Lífeyrissjóðir landsmanna dregist saman um tæplega 400 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 14:04 Þórey S. Þórðardóttir er framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða. Landssamband lífeyrissjóða Á fyrri helmingi árs hafa eignir íslenskra lífeyrissjóða dregist saman um 361 milljarð króna. Í árslok 2021 voru eignir íslenskra lífeyrissjóða 6.747 milljarðar króna en að loknum fyrstu sex mánuðum þessa árs standa eignirnar í 6.386 milljörðum króna. Þetta segir í tilkynningu á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið mjög góð undanfarin ár líkt og sjá má í grafinu hér að neðan: Lífeyrismál.is Um er að ræða 5,4 prósent lækkun á fyrri helmingi ársins sem má að mestu rekja til erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Innlendar eignir hafa svo gott sem staðið í stað en erlendar hafa lækkað um rúmlega fjórtán prósent. „Lækkun erlendra eigna má rekja til viðsnúnings á erlendum eignamörkuðum og til styrkingar krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða var við árslok 2021 komið upp í tæp 36% en hefur lækkað og var rúm 32% í lok júní 2022,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að lækkun á sjóðum lífeyrissjóðanna hafi ekki áhrif á lantímamarkmið þeirra sem séu að ávaxta eignir sjóðfélaga og greiða lífeyri eftir starfslok. Útlán aukist það sem af er ári Útlán lífeyrissjóða til kaupa á húsnæði hafa farið vaxandi á fyrri hluta árs 2022 en undanfarin tvö ár hafa landsmenn í auknum mæli tekið húsnæðislán hjá bönkum. Ný útlán lífeyrissjóða námu rúmlega tuttugu milljörðum króna umfram uppgreiðslur á fyrstu sex mánuðum ársins. Verðtryggð lán hafa dregist saman um sextán milljarða króna á árinu en óverðtryggð aukist um 36 milljarða króna. „Því er ljóst að áfram er mikil ásókn í óverðtryggð lán umfram verðtryggð lán,“ segir í tilkynningu. Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði er 22 prósent á móti bönkum og Íbúðalánasjóði. Heildarútlán lífeyrissjóða voru 515 ma.kr í lok júní 2022. Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira
Í árslok 2021 voru eignir íslenskra lífeyrissjóða 6.747 milljarðar króna en að loknum fyrstu sex mánuðum þessa árs standa eignirnar í 6.386 milljörðum króna. Þetta segir í tilkynningu á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið mjög góð undanfarin ár líkt og sjá má í grafinu hér að neðan: Lífeyrismál.is Um er að ræða 5,4 prósent lækkun á fyrri helmingi ársins sem má að mestu rekja til erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Innlendar eignir hafa svo gott sem staðið í stað en erlendar hafa lækkað um rúmlega fjórtán prósent. „Lækkun erlendra eigna má rekja til viðsnúnings á erlendum eignamörkuðum og til styrkingar krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða var við árslok 2021 komið upp í tæp 36% en hefur lækkað og var rúm 32% í lok júní 2022,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að lækkun á sjóðum lífeyrissjóðanna hafi ekki áhrif á lantímamarkmið þeirra sem séu að ávaxta eignir sjóðfélaga og greiða lífeyri eftir starfslok. Útlán aukist það sem af er ári Útlán lífeyrissjóða til kaupa á húsnæði hafa farið vaxandi á fyrri hluta árs 2022 en undanfarin tvö ár hafa landsmenn í auknum mæli tekið húsnæðislán hjá bönkum. Ný útlán lífeyrissjóða námu rúmlega tuttugu milljörðum króna umfram uppgreiðslur á fyrstu sex mánuðum ársins. Verðtryggð lán hafa dregist saman um sextán milljarða króna á árinu en óverðtryggð aukist um 36 milljarða króna. „Því er ljóst að áfram er mikil ásókn í óverðtryggð lán umfram verðtryggð lán,“ segir í tilkynningu. Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði er 22 prósent á móti bönkum og Íbúðalánasjóði. Heildarútlán lífeyrissjóða voru 515 ma.kr í lok júní 2022.
Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira