Opinber smánun í boði Nóa Síríus og Sýnar Björn Steinbekk skrifar 25. ágúst 2022 13:30 Fyrir rúmri vikur var ég sagður ræningi í hlaðvarpi sem er í eigu Sýnar og birtist á hlaðvarpsvettvangnum Tal sem Sýn á og rekur. DV birti frétt um málið sem var síðan tekin úr birtingu og ég beðinn afsökunar á að fréttinn hafi farið í loftið af hálfu ritstjóra DV en skaðinn var skeður. Fyrirsögnin sagði, meðan hún stóð, að ég væri dæmdur ræningi. Eftir að hafa ítrekað beðið yfirmenn og á endanum forstjóra og stjórnendur hjá Sýn um gögn sem færa mætti rök fyrir þeirri staðhæfingu að ég væri dæmdur fyrir rán og staðhæft var í áðurnefndu hlaðvarpi var mér lofað að ég yrði beðinn afsökunar á þeim ummælum sem féllu. Viðkomandi sem lét þau falla vildi þó ekki hitta mig og biðjast afsökunar, ræða málið, útskýra, hlusta á mína hlið. Afsökunarbeiðnin kom en var með einu forboðnu orði sem fólk notar ekki í afsökunarbeiðnum, ef það sannarlega iðrast en það er orðið „en“ því meðan viðkomandi þóttist vera að biðjast afsökunar þá var hann að réttlæta sjálfan sig, ummælin og snúa út úr staðreyndum og halda áfram að brigsla mig um afbrot og Sýn heldur áfram að samþykkja, leggja blessun yfir þessi vinnubrögð með að leyfa þessu að birtast á sínum vettvangi. Það að ég þurfi að búast við að þurfa, ef ég viðra skoðanir eða er í fjölmiðlum vegna starfa minna, að útskýra, bera hendur fyrir mig og vernda börn mín og fjölskyldu vegna atburðar þar sem ég sannarlega brást fólki og mun marka mitt líf það sem eftir er orðið óþolandi en mest um vert, þegar ummælin eru rógburður og gífuryrði er þörf á aðgerðum. Bæði af minni hálfu og þeirra sem vilja rekar fyrirtæki sem birtir slík gífuryrði og gefur fólki sem þessu vettvang fyrir meiðyrði og sleggjudóma án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Svo er það hitt, hvers vegna leggja fyrirtæki auglýsingafé í þátt sem þennan þar sem fólk, oft ungt, er rifið niður, smánað af einhverjum miðaldra köllum sem sitja í hljóðveri við Suðurlandsbraut því það átti ekki kannski sinn besta dag á einhverjum fótboltavelli eða í mínu tilfelli, vegna mistaka sem ég gerði og færði mig inn á geðdeild í sjálfsmorðhugsunum eftir að hafa misst mannorðið, fyrirtækið og heimili. Á tímum sem við köllum eftir sterkari og jákvæðari fyrirmyndum fyrir unga drengi er þáttur á vettvangi Sýnar þar sem eitruð menningin búningsklefa og ábyrgðarleysi ræður ríkjum og styrktur af fyrirtækjum sem framleiða til dæmis nammi og nikótín púða sem kannski okkar unga fólk þarf ekki stöðuga áminningu um. Að lokum er vert að hrósa CCEP (Coke Cola á Íslandi) sem var einn af kostendum þáttarins. Þau tóku við erindi mínu um meiðyrði og smánun og eftir að hafa kynnt sér málið þótti það sem um mig var sagt ekki falla að gildum félagsins og slitu samstarfi við þáttinn. Þar sýndi fyrirtæki ábyrgð og festu. Það væri óskandi að framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa Síríus myndi svara ítrekuðum tölvupósti um sama mál. Höfundur vinnur við markaðsmál og flýgur stundum drónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmri vikur var ég sagður ræningi í hlaðvarpi sem er í eigu Sýnar og birtist á hlaðvarpsvettvangnum Tal sem Sýn á og rekur. DV birti frétt um málið sem var síðan tekin úr birtingu og ég beðinn afsökunar á að fréttinn hafi farið í loftið af hálfu ritstjóra DV en skaðinn var skeður. Fyrirsögnin sagði, meðan hún stóð, að ég væri dæmdur ræningi. Eftir að hafa ítrekað beðið yfirmenn og á endanum forstjóra og stjórnendur hjá Sýn um gögn sem færa mætti rök fyrir þeirri staðhæfingu að ég væri dæmdur fyrir rán og staðhæft var í áðurnefndu hlaðvarpi var mér lofað að ég yrði beðinn afsökunar á þeim ummælum sem féllu. Viðkomandi sem lét þau falla vildi þó ekki hitta mig og biðjast afsökunar, ræða málið, útskýra, hlusta á mína hlið. Afsökunarbeiðnin kom en var með einu forboðnu orði sem fólk notar ekki í afsökunarbeiðnum, ef það sannarlega iðrast en það er orðið „en“ því meðan viðkomandi þóttist vera að biðjast afsökunar þá var hann að réttlæta sjálfan sig, ummælin og snúa út úr staðreyndum og halda áfram að brigsla mig um afbrot og Sýn heldur áfram að samþykkja, leggja blessun yfir þessi vinnubrögð með að leyfa þessu að birtast á sínum vettvangi. Það að ég þurfi að búast við að þurfa, ef ég viðra skoðanir eða er í fjölmiðlum vegna starfa minna, að útskýra, bera hendur fyrir mig og vernda börn mín og fjölskyldu vegna atburðar þar sem ég sannarlega brást fólki og mun marka mitt líf það sem eftir er orðið óþolandi en mest um vert, þegar ummælin eru rógburður og gífuryrði er þörf á aðgerðum. Bæði af minni hálfu og þeirra sem vilja rekar fyrirtæki sem birtir slík gífuryrði og gefur fólki sem þessu vettvang fyrir meiðyrði og sleggjudóma án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Svo er það hitt, hvers vegna leggja fyrirtæki auglýsingafé í þátt sem þennan þar sem fólk, oft ungt, er rifið niður, smánað af einhverjum miðaldra köllum sem sitja í hljóðveri við Suðurlandsbraut því það átti ekki kannski sinn besta dag á einhverjum fótboltavelli eða í mínu tilfelli, vegna mistaka sem ég gerði og færði mig inn á geðdeild í sjálfsmorðhugsunum eftir að hafa misst mannorðið, fyrirtækið og heimili. Á tímum sem við köllum eftir sterkari og jákvæðari fyrirmyndum fyrir unga drengi er þáttur á vettvangi Sýnar þar sem eitruð menningin búningsklefa og ábyrgðarleysi ræður ríkjum og styrktur af fyrirtækjum sem framleiða til dæmis nammi og nikótín púða sem kannski okkar unga fólk þarf ekki stöðuga áminningu um. Að lokum er vert að hrósa CCEP (Coke Cola á Íslandi) sem var einn af kostendum þáttarins. Þau tóku við erindi mínu um meiðyrði og smánun og eftir að hafa kynnt sér málið þótti það sem um mig var sagt ekki falla að gildum félagsins og slitu samstarfi við þáttinn. Þar sýndi fyrirtæki ábyrgð og festu. Það væri óskandi að framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa Síríus myndi svara ítrekuðum tölvupósti um sama mál. Höfundur vinnur við markaðsmál og flýgur stundum drónum.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun