Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2022 15:02 Slökkvilið að störfum. vísir/vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook í morgun þar sem hún greindi frá störfum sínum á Menningarnótt í gær. Þar segir að slökkviliðið hafi sjaldan farið í eins fá útköll í kringum maraþonið en hins vegar hafi þau unnið upp útkallafjöldann á næturvaktinni. Í heildina hafi 116 atvik verið skráð á sjúkrabíla en af þeim hefðu 85 verið á næturvakt sem er það mesta sem slökkvilið hefur séð á næturvakt fyrr eða síðar. Mikill skemmtanaþorsti höfuðborgarbúa Blaðamaður hafði samband við Jónas Árnason, varðstjóra á höfuðborgarsvæðinu, til að spyrja hann út í þennan metfjölda. Aðspurður sagði Jónas að „einfaldasta skýringin“ væri „skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar fóru í bæinn.“ Þá bætti hann við að útköllin í gærkvöldi hefðu meira og minna bara verið í miðbænum. Þar hefði slökkviliðið brugðist við alls konar atvikum, frá fólki að reka sig í gangstéttarbrún yfir í hnífstungu og „flóruna þar á milli.“ „Ofan á þetta komu þessi hefðbundnu veikindi sem eru víðs vegar um bæinn sem eru alla jafna en svo bætist við þegar þessi fólksfjöldi er kominn saman í miðbæ með tilheyrandi óhöppum og veseni,“ sagði Jónas. Þá sagði hann að álagið og flutningar hefðu verið meiri en á venjulegri Menningarnótt en þar spilaði líka inn í það væru þrjú ár frá því hún var haldin síðast og spennan hefði verið mikil fyrir vikið. Óvenjumikið að gera en „hlutfallslega á pari“ „Það er sama hjá okkur og lögreglunni, við erum með aukinn viðbúnað þessa daga og aukinn mannskap niðri í bæ og hann var hreinlega ekki að hafa undan í nótt, frekar en hefur verið undanfarnar Menningarnætur. Þetta er fylgihlutur þess þegar mikið af fólki kemur saman“ sagði Jónas. Þá bætti hann við að þetta væru yfirleitt „mest megnis minniháttar atvik“ og sömuleiðis að þegar slökkviliðið er „með bílinn á staðnum er svo auðvelt að láta hann droppa við til að kíkja á viðkomandi.“ Að lokum sagði Jónas að þetta hefði verið óvenjumikið miðað við hvað hefur verið að gera á Menningarnótt en „hlutfallslega á pari“ við venjulega helgi, þó þau hafi „sprengt skalann í flutningum“ í nótt. Flugeldasýningin á Menningarnótt trekkir marga að.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook í morgun þar sem hún greindi frá störfum sínum á Menningarnótt í gær. Þar segir að slökkviliðið hafi sjaldan farið í eins fá útköll í kringum maraþonið en hins vegar hafi þau unnið upp útkallafjöldann á næturvaktinni. Í heildina hafi 116 atvik verið skráð á sjúkrabíla en af þeim hefðu 85 verið á næturvakt sem er það mesta sem slökkvilið hefur séð á næturvakt fyrr eða síðar. Mikill skemmtanaþorsti höfuðborgarbúa Blaðamaður hafði samband við Jónas Árnason, varðstjóra á höfuðborgarsvæðinu, til að spyrja hann út í þennan metfjölda. Aðspurður sagði Jónas að „einfaldasta skýringin“ væri „skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar fóru í bæinn.“ Þá bætti hann við að útköllin í gærkvöldi hefðu meira og minna bara verið í miðbænum. Þar hefði slökkviliðið brugðist við alls konar atvikum, frá fólki að reka sig í gangstéttarbrún yfir í hnífstungu og „flóruna þar á milli.“ „Ofan á þetta komu þessi hefðbundnu veikindi sem eru víðs vegar um bæinn sem eru alla jafna en svo bætist við þegar þessi fólksfjöldi er kominn saman í miðbæ með tilheyrandi óhöppum og veseni,“ sagði Jónas. Þá sagði hann að álagið og flutningar hefðu verið meiri en á venjulegri Menningarnótt en þar spilaði líka inn í það væru þrjú ár frá því hún var haldin síðast og spennan hefði verið mikil fyrir vikið. Óvenjumikið að gera en „hlutfallslega á pari“ „Það er sama hjá okkur og lögreglunni, við erum með aukinn viðbúnað þessa daga og aukinn mannskap niðri í bæ og hann var hreinlega ekki að hafa undan í nótt, frekar en hefur verið undanfarnar Menningarnætur. Þetta er fylgihlutur þess þegar mikið af fólki kemur saman“ sagði Jónas. Þá bætti hann við að þetta væru yfirleitt „mest megnis minniháttar atvik“ og sömuleiðis að þegar slökkviliðið er „með bílinn á staðnum er svo auðvelt að láta hann droppa við til að kíkja á viðkomandi.“ Að lokum sagði Jónas að þetta hefði verið óvenjumikið miðað við hvað hefur verið að gera á Menningarnótt en „hlutfallslega á pari“ við venjulega helgi, þó þau hafi „sprengt skalann í flutningum“ í nótt. Flugeldasýningin á Menningarnótt trekkir marga að.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16
Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19