Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2022 12:00 Bjarni segir það vekja athylgi hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum, þeir búi nú yfir tugmilljóna króna sjóðum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. „Mér finnst við hafa gengið þó nokkuð langt í beinum fjárhagslegum stuðningi við stjórnmálaflokka. Spegilmynd þess er aftur sú að við göngum nokkuð langt í að takmarka heimildir flokkanna til að fjármagna sig af eigin rammleik,“ segir Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Ríflegur stuðingur við flokka sem eiga ekki fulltrúa á þingi Bjarni segir að þetta eiga bæði um framlög frá einstaklingum, flokksfólki eða öðrum, og svo fyrirtækjum. En lögum um starfsemi stjórnmálaflokka er þeim óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 550.000 krónum á ári. Stjórnmálafélögum innan samstæðu stjórnmálasamtaka er þó heimilt að taka á móti framlögum frá lögaðilum umfram þá fjárhæð, samtals að hámarki 100.000 krónur. Bjarni segir að sett hafi verið nokkuð ströng viðmið um hámarksframlög. „Ég hef ekki framkvæmt neina rannsókn á því nákvæmlega hvað þetta hefur haft í för með sér en hef hins vegar tekið eftir því tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum.“ Frá kosningavöku Stöðvar2 2021. Gunnar Smári Egilsson einn leiðtoga Sósíalistaflokksins. Bjarni Benediktsson segir það vekja athygl hversu ríflegur stuðningur er við flokka sem náðu engum fulltrúa á þing, en Sósíalistaflokkurinn er sá flokkur sem náði yfir 2,5 prósenta viðmiðið sem þýðir að þeir njóta framlaga frá hinu opinbera.vísir/vilhelm Átta flokkar náðu manni inn í kjölfar síðustu alþingiskosninga. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem náði meiru en 2,5 prósenta viðmiðinu eftir kosningarnar 2021 en kveðið er á um í reglum að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum þá samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að veita í stjórnmálasamtök Bjarni segir það í sjálfu sér ekki vandamál að fólk eigi auðvelt með að stofna stjórnmálaflokka og láta í sér heyra, enda eðlilegur hluti af því að framkvæma lýðræðið í landinu. „Því eru hins vegar mörk sett hve langt á að ganga í að verja úr sameiginlegum sjóðum, af skattfé landsmanna, til þess að halda slíkri starfsemi úti. Að mínu áliti ættum við að gefa stjórnmálaflokkum meira svigrúm til að afla sér fjár á eigin forsendum og um leið að draga úr beinum opinberum styrkjum.“ Spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir breytingum á reglum um þetta segir Bjarni að í júní hafi verið kynntar ýmsar aðhalds- og þennsluminnkandi aðgerðir. „Og þar var meðal annars dregið úr framlögum til stjórnmálaflokka, ásamt því að minnka verulega ferðakostnað stjórnarráðsins og fleira. Þess utan hef ég ekki lagt til grundvallarbreytingar á fyrirkomulaginu, en mér þykir mikilvægt að það sé reglulega til umræðu – að þessi útgjöld séu ekki á sjálfstýringu.“ Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Sjá meira
„Mér finnst við hafa gengið þó nokkuð langt í beinum fjárhagslegum stuðningi við stjórnmálaflokka. Spegilmynd þess er aftur sú að við göngum nokkuð langt í að takmarka heimildir flokkanna til að fjármagna sig af eigin rammleik,“ segir Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Ríflegur stuðingur við flokka sem eiga ekki fulltrúa á þingi Bjarni segir að þetta eiga bæði um framlög frá einstaklingum, flokksfólki eða öðrum, og svo fyrirtækjum. En lögum um starfsemi stjórnmálaflokka er þeim óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 550.000 krónum á ári. Stjórnmálafélögum innan samstæðu stjórnmálasamtaka er þó heimilt að taka á móti framlögum frá lögaðilum umfram þá fjárhæð, samtals að hámarki 100.000 krónur. Bjarni segir að sett hafi verið nokkuð ströng viðmið um hámarksframlög. „Ég hef ekki framkvæmt neina rannsókn á því nákvæmlega hvað þetta hefur haft í för með sér en hef hins vegar tekið eftir því tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum.“ Frá kosningavöku Stöðvar2 2021. Gunnar Smári Egilsson einn leiðtoga Sósíalistaflokksins. Bjarni Benediktsson segir það vekja athygl hversu ríflegur stuðningur er við flokka sem náðu engum fulltrúa á þing, en Sósíalistaflokkurinn er sá flokkur sem náði yfir 2,5 prósenta viðmiðið sem þýðir að þeir njóta framlaga frá hinu opinbera.vísir/vilhelm Átta flokkar náðu manni inn í kjölfar síðustu alþingiskosninga. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem náði meiru en 2,5 prósenta viðmiðinu eftir kosningarnar 2021 en kveðið er á um í reglum að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum þá samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að veita í stjórnmálasamtök Bjarni segir það í sjálfu sér ekki vandamál að fólk eigi auðvelt með að stofna stjórnmálaflokka og láta í sér heyra, enda eðlilegur hluti af því að framkvæma lýðræðið í landinu. „Því eru hins vegar mörk sett hve langt á að ganga í að verja úr sameiginlegum sjóðum, af skattfé landsmanna, til þess að halda slíkri starfsemi úti. Að mínu áliti ættum við að gefa stjórnmálaflokkum meira svigrúm til að afla sér fjár á eigin forsendum og um leið að draga úr beinum opinberum styrkjum.“ Spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir breytingum á reglum um þetta segir Bjarni að í júní hafi verið kynntar ýmsar aðhalds- og þennsluminnkandi aðgerðir. „Og þar var meðal annars dregið úr framlögum til stjórnmálaflokka, ásamt því að minnka verulega ferðakostnað stjórnarráðsins og fleira. Þess utan hef ég ekki lagt til grundvallarbreytingar á fyrirkomulaginu, en mér þykir mikilvægt að það sé reglulega til umræðu – að þessi útgjöld séu ekki á sjálfstýringu.“
Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Sjá meira