Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Atli Arason skrifar 14. ágúst 2022 21:30 Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, niðurlútur í leiknum gegn Brentford í gær. Getty Images Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. Sky Sports greindi fyrst frá því í dag í sjónvarpsfréttatíma sínum að samningi Ronaldo gæti verið rift vegna framkomu hans. Sky Sports birti svo tíst á Twitter með myndbroti úr fréttatímanum og í kjölfarið skrifuðu flestir stærstu miðlar heims um hugsanlega riftingu á samningi Ronaldo hjá Manchester United. Vísir greindi einnig frá málinu fyrr í dag. Nú hefur United hins vegar neitað sögusögnunum og Sky Sports hefur eytt upprunalegri færslu sinni. Manchester United aren’t happy with Cristiano Ronaldo 😬#MUFC pic.twitter.com/HBzrMhjz2r— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 14, 2022 Breski blaðamaðurinn Samuel Luckhurst sem sérhæfir sig í málefnum Manchester United hjá Manchester Evening News greindi frá því fyrir skömmu að enginn hjá Manchester United staðfesti þessar fullyrðingar Sky Sports um Ronaldo, að þessar sögur væru í raun uppspuni og falsfréttir. #mufc insist report they are considering terminating Cristiano Ronaldo’s contract is false. Their position on Ronaldo hasn’t changed.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 14, 2022 Ronaldo hafði sjálfur beðið um að fá að yfirgefa United fyrr í sumar en í 4-0 tapinu gegn Brentford í gær virtist hann augljóslega orðinn eitthvað pirraður á ástandinu. Ronaldo fór ekki með öðrum leikmönnum liðsins að klappa fyrir þeim stuðningsmönnum United sem höfðu ferðast til London til að fylgjast með leiknum, eins og hefð er fyrir, heldur strunsaði Ronaldo beint inn í klefa. Ronaldo going off the pitch and he was fuming and rightfully so.He deserves so much better than this club and let's hope he leaves.pic.twitter.com/Wryn15wPWm— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) August 13, 2022 Næsti leikur Manchester United er gegn Liverpool mánudaginn 22. ágúst. Það verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverk Ronaldo fær í þeim erkifjendaslag. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00 Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Sky Sports greindi fyrst frá því í dag í sjónvarpsfréttatíma sínum að samningi Ronaldo gæti verið rift vegna framkomu hans. Sky Sports birti svo tíst á Twitter með myndbroti úr fréttatímanum og í kjölfarið skrifuðu flestir stærstu miðlar heims um hugsanlega riftingu á samningi Ronaldo hjá Manchester United. Vísir greindi einnig frá málinu fyrr í dag. Nú hefur United hins vegar neitað sögusögnunum og Sky Sports hefur eytt upprunalegri færslu sinni. Manchester United aren’t happy with Cristiano Ronaldo 😬#MUFC pic.twitter.com/HBzrMhjz2r— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 14, 2022 Breski blaðamaðurinn Samuel Luckhurst sem sérhæfir sig í málefnum Manchester United hjá Manchester Evening News greindi frá því fyrir skömmu að enginn hjá Manchester United staðfesti þessar fullyrðingar Sky Sports um Ronaldo, að þessar sögur væru í raun uppspuni og falsfréttir. #mufc insist report they are considering terminating Cristiano Ronaldo’s contract is false. Their position on Ronaldo hasn’t changed.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 14, 2022 Ronaldo hafði sjálfur beðið um að fá að yfirgefa United fyrr í sumar en í 4-0 tapinu gegn Brentford í gær virtist hann augljóslega orðinn eitthvað pirraður á ástandinu. Ronaldo fór ekki með öðrum leikmönnum liðsins að klappa fyrir þeim stuðningsmönnum United sem höfðu ferðast til London til að fylgjast með leiknum, eins og hefð er fyrir, heldur strunsaði Ronaldo beint inn í klefa. Ronaldo going off the pitch and he was fuming and rightfully so.He deserves so much better than this club and let's hope he leaves.pic.twitter.com/Wryn15wPWm— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) August 13, 2022 Næsti leikur Manchester United er gegn Liverpool mánudaginn 22. ágúst. Það verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverk Ronaldo fær í þeim erkifjendaslag.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00 Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00
Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26