Gleðin, samstaðan og jafnréttið Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Friðrik Jónsson skrifa 6. ágúst 2022 08:00 Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti. Skýrslan sýnir að hommar eru að meðaltali með lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir karlar en aftur á móti eru lesbíur að meðaltali með hærri atvinnutekjur en gagnkynhneigðar konur. Enn fremur búa samkynhneigðir við lakara starfsöryggi en gagnkynhneigðir og transfólk með minna starfsöryggi en annað hinsegin fólk. Þrátt fyrir að bjartsýni ríki almennt hjá hinsegin fólki til framtíðarinnar hér á landi er ljóst að stjórnvöld þurfa að endurskoða stefnumótun sína í málefnum hinsegin fólks og þá sérstaklega transfólks. Frekari niðurstöður verða birtar í skýrslunni „Staða hinsegin fólks á Íslandi“ sem gefin verður út á haustmánuðum í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og ætlunin er að marka stefnu um aðgerðir og viðbrögð í samstarfi við Samtökin ´78 í framhaldinu. Hommar með lægri tekjur en lesbíur með hærri Í fyrsta fasa hagrannsóknarinnar er fjallað um mun á atvinnutekjum samskattaðra eftir kynhneigð en þeirri aðferð var nýlega beitt í Danmörku við samskonar rannsókn. Samkvæmt þessu var þó nokkur munur á meðaltali atvinnutekna samkynhneigðra og gagnkynhneigðra á Íslandi á árinu 2019. Þannig voru hommar t.a.m. með um þriðjungi lægri atvinnutekjur að meðaltali en gagnkynhneigðir karlmenn á því ári. Hommar eru jafnframt mun líklegri til að vinna í þjónustustörfum en gagnkynhneigðir karlmenn eða í þeim störfum sem oft hafa verið kölluð „kvennastörf“ en þau störf hafa verið kerfisbundin vanmetin á vinnumarkaði á Vesturlöndum um árabil. Kynhneigðarbundinn munur í atvinnutekjum homma og gagnkynhneigðra karlmanna vekur sérstaka athygli í ljósi þess að menntastig meðal homma er mun hærra en meðal gagnkynhneigðra karla. Atvinnutekjur lesbía voru hins vegar um 13% meiri að meðaltali á árinu 2019 en atvinnutekjur gagnkynhneigðra kvenna. Í skýrslunni sem kemur út á haustdögum verður leitast við að skýra þennan mun í atvinnutekjum frekar og einnig fjalla um stöðu þeirra sem falla utan samskattaða hópsins. Mun skýrslan þá einnig fjalla um stöðu transfólks á vinnumarkaði. Það hefur ekki verið gert á Vesturlöndum svo neinu nemur og er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna. Stærsta könnun sem framkvæmd hefur verið á hinsegin vinnumarkaði Auk greiningar á atvinnutekjum var gerð könnun meðal hinsegin einstaklinga og svöruðu 850 einstaklingar spurningum um hinsegin vinnumarkað. Niðurstöðurnar benda m.a. til að transfólk búi við minna atvinnuröyggi en annað hinsegin fólk en um 70% transfólks í könnuninni sögðust hafa upplifað atvinnuleysi á sinni ævi samanborið við um 40% þeirra sem hafa sís-kynvitund. Við getum þó glaðst yfir því að hinsegin fólk á Íslandi er mun bjartsýnna fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi en hinsegin fólks á heimsvísu en um 90% aðspurðra segjast vera bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi til framtíðar en aðeins um 20% sögðust bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á heimsvísu. Ljóst er að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm hvað varðar stefnumótun í málefnum hinsegin fólks en aðeins um helmingur aðspurðra sagðist vera ánægð/t/ur með stefnu stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks og aðeins um 20% transfólks! Dagur gleði, samstöðu og jafnréttis Ráðist er að ýmsum hópum hinsegin fólks um heim allan. Árásirnar koma jafnt frá fólki í valdastöðum sem og almenningi og stjórnmálin bregðast oft seint og illa við. Ísland er því miður engin undantekning eins og atburðir júlímánaðar bera vitni um. Það er óásættanlegt. Okkur sem gegna ábyrgðarhlutverki í samfélaginu, hvort sem á vettvangi vinnumarkaðar eða stjórnvalda ber skylda til að hrinda slíkum árásum af fullum krafti. Aukið samstarf við Samtökin ´78 og hinsegin samfélagið, þar sem greiningar og rannsóknir eru í forgrunni eru fyrsta lóð verkalýðshreyfingarinnar á þær vogarskálar. Með það í huga hvetjum við félaga okkar, vinnandi fólk og almenning allan til að taka þátt í gleðigöngunni í dag og sýna þannig stuðning sinn við mannréttindabaráttu hinsegin fólks og fagna fjölbreyttu samfélagi. Til hamingju með daginn. