Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2022 10:00 Viktor Sigurðsson er í burðarhlutverki hjá ÍR. vísir/elín Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur og að nýliðarnir fari því rakleiðis aftur niður í Grill 66 deildina. ÍR-ingar voru sannkallað fallbyssufóður þegar þeir voru síðast í Olís-deildinni, tímabilið 2020-21. Þeir tefldu fram afar veikburða liði sem tapaði öllum 22 leikjum sínum og féll eins sannfærandi og hægt var. ÍR lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að vinna Kórdrengi og Fjölni í umspili. Eftir tímabilið hætti Kristinn Björgúlfsson sem þjálfari ÍR og Bjarni Fritzson tók aftur við því. Framundan eru spennandi tímar hjá ÍR enda er liðið komið með nýjan og glæsilegan heimavöll í Mjóddinni sem það byrjar að spila á í vetur. Ekki verður erfitt fyrir ÍR að gera betur en síðast þegar liðið var í Olís-deildinni en það er afar langsótt að það haldi sér uppi. Leikmannahópurinn er lakari en á síðasta tímabili enda verða þrír reyndustu og bestu menn liðsins á síðasta tímabili, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Andri Heimir Friðriksson og Kristján Orri Jóhannsson, ekki með í vetur. Reynsla þeirra og geta hefði hjálpað ÍR-ingum í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Með þá hefði von Breiðhyltinga að halda sér uppi verið veik en án þeirra er hún nánast engin. Gengi ÍR undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson gæti slegið í gegn í Olís-deildinni í vetur.vísir/elín Dagur Sverrir Kristjánsson lék með ÍR síðast þegar liðið var í Olís-deildinni og blómstraði svo í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili. Þessi örvhenta skytta skoraði 130 mörk í tuttugu leikjum og var markahæsti leikmaður ÍR. Dagur þarf að taka enn eitt skref fram á við í vetur og allavega auka möguleika sína á að vera áfram í Olís-deildinni að ári, þótt ÍR verði líklegast ekki þar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Þær eru margar ÍR-hetjurnar sem gætu hjálpað liðinu í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Ingimundur Ingimundarson er ein þeirra. Hann var í lykilhlutverki hjá ÍR í upphafi aldarinnar þegar liðið varð bikarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Ingimundur myndi styrkja ÍR í sókninni og ekki síst vörninni þar sem hann nýttist íslenska landsliðinu svo vel. Olís-deild karla ÍR Reykjavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur og að nýliðarnir fari því rakleiðis aftur niður í Grill 66 deildina. ÍR-ingar voru sannkallað fallbyssufóður þegar þeir voru síðast í Olís-deildinni, tímabilið 2020-21. Þeir tefldu fram afar veikburða liði sem tapaði öllum 22 leikjum sínum og féll eins sannfærandi og hægt var. ÍR lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að vinna Kórdrengi og Fjölni í umspili. Eftir tímabilið hætti Kristinn Björgúlfsson sem þjálfari ÍR og Bjarni Fritzson tók aftur við því. Framundan eru spennandi tímar hjá ÍR enda er liðið komið með nýjan og glæsilegan heimavöll í Mjóddinni sem það byrjar að spila á í vetur. Ekki verður erfitt fyrir ÍR að gera betur en síðast þegar liðið var í Olís-deildinni en það er afar langsótt að það haldi sér uppi. Leikmannahópurinn er lakari en á síðasta tímabili enda verða þrír reyndustu og bestu menn liðsins á síðasta tímabili, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Andri Heimir Friðriksson og Kristján Orri Jóhannsson, ekki með í vetur. Reynsla þeirra og geta hefði hjálpað ÍR-ingum í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Með þá hefði von Breiðhyltinga að halda sér uppi verið veik en án þeirra er hún nánast engin. Gengi ÍR undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson gæti slegið í gegn í Olís-deildinni í vetur.vísir/elín Dagur Sverrir Kristjánsson lék með ÍR síðast þegar liðið var í Olís-deildinni og blómstraði svo í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili. Þessi örvhenta skytta skoraði 130 mörk í tuttugu leikjum og var markahæsti leikmaður ÍR. Dagur þarf að taka enn eitt skref fram á við í vetur og allavega auka möguleika sína á að vera áfram í Olís-deildinni að ári, þótt ÍR verði líklegast ekki þar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Þær eru margar ÍR-hetjurnar sem gætu hjálpað liðinu í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Ingimundur Ingimundarson er ein þeirra. Hann var í lykilhlutverki hjá ÍR í upphafi aldarinnar þegar liðið varð bikarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Ingimundur myndi styrkja ÍR í sókninni og ekki síst vörninni þar sem hann nýttist íslenska landsliðinu svo vel.
2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari
Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild karla ÍR Reykjavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira