Heyrir sama munnsöfnuð núna og hann fékk fyrir þrjátíu árum Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 5. ágúst 2022 21:46 Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson segir að sjaldan hafi verið jafn mikilvægt að tala gegn hatri. Vísir/Vilhelm Gleðiganga Hinsegin daga er gengin á morgun og eru margir í óðaönn við að klára undirbúninginn fyrir stóra daginn. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur að venju í stórræðum á þessum tíma. Í ár er þemað tónleikar á hjólum. „Þetta verður svona klúbbagigg á hjólum, smá diskó, smá Mad Max: Fury Road. Ég er ekki að gera skúlptúr, þetta er kannski svolítið hrárra en venjulega en ég verð með fimmtíu dansara með mér hér til fulltingis. Dansara sem geta í alvörunni hreyft sig,“ sagði Páll Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann reyni að alltaf að toppa sig að einhverju leyti á hverju ári og fólk geti búið sig undir glæsilegt atriði þar sem öllu verði tjaldað til. Markmiðið sé að verða enn að þegar hann verði orðinn 83 ára gömul drottning árið 2075. Safnast saman við Hallgrímskirkju á morgun Palli segir að burt séð frá glamúrnum og sjónarspilinu sé meginmarkmið hans líkt og alltaf að breiða út jákvæðan og mikilvægan boðskap. „Það er engu líkara með þessi skýru skilaboð: Út með hatrið, inn með ástina, að við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni.“ „Ég er að sjá það sjálfur einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum að transfólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir þrjátíu árum síðan. Ég athuga kannski Youtube og skrifa kannski transgender og þá gossar yfir mann einhver ógeðsboðskapur þar sem transfólki er fundið allt til foráttu. Sömu skilaboðin og ég fékk: „Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert sautján ára? Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert barn? Er þetta ekki bara einhver athyglissýki í þér?““ Páll Óskar segir að þau sem vilji mótmæla þessum þankagangi og munnsöfnuði eigi að mæta við Hallgrímskirkju klukkan 13 á morgun þar sem þátttakendur í gleðigöngu Hinsegin daga muni safnast saman og leggja af stað klukkan 14. Þaðan verður gengið eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30 Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
„Þetta verður svona klúbbagigg á hjólum, smá diskó, smá Mad Max: Fury Road. Ég er ekki að gera skúlptúr, þetta er kannski svolítið hrárra en venjulega en ég verð með fimmtíu dansara með mér hér til fulltingis. Dansara sem geta í alvörunni hreyft sig,“ sagði Páll Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann reyni að alltaf að toppa sig að einhverju leyti á hverju ári og fólk geti búið sig undir glæsilegt atriði þar sem öllu verði tjaldað til. Markmiðið sé að verða enn að þegar hann verði orðinn 83 ára gömul drottning árið 2075. Safnast saman við Hallgrímskirkju á morgun Palli segir að burt séð frá glamúrnum og sjónarspilinu sé meginmarkmið hans líkt og alltaf að breiða út jákvæðan og mikilvægan boðskap. „Það er engu líkara með þessi skýru skilaboð: Út með hatrið, inn með ástina, að við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni.“ „Ég er að sjá það sjálfur einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum að transfólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir þrjátíu árum síðan. Ég athuga kannski Youtube og skrifa kannski transgender og þá gossar yfir mann einhver ógeðsboðskapur þar sem transfólki er fundið allt til foráttu. Sömu skilaboðin og ég fékk: „Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert sautján ára? Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert barn? Er þetta ekki bara einhver athyglissýki í þér?““ Páll Óskar segir að þau sem vilji mótmæla þessum þankagangi og munnsöfnuði eigi að mæta við Hallgrímskirkju klukkan 13 á morgun þar sem þátttakendur í gleðigöngu Hinsegin daga muni safnast saman og leggja af stað klukkan 14. Þaðan verður gengið eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30 Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30
Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03