Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2022 11:17 Þessi mynd er af sprengingunum á Saky-herflugvellinum á Krímskaga í síðustu viku. AP/UGC Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. Rússneski ríkismiðillinn RIA segir engan hafa sakað í sprengingunum. Þá hefur miðillinn eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússa að skemmdir hafi orðið á rafmagnslínum, orkuveri, íbúðarhúsum og lestarteinum Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið flutt af svæðinu. Myndbönd af sprengingunum hafa verið í dreifingu á netinu í morgun. And that's quite a big bang. There was obviously a significant amount of ammunition stored at this dump... pic.twitter.com/68MtdJs3Un— Jimmy (@JimmySecUK) August 16, 2022 Vika er síðan nokkrar sprengingar urðu á flugstöð rússneska hersins á Krímskaga. Rússneskir embættismenn hafa þvertekið fyrir að það hafi verið árás og segja sprengingarnar ekki hafa skemmt neitt og að engan hafi sakað. Sjá einnig: Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga Eins og frægt er, þá réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu árið 2014. Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt rólega fram gegn Rússum í Kherson, eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði hernum að frelsa héraðið undan Rússum. Forsetinn hefur einnig sagt að Krímskagi verði sömuleiðis frelsaður. Úkraínumenn hafa verið að nota eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem kallast HIMARS, til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og brýr í Kherson til að gera Rússum erfiðarar um vik með að flytja birgðir og liðsauka á svæðið. Enn sem komið er hefur gagnárás Úkraínumanna í Kherson þó ekki náð miklum árangri. Það sama má segja um sóknir Rússa á Donbas-svæðinu. Þær hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum vikum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19 Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Rússneski ríkismiðillinn RIA segir engan hafa sakað í sprengingunum. Þá hefur miðillinn eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússa að skemmdir hafi orðið á rafmagnslínum, orkuveri, íbúðarhúsum og lestarteinum Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið flutt af svæðinu. Myndbönd af sprengingunum hafa verið í dreifingu á netinu í morgun. And that's quite a big bang. There was obviously a significant amount of ammunition stored at this dump... pic.twitter.com/68MtdJs3Un— Jimmy (@JimmySecUK) August 16, 2022 Vika er síðan nokkrar sprengingar urðu á flugstöð rússneska hersins á Krímskaga. Rússneskir embættismenn hafa þvertekið fyrir að það hafi verið árás og segja sprengingarnar ekki hafa skemmt neitt og að engan hafi sakað. Sjá einnig: Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga Eins og frægt er, þá réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu árið 2014. Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt rólega fram gegn Rússum í Kherson, eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði hernum að frelsa héraðið undan Rússum. Forsetinn hefur einnig sagt að Krímskagi verði sömuleiðis frelsaður. Úkraínumenn hafa verið að nota eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem kallast HIMARS, til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og brýr í Kherson til að gera Rússum erfiðarar um vik með að flytja birgðir og liðsauka á svæðið. Enn sem komið er hefur gagnárás Úkraínumanna í Kherson þó ekki náð miklum árangri. Það sama má segja um sóknir Rússa á Donbas-svæðinu. Þær hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum vikum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19 Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50
Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19
Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25