Sá sem neitaði að taka á sig launalækkun til að halda Messi orðinn liðsfélagi Þóris Jóhanns Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 12:30 Samuel Umtiti er loks laus úr prísundinni í Katalóníu. Pedro Salado/Getty Images Samuel Umtiti er genginn í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Lecce á láni frá Barcelona. Þessi franski varnarmaður hefur ekki átt sjö dagana sæla í Katalóníu en hann er talinn hafa neitað að lækka laun sín til að Börsungar gætu haldið goðsögninni Lionel Messi hjá félaginu. Hinn 28 ára gamli Umtiti hefur lítið spilað undanfarin misseri og raunar ár vegna meiðsla. Á síðustu leiktíð lék hann aðeins einn leik og tímabilið þar áður kom hann við sögu í aðeins 16 leikjum. Alls hefur hann leikið 917 mínútur á síðustu tveimur leiktíðum. Þá var það ekki að hjálpa honum að er Barcelona leitaði allra ráða til að semja við Lionel Messi upp á nýtt að Umtiti neitaði að lækka laun sín. Ýmsir leikmenn liðsins samþykktu að lækka tímabundið í launum en sá franski hafði lítinn húmor fyrir því. Mögulega var það ekki svo vitlaus ákvörðun eftir allt saman þar sem hollenski miðjmaðurinn Frenkie de Jong stendur nú í stappi við félagið þar sem hann á inni tæplega þrjá milljarða íslenskra króna en Barcelona neitar að greiða honum. Umtiti hefur loks fundið sér nýtt lið en Lecce, lið Þóris Jóhanns Helgasonar, greiðir Barcelona tvær milljónir evra til að fá varnarmanninn á láni út leiktíðina. Nýliðarnir hafa tapað fyrstu tveimu leikjum sínum í Serie A og þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. #Welcome Samuel #Umtitihttps://t.co/bdo6lUoUCw pic.twitter.com/OVqLIJEOgr— U.S. Lecce (@OfficialUSLecce) August 25, 2022 Forráðamenn Lecce vonast til að tíð meiðsli Umtiti séu að baki en frá árunum 2016 til 2022 lék hann aðeins 133 leiki fyrir Barcelona. Á þeim tíma varð hann Spánarmeistari tvívegis og spænskur Konungsbikarmeistari þrívegis. Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce.Gabriele Maltinti/Getty Images Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Umtiti hefur lítið spilað undanfarin misseri og raunar ár vegna meiðsla. Á síðustu leiktíð lék hann aðeins einn leik og tímabilið þar áður kom hann við sögu í aðeins 16 leikjum. Alls hefur hann leikið 917 mínútur á síðustu tveimur leiktíðum. Þá var það ekki að hjálpa honum að er Barcelona leitaði allra ráða til að semja við Lionel Messi upp á nýtt að Umtiti neitaði að lækka laun sín. Ýmsir leikmenn liðsins samþykktu að lækka tímabundið í launum en sá franski hafði lítinn húmor fyrir því. Mögulega var það ekki svo vitlaus ákvörðun eftir allt saman þar sem hollenski miðjmaðurinn Frenkie de Jong stendur nú í stappi við félagið þar sem hann á inni tæplega þrjá milljarða íslenskra króna en Barcelona neitar að greiða honum. Umtiti hefur loks fundið sér nýtt lið en Lecce, lið Þóris Jóhanns Helgasonar, greiðir Barcelona tvær milljónir evra til að fá varnarmanninn á láni út leiktíðina. Nýliðarnir hafa tapað fyrstu tveimu leikjum sínum í Serie A og þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. #Welcome Samuel #Umtitihttps://t.co/bdo6lUoUCw pic.twitter.com/OVqLIJEOgr— U.S. Lecce (@OfficialUSLecce) August 25, 2022 Forráðamenn Lecce vonast til að tíð meiðsli Umtiti séu að baki en frá árunum 2016 til 2022 lék hann aðeins 133 leiki fyrir Barcelona. Á þeim tíma varð hann Spánarmeistari tvívegis og spænskur Konungsbikarmeistari þrívegis. Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce.Gabriele Maltinti/Getty Images
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira