Allt að áttatíu þúsund hermenn sagðir fallnir eða særðir Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2022 14:55 Úkraínskir hermenn við þjálfun. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli. Getty/Paula Bronstein Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í innrás Rússa í Úkraínu. Innrásin hófst þann 24. febrúar en Bandaríkjamenn lýsa átökunum sem þeim erfiðustu fyrir Rússa frá seinni heimsstyrjöldinni. William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, sagði í síðasta mánuði að um fimmtán þúsund Rússar hefðu fallið í átökunum og allt að 45 þúsund hefðu særst. Þetta kemur fram í frétt Foreign Policy en þar er einnig vísað til þess að Úkraínumenn segjast sjálfir hafa fellt rúmlega 42 þúsund rússneska hermenn. Samhliða því að Úkraínumenn hafa lagt aukinn þunga í sókn þeirra í Kherson-héraði virðast Rússar hafa gefið í í austurhluta landsins. Úkraínumenn eru sagðir undir þungum árásum nærri borginni Donetsk en ráðamenn í Kænugarði segja varnir þeirra halda enn, samkvæmt frétt Reuters. Fréttaveitan hefur eftir greinendum leyniþjónustu herafla Bretlands að á undanförnum mánuði hafi Rússar náð bestum árangri við borgina Bakhmut. Þrátt fyrir það hafi rússneskir hermenn einungis sótt fram um tíu kílómetra á þrjátíu dögum. Annarsstaðar í austurhluta Úkraínu hafi Rússar ekki sótt meira fram en þrjá kílómetra á sama tímabili. Úkraínumenn hafa eins og Rússar lítið sem ekkert sagt um mannfall en þeir eru einnig taldir hafa misst mjög marga menn í átökunum. Umfansmeiri andspyrnuhreyfing í Kherson AP fréttaveitan segir að andspyrna gegn Rússum í Kherson hafi aukist til muna. Skæruliðar hafi myrt embættismenn hliðholla Rússlandi, sprengt upp brýr og lestir og hafi hjálpað úkraínska hernum við að finna skotmörk fyrir stórskotaliðsárásir. Árásirnar séu svo umfangsmiklar að þær hafi grafið undan stjórn Rússa á héraðinu og ógni ætlunum þeirra um að halda einhvers konar atkvæðagreiðslu og innlima Kherson. „Markmið okkar er að gera rússneskum hermönnum lífið óbærilegt og grafa undan öllum þeirra áætlunum,“ sagði einn meðlimur andspyrnuhreyfingarinnar við AP. Aðgerðum andspyrnuhreyfingarinnar hefur fjölgað og hafa meðlimir hennar notið aðstoðar úkraínskra sérsveitarmanna varðandi þjálfun og annað. Þá eru þeir sagðir hafa byggt upp net felustaða og birgðageymslna um Kherson. Nokkrar sprengjuárásir hafa verið gerðar á embættismenn hliðholla Rússlandi og nokkrir hafa verið myrtir. AP segir árásirnar hafa leitt til þess að Rússar hafi sent sérstakar hersveitir sem þjálfaðar eru til að brjóta andspyrnuhreyfingar á bak aftur til héraðsins. Vladimir Saldo, nokkurs konar ríkisstjóri skipaður af Rússum, sem hefur lifað af nokkur banatilræði, segir þessar hersveitir hafa fundið nokkrar vopnageymslur og komið í veg fyrir árásir andspyrnuhreyfingarinnar. Stórar sprengingar á Krímskaga Nú á öðrum tímanum í dag bárust fregnir af stórum sprengingum í rússneskri herstöð á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu af Úkraínu árið 2014. Herstöðinn er talinn í minnst tvö hundruð kílómetra frá víglínunum í Úkraínu og ekki er vitað til þess að Úkraínumenn eigi vopn sem geti dregið svo langt, að meðaldrægum eldflaugum undanskildum. Ef þetta var árás, gæti hún hafa verið gerð með slíkum eldflaugum, eins og Neptune-eldflaugum sem Úkraínumenn notuðu til að sökkva herskipinu Moskvu á Svartahafi. New York Times hefur eftir úkraínskum ráðamönnum að um árás hafi verið að ræða og að hún hafi verið gerð með vopni sem framleitt sé í Úkraínu. Það gæti átt við Neptune-eldflaugarnar. Varnarmálaráðuneyti Rússlands vill ekki viðurkenna að árás hafi verið gert á herstöðina, eins og þeir gerðu með árásina á Moskvu, þrátt fyrir að vitni lýsi mörgum sprenginum á svæðinu og myndbönd virðist staðfesta það. Rússar segja þess í stað að sprenging hafi orðið í skotfærageymslu. Russian ministry of defence says explosions of several aerial bombs as result of accident caused the fire and further explosions at airbase in Novofedorivka. No damage to aircraft https://t.co/chBgmOcFC3 #UkraineMove along, nothing to see here pic.twitter.com/C9ivXgiDWI— Liveuamap (@Liveuamap) August 9, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin heita Úkraínu milljarði Bandaríkjadala Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að hún ætli styrkja úkraínska herinn með vopnasendingu að andvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, eða um 140 milljörðum íslenskra króna. Vopnasendingin er sú stærsta frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu til Úkraínu til þessa. 8. ágúst 2022 20:00 Hótar að bregðast við á leifturhraða „Rússneski sjóherinn getur brugðist við á leifturhraða og mætir hverjum þeim sem reynir að ganga á fullveldi og frelsi Rússlands með hörku,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í ávarpi í Sankti Pétursborg fyrr í dag. 31. júlí 2022 13:34 Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Stríðsfangelsi í bænum Olenivka í Donetsk-héraði sem er á valdi Rússa varð fyrir loftárás á föstudag með þeim afleiðingum að 53 úkraínskir stríðsfangar létust og 75 særðust. Rauði krossinn segir yfirvöld ekki enn hafa orðið við beiðni samtakanna um að heimsækja fangelsið. 31. júlí 2022 00:03 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, sagði í síðasta mánuði að um fimmtán þúsund Rússar hefðu fallið í átökunum og allt að 45 þúsund hefðu særst. Þetta kemur fram í frétt Foreign Policy en þar er einnig vísað til þess að Úkraínumenn segjast sjálfir hafa fellt rúmlega 42 þúsund rússneska hermenn. Samhliða því að Úkraínumenn hafa lagt aukinn þunga í sókn þeirra í Kherson-héraði virðast Rússar hafa gefið í í austurhluta landsins. Úkraínumenn eru sagðir undir þungum árásum nærri borginni Donetsk en ráðamenn í Kænugarði segja varnir þeirra halda enn, samkvæmt frétt Reuters. Fréttaveitan hefur eftir greinendum leyniþjónustu herafla Bretlands að á undanförnum mánuði hafi Rússar náð bestum árangri við borgina Bakhmut. Þrátt fyrir það hafi rússneskir hermenn einungis sótt fram um tíu kílómetra á þrjátíu dögum. Annarsstaðar í austurhluta Úkraínu hafi Rússar ekki sótt meira fram en þrjá kílómetra á sama tímabili. Úkraínumenn hafa eins og Rússar lítið sem ekkert sagt um mannfall en þeir eru einnig taldir hafa misst mjög marga menn í átökunum. Umfansmeiri andspyrnuhreyfing í Kherson AP fréttaveitan segir að andspyrna gegn Rússum í Kherson hafi aukist til muna. Skæruliðar hafi myrt embættismenn hliðholla Rússlandi, sprengt upp brýr og lestir og hafi hjálpað úkraínska hernum við að finna skotmörk fyrir stórskotaliðsárásir. Árásirnar séu svo umfangsmiklar að þær hafi grafið undan stjórn Rússa á héraðinu og ógni ætlunum þeirra um að halda einhvers konar atkvæðagreiðslu og innlima Kherson. „Markmið okkar er að gera rússneskum hermönnum lífið óbærilegt og grafa undan öllum þeirra áætlunum,“ sagði einn meðlimur andspyrnuhreyfingarinnar við AP. Aðgerðum andspyrnuhreyfingarinnar hefur fjölgað og hafa meðlimir hennar notið aðstoðar úkraínskra sérsveitarmanna varðandi þjálfun og annað. Þá eru þeir sagðir hafa byggt upp net felustaða og birgðageymslna um Kherson. Nokkrar sprengjuárásir hafa verið gerðar á embættismenn hliðholla Rússlandi og nokkrir hafa verið myrtir. AP segir árásirnar hafa leitt til þess að Rússar hafi sent sérstakar hersveitir sem þjálfaðar eru til að brjóta andspyrnuhreyfingar á bak aftur til héraðsins. Vladimir Saldo, nokkurs konar ríkisstjóri