„Eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 08:29 Í ritgerðinni sögðu andsliðsmenn menninguna í landsliðinu á skjön við jákvæðari menningu í sínum félagsliðum. Óljóst er hvort það á enn við í mikið breyttu landsliði dagsins í dag. Getty/Ahmad Mora Íslenskir knattspyrnumenn segja svokallaða „klefamenningu“ geta verið bæði neikvæða og jákvæða. Öllu máli skipti hverjir leiðtogar liðanna séu upp á það hvernig hún sé en svo virðist sem að klefamenningin hafi gjörbreyst á jákvæðan hátt á síðustu áratugum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli sem Alexander Ágúst Mar Sigurðsson skrifar á Fótbolta.net, út frá eigindlegri B.S. rannsókn sinni við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Alexander tók viðtöl við íslenska knattspyrnumenn með yfir 50 leiki að baki í efstu deild, á sautján ára aldursbili, og höfðu margir spilað erlendis eða komið við sögu í íslenska A-landsliðinu. Tilefni rannsóknarinnar er umræða um klefamenningu í tengslum við #metoo-umræðuna og ásakanir á hendur íslenskra landsliðsmanna um kynferðisbrot. „Skiptir máli hver setur tóninn“ Leikmennirnir sem Alexander ræddi við könnuðust við að hafa upplifað eitraða „klefamenningu“ en að það væri reyndar sjaldnast innan búningsklefans. Nafnið á hugtakinu virtist því valda misskilningi. „Eins og í flestum öðrum geirum skiptir máli hver setur tóninn. Það á við um þjálfara og aðra starfsmenn, sem og helstu leiðtoga leikmannahópsins. Ef helstu leiðtogarnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að skapa gott umhverfi þá verður útkoman sú hin sama. Sömuleiðis ef þeir eru neikvæðir og útilokandi. Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnendur félaga þegar þeir eru að ráða til sín starfsmenn og sækja leikmenn,“ skrifar Alexander. Sögðu menningu innan landsliðsins ábótavant Þó að leikmenn virðist sammála um að menningin í knattspyrnuliðum hafi gjörbreyst á síðustu áratugum, á jákvæðan hátt, segir Alexander athyglisvert að sumir þátttakendur hafi af eigin reynslu talað um að menningu innan A-landsliðs Íslands væri ábótavant. Menningin í A-landsliðinu væri í raun „ á skjön við jákvæðari menningu“ í þeirra félagsliðum og það væri „eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“. Sekt fyrir að deila ekki kynlífssögum Alexander segir ljóst að knattspyrnuhreyfingin geti gert betur í að skapa umhverfi þar sem „sálfræðilegt öryggi er í fyrirrúmi og einstaklingar hafi svigrúm til að vera þeir sjálfir“. Enn megi finna dæmi um það að „banter“, það sem á að vera góðlátlegt grín, sé notað til að niðurlægja og leikmenn til að mynda sektaðir fyrir að deila ekki kynlífssögum eða að „neikvæðir leiðtogar skapi stemningu sem einkennist af ótta“. Hlutirnir virðist þó vera að þróast í betri átt. Pistil Alexanders má lesa í heild sinni hér. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli sem Alexander Ágúst Mar Sigurðsson skrifar á Fótbolta.net, út frá eigindlegri B.S. rannsókn sinni við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Alexander tók viðtöl við íslenska knattspyrnumenn með yfir 50 leiki að baki í efstu deild, á sautján ára aldursbili, og höfðu margir spilað erlendis eða komið við sögu í íslenska A-landsliðinu. Tilefni rannsóknarinnar er umræða um klefamenningu í tengslum við #metoo-umræðuna og ásakanir á hendur íslenskra landsliðsmanna um kynferðisbrot. „Skiptir máli hver setur tóninn“ Leikmennirnir sem Alexander ræddi við könnuðust við að hafa upplifað eitraða „klefamenningu“ en að það væri reyndar sjaldnast innan búningsklefans. Nafnið á hugtakinu virtist því valda misskilningi. „Eins og í flestum öðrum geirum skiptir máli hver setur tóninn. Það á við um þjálfara og aðra starfsmenn, sem og helstu leiðtoga leikmannahópsins. Ef helstu leiðtogarnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að skapa gott umhverfi þá verður útkoman sú hin sama. Sömuleiðis ef þeir eru neikvæðir og útilokandi. Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnendur félaga þegar þeir eru að ráða til sín starfsmenn og sækja leikmenn,“ skrifar Alexander. Sögðu menningu innan landsliðsins ábótavant Þó að leikmenn virðist sammála um að menningin í knattspyrnuliðum hafi gjörbreyst á síðustu áratugum, á jákvæðan hátt, segir Alexander athyglisvert að sumir þátttakendur hafi af eigin reynslu talað um að menningu innan A-landsliðs Íslands væri ábótavant. Menningin í A-landsliðinu væri í raun „ á skjön við jákvæðari menningu“ í þeirra félagsliðum og það væri „eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“. Sekt fyrir að deila ekki kynlífssögum Alexander segir ljóst að knattspyrnuhreyfingin geti gert betur í að skapa umhverfi þar sem „sálfræðilegt öryggi er í fyrirrúmi og einstaklingar hafi svigrúm til að vera þeir sjálfir“. Enn megi finna dæmi um það að „banter“, það sem á að vera góðlátlegt grín, sé notað til að niðurlægja og leikmenn til að mynda sektaðir fyrir að deila ekki kynlífssögum eða að „neikvæðir leiðtogar skapi stemningu sem einkennist af ótta“. Hlutirnir virðist þó vera að þróast í betri átt. Pistil Alexanders má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn