Gosstöðvar að öllum líkindum opnaðar aftur þrátt fyrir vonskuveður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 07:11 Björgunarsveit á vettvangi. Vísir/Vilhelm Gönguleiðir að gosstöðvunum verða opnaðar aftur klukkan tíu að öllu óbreyttu. Það verður þó mjög blautt og mælt með því að bíða með ferðir fram yfir hádegi, að minnsta kosti. Gosórói helst óbreyttur. Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, mánudag, þar sem tilkynnt var um lokun gösstöðvanna kom einnig fram að opnað yrði fyrir aðgengi klukkan 10 í dag, þriðjudag. Að öllu óbreyttu verður því hægt að ganga að gosinu í dag eftir klukkan 10. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur líklegt að opnað þau áform gangi eftir, þrátt fyrir vonskuveður. Þungbúið veður áfram „Það er enn strekkingsvindur þarna og gríðarlega mikil rigning, það á töluvert eftir að rigna næstu tvo til þrjá tímana en svo ganga skilin yfir og við tekur töluvert skárra veður. Ég er nú hræddur um að það verði frekar lágskýjað og þungbúið áfram,“ segir Óli Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir því viðbúið að það verði áfram þokuslæða upp úr klukkan 10 á svæðinu þó mesta vonskuveðrið muni vera búið að ganga yfir þá. Hann mælist því til þess að göngufólk bíði með ferðir þangað til eftir hádegi í dag. „Það verður alveg svaðblautt þarna, vegna þess að loftið er svo mettað. Það sest enginn niður án þess að blotna, þannig ef fólk var hvatt til að fara vel búið áður, þá þarf það að fara extra vel búið núna.“ Enn óbreytt staða á gosinu Einar Hjörleifsson, Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stöðu gossins óbreytta. „Við höfum ekki séð neinn óróa lækka, en það er stöðugur eldgosórói. Við sjáum að vísu ekkert á vefmyndvélum sem stendur vegna veðurs. En við vöktum óróann og ef það sést skyndilegt fall í óróanum þá, allavega í fyrra gosi, bendir það til þess að nýjar sprungur séu að opnast. Við höfum ekki séð svoleiðis merki í nótt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, mánudag, þar sem tilkynnt var um lokun gösstöðvanna kom einnig fram að opnað yrði fyrir aðgengi klukkan 10 í dag, þriðjudag. Að öllu óbreyttu verður því hægt að ganga að gosinu í dag eftir klukkan 10. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur líklegt að opnað þau áform gangi eftir, þrátt fyrir vonskuveður. Þungbúið veður áfram „Það er enn strekkingsvindur þarna og gríðarlega mikil rigning, það á töluvert eftir að rigna næstu tvo til þrjá tímana en svo ganga skilin yfir og við tekur töluvert skárra veður. Ég er nú hræddur um að það verði frekar lágskýjað og þungbúið áfram,“ segir Óli Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir því viðbúið að það verði áfram þokuslæða upp úr klukkan 10 á svæðinu þó mesta vonskuveðrið muni vera búið að ganga yfir þá. Hann mælist því til þess að göngufólk bíði með ferðir þangað til eftir hádegi í dag. „Það verður alveg svaðblautt þarna, vegna þess að loftið er svo mettað. Það sest enginn niður án þess að blotna, þannig ef fólk var hvatt til að fara vel búið áður, þá þarf það að fara extra vel búið núna.“ Enn óbreytt staða á gosinu Einar Hjörleifsson, Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stöðu gossins óbreytta. „Við höfum ekki séð neinn óróa lækka, en það er stöðugur eldgosórói. Við sjáum að vísu ekkert á vefmyndvélum sem stendur vegna veðurs. En við vöktum óróann og ef það sést skyndilegt fall í óróanum þá, allavega í fyrra gosi, bendir það til þess að nýjar sprungur séu að opnast. Við höfum ekki séð svoleiðis merki í nótt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira