Rússneskir grínistar blekktu Ian McKellen í spjall við Zelenskí Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. ágúst 2022 22:03 Ian McKellen var ekki skemmt. Getty/Karwai Tang Breski leikarinn Ian McKellen greindi frá því í gær að tveir rússneskir grínistar, sem hugðust notfæra sér leikarann, hafi sent honum boð um einkasamtal við Volodímír Zelenskí, Úkraínuforseta. Þegar samtalið við forsetann hófst runnu tvær grímur á leikarann og lagði hann á þá. Hinn 83 ára McKellen greindi frá þessu á Twitter á miðvikudag. I'm not a politician, so I was surprised some weeks ago to receive a message that appeared to come from the Ukrainian Embassy in London, inviting me to participate in a private discussion with President Zelensky. Click image for more: pic.twitter.com/Swq1EITodb— Ian McKellen (@IanMcKellen) August 24, 2022 Í færslunni segir McKellen að hann sé ekki pólitíkus og því hafi hann verið hissa þegar hann fékk boð fyrir nokkrum vikum sem virtist vera frá sendiráði Úkraínu í London. Þar var honum boðið að eiga einkasamtal við Úkraínuforseta. Eftir boðið hafði McKellen samband við nokkra tengiliði sína í Úkraínu yfir lögmæti boðsins sem hvöttu hann til að taka boðinu sem hann og gerði. Síðan hófst spjall þeirra. Hins vegar kom fljótlega í ljós að maðurinn sem hann var að spjalla við var hvorki Zelenskí né annar úkraínskur embættismaður heldur annar tveggja í rússnesku gríntvíeyki. „Mér skilst að þeir séu vinsælir í Rússlandi, sem kemur á óvart vegna þess að brandararnir þeirra eru ekki fyndnir,“ skrifar McKellen á Twitter. „Ég hélt áfram að spila með og tók undir það sem þeir stungu upp á en var satt best að segja steinhissa að þeim þætti ég í þeirri stöðu að aðstoða Úkraínu af einhverju marki.“ Í lok Twitter-færslunnar skrifar McKellen að hann hafi hætt að taka þátt í uppátæki grínistanna þegar upp komst að um ömurlegt grín hafi verið að ræða. Úkraína Rússland Hollywood Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Hinn 83 ára McKellen greindi frá þessu á Twitter á miðvikudag. I'm not a politician, so I was surprised some weeks ago to receive a message that appeared to come from the Ukrainian Embassy in London, inviting me to participate in a private discussion with President Zelensky. Click image for more: pic.twitter.com/Swq1EITodb— Ian McKellen (@IanMcKellen) August 24, 2022 Í færslunni segir McKellen að hann sé ekki pólitíkus og því hafi hann verið hissa þegar hann fékk boð fyrir nokkrum vikum sem virtist vera frá sendiráði Úkraínu í London. Þar var honum boðið að eiga einkasamtal við Úkraínuforseta. Eftir boðið hafði McKellen samband við nokkra tengiliði sína í Úkraínu yfir lögmæti boðsins sem hvöttu hann til að taka boðinu sem hann og gerði. Síðan hófst spjall þeirra. Hins vegar kom fljótlega í ljós að maðurinn sem hann var að spjalla við var hvorki Zelenskí né annar úkraínskur embættismaður heldur annar tveggja í rússnesku gríntvíeyki. „Mér skilst að þeir séu vinsælir í Rússlandi, sem kemur á óvart vegna þess að brandararnir þeirra eru ekki fyndnir,“ skrifar McKellen á Twitter. „Ég hélt áfram að spila með og tók undir það sem þeir stungu upp á en var satt best að segja steinhissa að þeim þætti ég í þeirri stöðu að aðstoða Úkraínu af einhverju marki.“ Í lok Twitter-færslunnar skrifar McKellen að hann hafi hætt að taka þátt í uppátæki grínistanna þegar upp komst að um ömurlegt grín hafi verið að ræða.
Úkraína Rússland Hollywood Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira