„Þetta er langþráður sigur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 21. ágúst 2022 19:37 Jón Þór, þjálfari ÍA, var virkilega sáttur með sigurinn í dag Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum eftir 2-1 sigur á ÍBV í dag. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleik en ÍBV tókst að jafna í þeim seinni. Það var svo Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur með marki á 88. mínútu. „Mér líður hrikalega vel. Það er alveg hárrétt, þetta er langþráður sigur. Við erum búnir að bíða lengi eftir honum og því sætari fyrir vikið þegar hann loksins kemur. Mér fannst við eiga það skilið, það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það. Við lentum áfalli í upphafi seinni hálfleiks, fengum á okkur mark eftir 25 sekúndur og það er auðvitað gríðarlega erfitt. Mér fannst strákarnir sína alveg gríðarlegan karakter að jafna sig tiltölulega fljótt eftir það og koma til baka í leikinn. Að sækja sigurinn, það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Eyjamenn jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og viðurkennir Jón að hann hafi orðið stressaður en er aftur á móti ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu að sigla sigrinum heim. „Ég hafði auðvitað áhyggjur af því, eins og þú segir, það er langt síðan við unnum síðast leik og maður hefur auðvitað alltaf áhyggjur af því þegar að menn lenda í svona áföllum. Þetta er svo snemma, menn eru búnir að gíra sig í hálfleikinn og fá mark í andlitið strax. Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en eins og ég segi, það er búið að vera mikill stígandi hvað þetta varðar hjá okkur og hugafarið verið algjörlega til fyrirmyndar í þessum hópi. Þeir eiga risa stórt hrós skilið fyrir það.“ Skagamenn hafa átt erfitt með að sækja sigra og var því mikill léttir að sigra í dag. Fyrir leikinn höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð. „Við höfum verið undanfarnar vikur og í nokkurn tíma núna að vinna í ákveðnum hlutum sem hafa verið að skila okkur fínni frammistöðu á köflum. Þó að það hafi ekki verið að skila okkur sigrum eða stigum þá hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Þannig við einbeitum okkur að því að halda þeirri braut áfram og gerðum það vel í dag. Svo skipti öllu máli þessi stuðningur sem við fáum í stúkunni, það hjálpar okkur að snúa þessum herslumun okkur í vil. Það er það sem ræður úrslitum í dag.“ ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
„Mér líður hrikalega vel. Það er alveg hárrétt, þetta er langþráður sigur. Við erum búnir að bíða lengi eftir honum og því sætari fyrir vikið þegar hann loksins kemur. Mér fannst við eiga það skilið, það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það. Við lentum áfalli í upphafi seinni hálfleiks, fengum á okkur mark eftir 25 sekúndur og það er auðvitað gríðarlega erfitt. Mér fannst strákarnir sína alveg gríðarlegan karakter að jafna sig tiltölulega fljótt eftir það og koma til baka í leikinn. Að sækja sigurinn, það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Eyjamenn jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og viðurkennir Jón að hann hafi orðið stressaður en er aftur á móti ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu að sigla sigrinum heim. „Ég hafði auðvitað áhyggjur af því, eins og þú segir, það er langt síðan við unnum síðast leik og maður hefur auðvitað alltaf áhyggjur af því þegar að menn lenda í svona áföllum. Þetta er svo snemma, menn eru búnir að gíra sig í hálfleikinn og fá mark í andlitið strax. Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en eins og ég segi, það er búið að vera mikill stígandi hvað þetta varðar hjá okkur og hugafarið verið algjörlega til fyrirmyndar í þessum hópi. Þeir eiga risa stórt hrós skilið fyrir það.“ Skagamenn hafa átt erfitt með að sækja sigra og var því mikill léttir að sigra í dag. Fyrir leikinn höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð. „Við höfum verið undanfarnar vikur og í nokkurn tíma núna að vinna í ákveðnum hlutum sem hafa verið að skila okkur fínni frammistöðu á köflum. Þó að það hafi ekki verið að skila okkur sigrum eða stigum þá hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Þannig við einbeitum okkur að því að halda þeirri braut áfram og gerðum það vel í dag. Svo skipti öllu máli þessi stuðningur sem við fáum í stúkunni, það hjálpar okkur að snúa þessum herslumun okkur í vil. Það er það sem ræður úrslitum í dag.“
ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15