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Friðrik Jónsson Drífa Snædal Kjaramál Stéttarfélög Hinsegin Vinnumarkaður Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti. Skýrslan sýnir að hommar eru að meðaltali með lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir karlar en aftur á móti eru lesbíur að meðaltali með hærri atvinnutekjur en gagnkynhneigðar konur. Enn fremur búa samkynhneigðir við lakara starfsöryggi en gagnkynhneigðir og transfólk með minna starfsöryggi en annað hinsegin fólk. Þrátt fyrir að bjartsýni ríki almennt hjá hinsegin fólki til framtíðarinnar hér á landi er ljóst að stjórnvöld þurfa að endurskoða stefnumótun sína í málefnum hinsegin fólks og þá sérstaklega transfólks. Frekari niðurstöður verða birtar í skýrslunni „Staða hinsegin fólks á Íslandi“ sem gefin verður út á haustmánuðum í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og ætlunin er að marka stefnu um aðgerðir og viðbrögð í samstarfi við Samtökin ´78 í framhaldinu. Hommar með lægri tekjur en lesbíur með hærri Í fyrsta fasa hagrannsóknarinnar er fjallað um mun á atvinnutekjum samskattaðra eftir kynhneigð en þeirri aðferð var nýlega beitt í Danmörku við samskonar rannsókn. Samkvæmt þessu var þó nokkur munur á meðaltali atvinnutekna samkynhneigðra og gagnkynhneigðra á Íslandi á árinu 2019. Þannig voru hommar t.a.m. með um þriðjungi lægri atvinnutekjur að meðaltali en gagnkynhneigðir karlmenn á því ári. Hommar eru jafnframt mun líklegri til að vinna í þjónustustörfum en gagnkynhneigðir karlmenn eða í þeim störfum sem oft hafa verið kölluð „kvennastörf“ en þau störf hafa verið kerfisbundin vanmetin á vinnumarkaði á Vesturlöndum um árabil. Kynhneigðarbundinn munur í atvinnutekjum homma og gagnkynhneigðra karlmanna vekur sérstaka athygli í ljósi þess að menntastig meðal homma er mun hærra en meðal gagnkynhneigðra karla. Atvinnutekjur lesbía voru hins vegar um 13% meiri að meðaltali á árinu 2019 en atvinnutekjur gagnkynhneigðra kvenna. Í skýrslunni sem kemur út á haustdögum verður leitast við að skýra þennan mun í atvinnutekjum frekar og einnig fjalla um stöðu þeirra sem falla utan samskattaða hópsins. Mun skýrslan þá einnig fjalla um stöðu transfólks á vinnumarkaði. Það hefur ekki verið gert á Vesturlöndum svo neinu nemur og er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna. Stærsta könnun sem framkvæmd hefur verið á hinsegin vinnumarkaði Auk greiningar á atvinnutekjum var gerð könnun meðal hinsegin einstaklinga og svöruðu 850 einstaklingar spurningum um hinsegin vinnumarkað. Niðurstöðurnar benda m.a. til að transfólk búi við minna atvinnuröyggi en annað hinsegin fólk en um 70% transfólks í könnuninni sögðust hafa upplifað atvinnuleysi á sinni ævi samanborið við um 40% þeirra sem hafa sís-kynvitund. Við getum þó glaðst yfir því að hinsegin fólk á Íslandi er mun bjartsýnna fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi en hinsegin fólks á heimsvísu en um 90% aðspurðra segjast vera bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi til framtíðar en aðeins um 20% sögðust bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á heimsvísu. Ljóst er að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm hvað varðar stefnumótun í málefnum hinsegin fólks en aðeins um helmingur aðspurðra sagðist vera ánægð/t/ur með stefnu stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks og aðeins um 20% transfólks! Dagur gleði, samstöðu og jafnréttis Ráðist er að ýmsum hópum hinsegin fólks um heim allan. Árásirnar koma jafnt frá fólki í valdastöðum sem og almenningi og stjórnmálin bregðast oft seint og illa við. Ísland er því miður engin undantekning eins og atburðir júlímánaðar bera vitni um. Það er óásættanlegt. Okkur sem gegna ábyrgðarhlutverki í samfélaginu, hvort sem á vettvangi vinnumarkaðar eða stjórnvalda ber skylda til að hrinda slíkum árásum af fullum krafti. Aukið samstarf við Samtökin ´78 og hinsegin samfélagið, þar sem greiningar og rannsóknir eru í forgrunni eru fyrsta lóð verkalýðshreyfingarinnar á þær vogarskálar. Með það í huga hvetjum við félaga okkar, vinnandi fólk og almenning allan til að taka þátt í gleðigöngunni í dag og sýna þannig stuðning sinn við mannréttindabaráttu hinsegin fólks og fagna fjölbreyttu samfélagi. Til hamingju með daginn. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun