Hylltur sem hetja eftir að hafa hætt að hlaupa til að hjálpa keppinauti á EM Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 14:31 Nahuel Carabana stoppaði til að hjálpa hinum danska Axel Vang Christensen þrátt fyrir að vera í miðri keppni í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Getty/Matthias Hangst Það er afar sjaldgæft að keppanda á stórmóti sé klappað lof í lófa af öllum viðstöddum, komi hann langsíðastur í mark. Sú var þó raunin í 3.000 metra hindrunarhlaupi á EM í frjálsíþróttum í gær. Nahuel Carabana frá Andorra sló nefnilega í gegn hjá áhorfendum þegar hann sýndi sannan íþróttaanda og góðmennsku með því að koma Dananum Axel Vang Christensen til hjálpar. Christensen, sem er tvöfaldur Danmerkurmeistari, varð fyrir því óláni að meiðast þegar hann datt um hindrunina á hlaupabrautinni en hann var þá fremstur í hlaupinu. Á meðan að aðrir hlauparar nýttu sér þetta til að komast framhjá Christensen og halda hlaupinu áfram ákvað Carabana að snúa við og hlúa að honum, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. The kind of sporting spirit we love to see Credit @EuroAthletics | #Munich2022 | #BackToTheRoofsFollow the European Athletics Championships live on All Athletics. pic.twitter.com/MoFH2Q6ZUm— The Olympic Games (@Olympics) August 16, 2022 Þetta kostaði Carabana, sem á bronsverðlaun frá EM U23, langan tíma og hann kom á endanum í mark rúmri mínútu á eftir næsta hlaupara. Áhorfendur risu hins vegar úr sætum og klöppuðu fyrir því að hann skyldi setja heilsu og öryggi Christensens ofar eigin árangri í hlaupinu. „Ég sá að maðurinn fór illa í hindrunina. Ég hélt að hann hefði meitt sig í fætinum eða ökkla og hann gat ekki hreyft sig. Ég var við það að halda áfram en eitthvað innra með mér sagði: „Ég þarf að hjálpa honum og koma honum í burtu áður en hinir hlaupararnir koma aftur.“ Hann gat ekki hreyft sig og þeir hefðu getað hlaupið yfir hann. Þegar ég hugsaði þetta þá sneri líkaminn minn sjálfkrafa við og ég ákvað að hjálpa honum,“ sagði Carabana við Olympics.com. Christensen var fluttur á sjúkrahús en Carabana, sem er 22 ára, hefur nú lokið keppni á EM þó að einhverjir hafi eflaust viljað sjá hann fá sæti í úrslitum vegna óeigingirni sinnar. Á meðal þeirra sem hafa hrósað honum er breski ólympíumeistarinn Linford Christie sem skrifaði á Twitter: „Svona lagað verðskuldar verðlaun.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Sjá meira
Nahuel Carabana frá Andorra sló nefnilega í gegn hjá áhorfendum þegar hann sýndi sannan íþróttaanda og góðmennsku með því að koma Dananum Axel Vang Christensen til hjálpar. Christensen, sem er tvöfaldur Danmerkurmeistari, varð fyrir því óláni að meiðast þegar hann datt um hindrunina á hlaupabrautinni en hann var þá fremstur í hlaupinu. Á meðan að aðrir hlauparar nýttu sér þetta til að komast framhjá Christensen og halda hlaupinu áfram ákvað Carabana að snúa við og hlúa að honum, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. The kind of sporting spirit we love to see Credit @EuroAthletics | #Munich2022 | #BackToTheRoofsFollow the European Athletics Championships live on All Athletics. pic.twitter.com/MoFH2Q6ZUm— The Olympic Games (@Olympics) August 16, 2022 Þetta kostaði Carabana, sem á bronsverðlaun frá EM U23, langan tíma og hann kom á endanum í mark rúmri mínútu á eftir næsta hlaupara. Áhorfendur risu hins vegar úr sætum og klöppuðu fyrir því að hann skyldi setja heilsu og öryggi Christensens ofar eigin árangri í hlaupinu. „Ég sá að maðurinn fór illa í hindrunina. Ég hélt að hann hefði meitt sig í fætinum eða ökkla og hann gat ekki hreyft sig. Ég var við það að halda áfram en eitthvað innra með mér sagði: „Ég þarf að hjálpa honum og koma honum í burtu áður en hinir hlaupararnir koma aftur.“ Hann gat ekki hreyft sig og þeir hefðu getað hlaupið yfir hann. Þegar ég hugsaði þetta þá sneri líkaminn minn sjálfkrafa við og ég ákvað að hjálpa honum,“ sagði Carabana við Olympics.com. Christensen var fluttur á sjúkrahús en Carabana, sem er 22 ára, hefur nú lokið keppni á EM þó að einhverjir hafi eflaust viljað sjá hann fá sæti í úrslitum vegna óeigingirni sinnar. Á meðal þeirra sem hafa hrósað honum er breski ólympíumeistarinn Linford Christie sem skrifaði á Twitter: „Svona lagað verðskuldar verðlaun.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Sjá meira