Sextán ára munaðarlausri stúlku gert að fæða barn vegna þroskaleysis Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2022 16:10 Bandarísk kona mótmælir hertum lögum gegn þungunarrofi. Getty/Mark Rightmire Bandarískir dómarar í Flórída komust að þeirri niðurstöðu í mánuðinum að sextán ára munaðarlaus stúlka sé ekki „nægilega þroskuð“ til að taka ákvörðun um að fara í þungunarrof. Hún verði að eignast barnið. Stúlkan hefur sagst vilja í þungunarrof og segist ekki tilbúin til að ala barn né hafa burði til þess. Í dómskjölum er hún einungis nefnd sem Jane Doe en stúlkan hafði áfrýjað ákvörðun dómarans Jennifer J. Frydrychowicz, frá 10. ágúst. Þá var stúlkan komin tíu vikur á leið. Stúlkan býr með ættingja sínum en ríkið hefur skipað henni forráðamann, samkvæmt frétt Miami Herald, og fer ríkið með forsjá hennar. Þessi forráðamaður, sem er ekki nafngreindur í dómskjölum, studdi kröfu stúlkunnar um undanþágu frá lögum Flórída um þungunarrof, á þeim grundvelli að hún væri einungis sextán ára gömul. Í upprunalegum úrskurði sínum skrifaði Frydrychowicz að stúlkan væri ekki nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun og það væri skilyrði fyrir því að fá undanþágu. Hún skrifaði þó að stúlkan vær itrúverðug og einlæg er þær ræddu saman og sömuleiðis að stúlkan hefði á tímum sýnst nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun. Þrátt fyrir það sagði Frydrychowicz að stúlkan hefði ekki greint kosti og galla ákvörðunar hennar nægilega vel. Þrír áfrýjunardómarar staðfestu upprunalega úrskurðinn í gær. She s known Jane Doe 22-BShe s 16 & pregnant. But she s parentless & wants an abortionFlorida courts ruled she s not mature enough to decide whether to have an abortion sans parental consentSo she s therefore mature enough to have to give birthhttps://t.co/doHoi7Is9m— Marc Caputo (@MarcACaputo) August 17, 2022 Stúlkan gæti reynt að fá dómarann til að skipta um skoðun en það gæti þó reynst henni erfitt. Eins og áður segir var stúlkan gengin tíu vikur þann 10. ágúst. Eftir fimmtán vikna meðgöngu mun hún ekki lengur eiga fræðilegan möguleika á undanþágu frá lögum Flórída. Sömuleiðis er óljóst hvort henni verði leyft að fara frá Flórída til að fara í aðgerð annarsstaðar, þar sem hún er undir forsjá Flórída-ríkis. Einn viðmælandi Miami Herald, sem var áður barnaverndardómari í Miami, sagði málið sláandi. Verið væri að þvinga tæplega sautján ára stúlku sem hefði orðið fyrir áfalli í lífinu til að eignast barn sem hún hvorki vildi né hefði efni á að eiga. Ríkið væri að valda henni öðru áfalli. Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í sumar úr gildi það dómafordæmi sem hefur í áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs og síðan þá hafa mörg ríki Bandaríkjanna hert lög varðandi þungunarrof gífurlega. Aðgerðin hefur jafnvel verið alfarið bönnuð í nokkrum ríkjum. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Í dómskjölum er hún einungis nefnd sem Jane Doe en stúlkan hafði áfrýjað ákvörðun dómarans Jennifer J. Frydrychowicz, frá 10. ágúst. Þá var stúlkan komin tíu vikur á leið. Stúlkan býr með ættingja sínum en ríkið hefur skipað henni forráðamann, samkvæmt frétt Miami Herald, og fer ríkið með forsjá hennar. Þessi forráðamaður, sem er ekki nafngreindur í dómskjölum, studdi kröfu stúlkunnar um undanþágu frá lögum Flórída um þungunarrof, á þeim grundvelli að hún væri einungis sextán ára gömul. Í upprunalegum úrskurði sínum skrifaði Frydrychowicz að stúlkan væri ekki nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun og það væri skilyrði fyrir því að fá undanþágu. Hún skrifaði þó að stúlkan vær itrúverðug og einlæg er þær ræddu saman og sömuleiðis að stúlkan hefði á tímum sýnst nægilega þroskuð til að taka þessa ákvörðun. Þrátt fyrir það sagði Frydrychowicz að stúlkan hefði ekki greint kosti og galla ákvörðunar hennar nægilega vel. Þrír áfrýjunardómarar staðfestu upprunalega úrskurðinn í gær. She s known Jane Doe 22-BShe s 16 & pregnant. But she s parentless & wants an abortionFlorida courts ruled she s not mature enough to decide whether to have an abortion sans parental consentSo she s therefore mature enough to have to give birthhttps://t.co/doHoi7Is9m— Marc Caputo (@MarcACaputo) August 17, 2022 Stúlkan gæti reynt að fá dómarann til að skipta um skoðun en það gæti þó reynst henni erfitt. Eins og áður segir var stúlkan gengin tíu vikur þann 10. ágúst. Eftir fimmtán vikna meðgöngu mun hún ekki lengur eiga fræðilegan möguleika á undanþágu frá lögum Flórída. Sömuleiðis er óljóst hvort henni verði leyft að fara frá Flórída til að fara í aðgerð annarsstaðar, þar sem hún er undir forsjá Flórída-ríkis. Einn viðmælandi Miami Herald, sem var áður barnaverndardómari í Miami, sagði málið sláandi. Verið væri að þvinga tæplega sautján ára stúlku sem hefði orðið fyrir áfalli í lífinu til að eignast barn sem hún hvorki vildi né hefði efni á að eiga. Ríkið væri að valda henni öðru áfalli. Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í sumar úr gildi það dómafordæmi sem hefur í áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs og síðan þá hafa mörg ríki Bandaríkjanna hert lög varðandi þungunarrof gífurlega. Aðgerðin hefur jafnvel verið alfarið bönnuð í nokkrum ríkjum.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira