Eina tilboðið í Ronaldo kom frá Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 14:01 Stórlið Evrópu virðast hafa lítinn sem engan áhuga á að fá Cristiano Ronaldo í sinar raðir. Mike Hewitt/Getty Images Þó Cristiano Ronaldo hafi gefið til kynna að hann vildi yfirgefa Manchester United þá virðast fá lið í Evrópu, og heiminum raunar, hafa áhuga á að fá Portúgalann í sínar raðir. Eina félagið sem hefur boðið í framherjann til þessa kemur frá Sádi-Arabíu. Fyrr í sumar tilkynnti hinn 37 ára gamli Ronaldo að hann vildi yfirgefa Man United. Ástæðan var sú að félagið var ekki að sýna nægilegan metnað á leikmannamarkaðnum og svo er félagið ekki í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils liðsins og hóf tímabilið á bekknum gegn Brighton & Hove Albion. Hann kom inn af bekknum er sá leikur tapaðist og var svo í byrjunarliðinu er Man Utd beið afhroð gegn Brentford. Í sigrinum á Liverpool á mánudagskvöld var Ronaldo svo kominn aftur á bekkinn og miðað við frammistöðu fremstu manna í þeim leik má ætla að hann verði þar áfram. Ronaldo er einn albesti knattspyrnumaður fyrr og síðar en það er að nálgast endalok ferilsins. Krafturinn er ekki sá sami og áður og það virðist sem flest stórlið Evrópu séu þeirrar skoðunar. Ofan á það eru svo örfá lið sem hafa efni á launapakkanum sem Ronaldo krefst. Laurie Whitwell, sérstakur blaðamaður The Athletic um Man United, hefur nú staðfest að aðeins lið frá Sádi-Arabíu hafi boðið í Ronaldo í sumar. Var tilboðið upp á fleiri milljónir punda en hvort það var Man Utd sem hafnaði því eða Ronaldo sjálfur kemur ekki fram. Clubs across Europe would have jumped at the chance to sign Cristiano Ronaldo a few seasons ago But Manchester United have only received one firm offer for the Portuguese this summer - from a club in Saudi Arabia. #MUFC pic.twitter.com/wD7Hi2gl8M— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Whitwell hefur einnig staðfest að enska félagið sé enn á höttunum á eftir öðrum framherja og mögulega tveimur ef Ronaldo yfirgefur félagið fyrir gluggalok. Antony hjá Ajax hefur verið orðaður við Man United í allt sumar og má áætla að Ronaldo falli enn neðar í goggunarröðinni gangi Brasilíumaðurinn í raðir félagsins. Ronaldo hefði verið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan en nú virðist öldin önnur. Sem stendur virðist bekkjarseta á Old Trafford bíða hans en mögulega kemur eitthvað gylliboð sem losar hann úr prísundinni. Leikmaðurinn hefur lofað að tjá sig um mánaðarmótin næstu er félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Það verður vægast sagt forvitnilegt að heyra hans hlið á málinu og hver plön hans séu ef hann verður enn leikmaður Man United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Fyrr í sumar tilkynnti hinn 37 ára gamli Ronaldo að hann vildi yfirgefa Man United. Ástæðan var sú að félagið var ekki að sýna nægilegan metnað á leikmannamarkaðnum og svo er félagið ekki í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils liðsins og hóf tímabilið á bekknum gegn Brighton & Hove Albion. Hann kom inn af bekknum er sá leikur tapaðist og var svo í byrjunarliðinu er Man Utd beið afhroð gegn Brentford. Í sigrinum á Liverpool á mánudagskvöld var Ronaldo svo kominn aftur á bekkinn og miðað við frammistöðu fremstu manna í þeim leik má ætla að hann verði þar áfram. Ronaldo er einn albesti knattspyrnumaður fyrr og síðar en það er að nálgast endalok ferilsins. Krafturinn er ekki sá sami og áður og það virðist sem flest stórlið Evrópu séu þeirrar skoðunar. Ofan á það eru svo örfá lið sem hafa efni á launapakkanum sem Ronaldo krefst. Laurie Whitwell, sérstakur blaðamaður The Athletic um Man United, hefur nú staðfest að aðeins lið frá Sádi-Arabíu hafi boðið í Ronaldo í sumar. Var tilboðið upp á fleiri milljónir punda en hvort það var Man Utd sem hafnaði því eða Ronaldo sjálfur kemur ekki fram. Clubs across Europe would have jumped at the chance to sign Cristiano Ronaldo a few seasons ago But Manchester United have only received one firm offer for the Portuguese this summer - from a club in Saudi Arabia. #MUFC pic.twitter.com/wD7Hi2gl8M— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Whitwell hefur einnig staðfest að enska félagið sé enn á höttunum á eftir öðrum framherja og mögulega tveimur ef Ronaldo yfirgefur félagið fyrir gluggalok. Antony hjá Ajax hefur verið orðaður við Man United í allt sumar og má áætla að Ronaldo falli enn neðar í goggunarröðinni gangi Brasilíumaðurinn í raðir félagsins. Ronaldo hefði verið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan en nú virðist öldin önnur. Sem stendur virðist bekkjarseta á Old Trafford bíða hans en mögulega kemur eitthvað gylliboð sem losar hann úr prísundinni. Leikmaðurinn hefur lofað að tjá sig um mánaðarmótin næstu er félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Það verður vægast sagt forvitnilegt að heyra hans hlið á málinu og hver plön hans séu ef hann verður enn leikmaður Man United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira