara nefndu það. Okkur sýnist tjónið hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila,“ segir Benóný. Benóný sagðist ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði sé að ræða en mbl.is greinir frá að staðirnir séu Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Fagfélögin, sem hafi fjögur aðildarfélög, sjái launaþjófnað í hverri viku. „En okkur finnst þetta vera að vaxa ásmeginn og við erum að gera eftirlitið okkar betra og erum líka að hvetja fólk að hafa samband við okkur ef grunur er á um að eitthvað sé ekki eins og á að vera,“ segir Benóný. Óútskýrðir frádráttarliðir á launaseðlum Vinnuveitendur í málum þessara þriggja hafi reynt að útskýra lág laun starfsmannanna. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við höfum fengið viðbrögð frá þeim þar sem þau telja sig vera að útskýra hluta af þessu en við höfum ekki keypt þau rök sem þau hafa komið fram með,“ segir Benóný. Á launaseðlum starfsmannanna séu skrítnir frádráttarliðir, sem engar skýringar hafi fengist á. Óljóst sé hvort fólkið hafi til dæmis þurft að greiða háa leigu fyrir íbúðarhúsnæðið, sem það leigði af vinnuveitendum. „Við höldum að lykilinn að því að vel tókst í þessu máli vera að við vorum með tiltæka íbúð sem var í eigu eins stéttafélags innan Fagfélaganna til að fara með fólkið úr aðstæðunum. Af því að við vitum það að ef fólk hefur ekki stað til að fara á og er hrætt um að hafa ekki tekjur fyrir þann mánuð þá hefði verið erfiðara fyrir okkur að fá það út úr þeim aðstæðum sem það var í,“ segir Benóný. Er grunur um vinnumansal í tilfellum þessara þriggja? „Við svo sem þorum ekki að fullyrða eitt eða neitt en þau voru nokkuð frjáls og voru með vegabréfin sín þannig að grunur um mansal, við teljum ekki vera enda er það í höndum lögreglunnar.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent