Hvenær kemur tíminn fyrir leik- og grunnskóla bæjarins ? Karólína Helga Símonardóttir skrifar 24. ágúst 2022 17:30 Á síðustu árum hefur verið mikil uppsöfnun á viðhaldsþörf skólahúsnæðis og skólalóða Hafnarfjarðarbæjar. Mikið af þessari uppsöfnuðu viðhaldsþörf er tilkomin vegna skorts á áherslum. Samkvæmt minnisblaði frá starfsmönnum eignaumsýslu Hafnarfjarðarbæjar sem tekið var saman í lok árs 2021, þá er viðhaldsþörf fyrir skólalóðir Hafnarfjarðarbæjar um 130 milljónir króna. Inn í þessa upphæð vantar leikskólalóðir og viðhaldsþörf fyrir leik- og grunnskólahúsnæði bæjarins. Fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði veltir fyrir sér hvort þessi mikilvægu húsnæði og skólalóðir í hinu barnvæna samfélagi Hafnarfjarðarbæjar séu alltaf að gleymast? Ítrekað virðist vera til fjármagn þegar kemur að þörfum íþróttafélaga er varðar viðhald og endurnýjun mannvirkja. Þegar það þarf að endurnýja gervigras, parket eða annað í íþróttahúsum bæjarins þá er ávallt til peningur eða búið að taka frá pening vegna framkvæmdaáætlunar. Á meðan liggja skólalóðir og skólahúsnæði bæjarins undir skemmdum. Það er komin mikil þörf á almennilegri innspýtingu fjármagns inn í viðhald skólahúsnæðis bæjarins og skólalóða. Ástandið er svo slæmt á sumum stöðum að skólalóðirnar eru nánast hættulegar. Þegar þessi umræða er tekin, þá er hún alltaf þögguð niður vegna þess það eigi ekki að bera sama epli og appelsínur að búið sé að eyrnamerkja ákveðið fjármagn í íþróttamannvirki til lengri tíma undir framkvæmdaáætlun ÍBH. Á fundi bæjarráðs þann 1. júlí sl. samþykkti meirihlutinn að verða við óskum íþróttafélags í bænum um að fá nýtt og dýrara hybrid-gervigras. Áætlaður kostnaður við grasið er um 105 milljónir, það er um 55 milljónum króna dýrara en áætlað var í endurnýjun á gervigrasi hjá þessu tiltekna íþróttafélagi. En hvaðan komu þessar 55 milljónir króna? Sá peningur kom frá viðhaldi á þaki Setbergsskóla. Það reyndist óskaplega heppilegt fyrir hugmyndir um nýja og dýrari tegund af gervigrasi að ekki þurfi að nýta allt það fjármagn sem búið var að áætla vegna viðhalds á þaki Setbergsskóla. Ekki það að það sé búið að laga þakið. En hvað þá ? Hefðu 50 milljónir ekki getað gert mikið fyrir eins og eina skólalóð eða í viðhaldi á öðru skólahúsnæði bæjarins? Hér sýnir sig vel hvar áherslur meirihlutans liggja. Fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði mun leggja mikla áherslu í komandi fjárhagsáætlunarvinnu bæjarins á almennilegri innspýtingu fjármagns fyrir viðhaldi á leik- og grunnskóla húsnæði og leik- og grunnskóla lóðir bæjarins. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið mikil uppsöfnun á viðhaldsþörf skólahúsnæðis og skólalóða Hafnarfjarðarbæjar. Mikið af þessari uppsöfnuðu viðhaldsþörf er tilkomin vegna skorts á áherslum. Samkvæmt minnisblaði frá starfsmönnum eignaumsýslu Hafnarfjarðarbæjar sem tekið var saman í lok árs 2021, þá er viðhaldsþörf fyrir skólalóðir Hafnarfjarðarbæjar um 130 milljónir króna. Inn í þessa upphæð vantar leikskólalóðir og viðhaldsþörf fyrir leik- og grunnskólahúsnæði bæjarins. Fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði veltir fyrir sér hvort þessi mikilvægu húsnæði og skólalóðir í hinu barnvæna samfélagi Hafnarfjarðarbæjar séu alltaf að gleymast? Ítrekað virðist vera til fjármagn þegar kemur að þörfum íþróttafélaga er varðar viðhald og endurnýjun mannvirkja. Þegar það þarf að endurnýja gervigras, parket eða annað í íþróttahúsum bæjarins þá er ávallt til peningur eða búið að taka frá pening vegna framkvæmdaáætlunar. Á meðan liggja skólalóðir og skólahúsnæði bæjarins undir skemmdum. Það er komin mikil þörf á almennilegri innspýtingu fjármagns inn í viðhald skólahúsnæðis bæjarins og skólalóða. Ástandið er svo slæmt á sumum stöðum að skólalóðirnar eru nánast hættulegar. Þegar þessi umræða er tekin, þá er hún alltaf þögguð niður vegna þess það eigi ekki að bera sama epli og appelsínur að búið sé að eyrnamerkja ákveðið fjármagn í íþróttamannvirki til lengri tíma undir framkvæmdaáætlun ÍBH. Á fundi bæjarráðs þann 1. júlí sl. samþykkti meirihlutinn að verða við óskum íþróttafélags í bænum um að fá nýtt og dýrara hybrid-gervigras. Áætlaður kostnaður við grasið er um 105 milljónir, það er um 55 milljónum króna dýrara en áætlað var í endurnýjun á gervigrasi hjá þessu tiltekna íþróttafélagi. En hvaðan komu þessar 55 milljónir króna? Sá peningur kom frá viðhaldi á þaki Setbergsskóla. Það reyndist óskaplega heppilegt fyrir hugmyndir um nýja og dýrari tegund af gervigrasi að ekki þurfi að nýta allt það fjármagn sem búið var að áætla vegna viðhalds á þaki Setbergsskóla. Ekki það að það sé búið að laga þakið. En hvað þá ? Hefðu 50 milljónir ekki getað gert mikið fyrir eins og eina skólalóð eða í viðhaldi á öðru skólahúsnæði bæjarins? Hér sýnir sig vel hvar áherslur meirihlutans liggja. Fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði mun leggja mikla áherslu í komandi fjárhagsáætlunarvinnu bæjarins á almennilegri innspýtingu fjármagns fyrir viðhaldi á leik- og grunnskóla húsnæði og leik- og grunnskóla lóðir bæjarins. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar