Lífeyrissjóðir landsmanna dregist saman um tæplega 400 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 14:04 Þórey S. Þórðardóttir er framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða. Landssamband lífeyrissjóða Á fyrri helmingi árs hafa eignir íslenskra lífeyrissjóða dregist saman um 361 milljarð króna. Í árslok 2021 voru eignir íslenskra lífeyrissjóða 6.747 milljarðar króna en að loknum fyrstu sex mánuðum þessa árs standa eignirnar í 6.386 milljörðum króna. Þetta segir í tilkynningu á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið mjög góð undanfarin ár líkt og sjá má í grafinu hér að neðan: Lífeyrismál.is Um er að ræða 5,4 prósent lækkun á fyrri helmingi ársins sem má að mestu rekja til erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Innlendar eignir hafa svo gott sem staðið í stað en erlendar hafa lækkað um rúmlega fjórtán prósent. „Lækkun erlendra eigna má rekja til viðsnúnings á erlendum eignamörkuðum og til styrkingar krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða var við árslok 2021 komið upp í tæp 36% en hefur lækkað og var rúm 32% í lok júní 2022,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að lækkun á sjóðum lífeyrissjóðanna hafi ekki áhrif á lantímamarkmið þeirra sem séu að ávaxta eignir sjóðfélaga og greiða lífeyri eftir starfslok. Útlán aukist það sem af er ári Útlán lífeyrissjóða til kaupa á húsnæði hafa farið vaxandi á fyrri hluta árs 2022 en undanfarin tvö ár hafa landsmenn í auknum mæli tekið húsnæðislán hjá bönkum. Ný útlán lífeyrissjóða námu rúmlega tuttugu milljörðum króna umfram uppgreiðslur á fyrstu sex mánuðum ársins. Verðtryggð lán hafa dregist saman um sextán milljarða króna á árinu en óverðtryggð aukist um 36 milljarða króna. „Því er ljóst að áfram er mikil ásókn í óverðtryggð lán umfram verðtryggð lán,“ segir í tilkynningu. Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði er 22 prósent á móti bönkum og Íbúðalánasjóði. Heildarútlán lífeyrissjóða voru 515 ma.kr í lok júní 2022. Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Í árslok 2021 voru eignir íslenskra lífeyrissjóða 6.747 milljarðar króna en að loknum fyrstu sex mánuðum þessa árs standa eignirnar í 6.386 milljörðum króna. Þetta segir í tilkynningu á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið mjög góð undanfarin ár líkt og sjá má í grafinu hér að neðan: Lífeyrismál.is Um er að ræða 5,4 prósent lækkun á fyrri helmingi ársins sem má að mestu rekja til erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Innlendar eignir hafa svo gott sem staðið í stað en erlendar hafa lækkað um rúmlega fjórtán prósent. „Lækkun erlendra eigna má rekja til viðsnúnings á erlendum eignamörkuðum og til styrkingar krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða var við árslok 2021 komið upp í tæp 36% en hefur lækkað og var rúm 32% í lok júní 2022,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að lækkun á sjóðum lífeyrissjóðanna hafi ekki áhrif á lantímamarkmið þeirra sem séu að ávaxta eignir sjóðfélaga og greiða lífeyri eftir starfslok. Útlán aukist það sem af er ári Útlán lífeyrissjóða til kaupa á húsnæði hafa farið vaxandi á fyrri hluta árs 2022 en undanfarin tvö ár hafa landsmenn í auknum mæli tekið húsnæðislán hjá bönkum. Ný útlán lífeyrissjóða námu rúmlega tuttugu milljörðum króna umfram uppgreiðslur á fyrstu sex mánuðum ársins. Verðtryggð lán hafa dregist saman um sextán milljarða króna á árinu en óverðtryggð aukist um 36 milljarða króna. „Því er ljóst að áfram er mikil ásókn í óverðtryggð lán umfram verðtryggð lán,“ segir í tilkynningu. Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði er 22 prósent á móti bönkum og Íbúðalánasjóði. Heildarútlán lífeyrissjóða voru 515 ma.kr í lok júní 2022.
Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira