Datt aldrei í hug að hún myndi spila fyrir West Ham eða verða fyrirliði liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 17:01 Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni gegn Manchester United á síðustu leiktíð. Næst þegar liðin mætast verður Dagný með fyrirliðabandið. Charlotte Tattersall/Getty Images „Það er fyrst og fremst heiður að vera valin fyrirliði félagsins og að finna traustið sem því fylgir. Ég er mjög spennt fyrir mínu nýja hlutverki, ég tel mig vera leiðtoga og mun enn vera ég sjálf og já, að er gríðarlegur heiður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, nýr fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. West Ham tilkynnti á þriðjudag að íslenska landsliðskonan yrði fyrirliði liðsins og skömmu síðar var viðtal við hana birt á samfélagsmiðlum liðsins. „Sem West Ham stuðningsmaður þá er ljóst að það er draumur að rætast. Sem lítil stelpa datt mér aldrei í hug að ég myndi spila fyrir félagið. Að vera orðinn fyrirliði núna, þetta er smá eins og ótrúlegur draumur.“ „Mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði aðeins annar fyrirliði í sögu félagsins. Gilly (Flaherty) var augljóslega frábær fyrirliði og ég held það verði erfitt að fylla skarð hennar. Ég naut þeirra forréttinda að spila með og læra af henni undanfarið eitt og hálft ár, ég er mjög þakklát fyrir þann tíma. Ég mun einnig reyna að vera ég sjálf, vera sá leiðtogi sem ég hef verið og taka næsta skref.“ „Ég er mjög spennt fyrir því að taka aukna ábyrgð í liðinu, tel það henta mínum persónulega og einkennum. Ég held að það auki pressuna á mér sjálfri í að taka meiri ábyrgð, ég tel mig góða í því og mögulega nær persónuleiki minn að skína betur í gegn þökk sé því.“ "As a West Ham fan it's a dream come true!" @dagnybrynjars is looking forward to taking on the captaincy this season! pic.twitter.com/4dJQV4SGYM— West Ham United Women (@westhamwomen) August 23, 2022 „Nei mér datt aldrei í hug að ég myndi spila fyrir West Ham þegar ég var lítil, hvað þá að ég yrði fyrirliði. Mig dreymdi ekki einu sinni um að spila á Englandi því það var ekki möguleiki þegar ég var að alast upp. Ég held að í dag geti ég sagt við ungar stelpur að hafa trú á því sem þær eru að gera og vera með stóra drauma því maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði fyrirliðinn að endingu. Dagný hefur verið mikið í sviðsljósinu til þessa í sumar en stutt er síðan tilkynnt var að hún mundi leika í treyju númer 10 á komandi leiktíð. Nú er ljóst að hún mun einnig bera fyrirliðabandið. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
West Ham tilkynnti á þriðjudag að íslenska landsliðskonan yrði fyrirliði liðsins og skömmu síðar var viðtal við hana birt á samfélagsmiðlum liðsins. „Sem West Ham stuðningsmaður þá er ljóst að það er draumur að rætast. Sem lítil stelpa datt mér aldrei í hug að ég myndi spila fyrir félagið. Að vera orðinn fyrirliði núna, þetta er smá eins og ótrúlegur draumur.“ „Mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði aðeins annar fyrirliði í sögu félagsins. Gilly (Flaherty) var augljóslega frábær fyrirliði og ég held það verði erfitt að fylla skarð hennar. Ég naut þeirra forréttinda að spila með og læra af henni undanfarið eitt og hálft ár, ég er mjög þakklát fyrir þann tíma. Ég mun einnig reyna að vera ég sjálf, vera sá leiðtogi sem ég hef verið og taka næsta skref.“ „Ég er mjög spennt fyrir því að taka aukna ábyrgð í liðinu, tel það henta mínum persónulega og einkennum. Ég held að það auki pressuna á mér sjálfri í að taka meiri ábyrgð, ég tel mig góða í því og mögulega nær persónuleiki minn að skína betur í gegn þökk sé því.“ "As a West Ham fan it's a dream come true!" @dagnybrynjars is looking forward to taking on the captaincy this season! pic.twitter.com/4dJQV4SGYM— West Ham United Women (@westhamwomen) August 23, 2022 „Nei mér datt aldrei í hug að ég myndi spila fyrir West Ham þegar ég var lítil, hvað þá að ég yrði fyrirliði. Mig dreymdi ekki einu sinni um að spila á Englandi því það var ekki möguleiki þegar ég var að alast upp. Ég held að í dag geti ég sagt við ungar stelpur að hafa trú á því sem þær eru að gera og vera með stóra drauma því maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði fyrirliðinn að endingu. Dagný hefur verið mikið í sviðsljósinu til þessa í sumar en stutt er síðan tilkynnt var að hún mundi leika í treyju númer 10 á komandi leiktíð. Nú er ljóst að hún mun einnig bera fyrirliðabandið.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31