skipaður af Rússum, sem hefur lifað af nokkur banatilræði, segir þessar hersveitir hafa fundið nokkrar vopnageymslur og komið í veg fyrir árásir andspyrnuhreyfingarinnar. Stórar sprengingar á Krímskaga Nú á öðrum tímanum í dag bárust fregnir af stórum sprengingum í rússneskri herstöð á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu af Úkraínu árið 2014. Herstöðinn er talinn í minnst tvö hundruð kílómetra frá víglínunum í Úkraínu og ekki er vitað til þess að Úkraínumenn eigi vopn sem geti dregið svo langt, að meðaldrægum eldflaugum undanskildum. Ef þetta var árás, gæti hún hafa verið gerð með slíkum eldflaugum, eins og Neptune-eldflaugum sem Úkraínumenn notuðu til að sökkva herskipinu Moskvu á Svartahafi. New York Times hefur eftir úkraínskum ráðamönnum að um árás hafi verið að ræða og að hún hafi verið gerð með vopni sem framleitt sé í Úkraínu. Það gæti átt við Neptune-eldflaugarnar. Varnarmálaráðuneyti Rússlands vill ekki viðurkenna að árás hafi verið gert á herstöðina, eins og þeir gerðu með árásina á Moskvu, þrátt fyrir að vitni lýsi mörgum sprenginum á svæðinu og myndbönd virðist staðfesta það. Rússar segja þess í stað að sprenging hafi orðið í skotfærageymslu. Russian ministry of defence says explosions of several aerial bombs as result of accident caused the fire and further explosions at airbase in Novofedorivka. No damage to aircraft https://t.co/chBgmOcFC3 #UkraineMove along, nothing to see here pic.twitter.com/C9ivXgiDWI— Liveuamap (@Liveuamap) August 9, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin heita Úkraínu milljarði Bandaríkjadala Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að hún ætli styrkja úkraínska herinn með vopnasendingu að andvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, eða um 140 milljörðum íslenskra króna. Vopnasendingin er sú stærsta frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu til Úkraínu til þessa. 8. ágúst 2022 20:00 Hótar að bregðast við á leifturhraða „Rússneski sjóherinn getur brugðist við á leifturhraða og mætir hverjum þeim sem reynir að ganga á fullveldi og frelsi Rússlands með hörku,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í ávarpi í Sankti Pétursborg fyrr í dag. 31. júlí 2022 13:34 Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Stríðsfangelsi í bænum Olenivka í Donetsk-héraði sem er á valdi Rússa varð fyrir loftárás á föstudag með þeim afleiðingum að 53 úkraínskir stríðsfangar létust og 75 særðust. Rauði krossinn segir yfirvöld ekki enn hafa orðið við beiðni samtakanna um að heimsækja fangelsið. 31. júlí 2022 00:03 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Bandaríkin heita Úkraínu milljarði Bandaríkjadala Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að hún ætli styrkja úkraínska herinn með vopnasendingu að andvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, eða um 140 milljörðum íslenskra króna. Vopnasendingin er sú stærsta frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu til Úkraínu til þessa. 8. ágúst 2022 20:00
Hótar að bregðast við á leifturhraða „Rússneski sjóherinn getur brugðist við á leifturhraða og mætir hverjum þeim sem reynir að ganga á fullveldi og frelsi Rússlands með hörku,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í ávarpi í Sankti Pétursborg fyrr í dag. 31. júlí 2022 13:34
Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Stríðsfangelsi í bænum Olenivka í Donetsk-héraði sem er á valdi Rússa varð fyrir loftárás á föstudag með þeim afleiðingum að 53 úkraínskir stríðsfangar létust og 75 særðust. Rauði krossinn segir yfirvöld ekki enn hafa orðið við beiðni samtakanna um að heimsækja fangelsið. 31. júlí 2022 00:03
„Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13