Sóley býður KSÍ aðstoð Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 11:02 Sóley Tómasdóttir hefur mikla reynslu af störfum í þágu jafnréttis og vill að KSÍ tryggi knattspyrnumönnum fræðslu varðandi samþykki fyrir kynlífi. vísir/vilhelm Sóley Tómasdóttir lofar nýjar reglur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem skylda alla leikmenn og þjálfara til að læra um samþykki fyrir kynlífi. Hún býður Knattspyrnusambandi Íslands fram krafta sína. Enska blaðið The Telegraph greindi frá nýju reglunum í gær og sagði að nú bæri öllum félögum í ensku úrvalsdeildinni að sjá til þess að allir leikmenn og þjálfarar hljóti þjálfun hjá sérfræðingum varðandi samþykki fyrir kynlífi. Þau félög sem á einhvern hátt bregðist hvað þetta snerti muni hljóta refsingu. Reglurnar eru tilkomnar í kjölfar gagnrýni og þrýstings á ensku úrvalsdeildina og enska knattspyrnusambandið vegna kynferðisbrota leikmanna. Til stendur að sams konar reglur verði settar fyrir félög í neðri deildum Englands. Sóley, sem er er með meistarapróf í uppeldis-, kynja- og fjölbreytileikafræðum, er stofnandi JUST Consulting en fyrirtækið veitir fræðslu og ráðgjöf um jafnrétti og fjölbreytileika. Hún deildi frétt um nýju reglurnar í Englandi á Twitter og taggaði KSÍ þar þegar hún skrifaði: „Flott framtak. Ég býð mig hér með fram til að hanna sambærilega fræðslu fyrir íslensku úrvalsdeildina og landsliðið. Hvað segiði um það @footballiceland?“ Flott framtak. Ég býð mig hér með fram til að hanna sambærilega fræðslu fyrir íslensku úrvalsdeildina og landsliðið. Hvað segiði um það @footballiceland?https://t.co/XgDOtDiaJ6— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) August 4, 2022 Meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta skóku höfuðstöðvar KSÍ á síðasta ári. Í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem kom út í desember síðastliðnum kom fram að á árunum 2010-2021 hefði verið vitneskja innan KSÍ um alls fjórar frásagnir af því að landsliðsmenn eða aðrir sem starfað hefðu fyrir sambandið hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Nefndin taldi jafnframt ljóst að KSÍ hefði brugðist við í þremur þessara mála, annaðhvort með því að leikmaður var sendur heim úr landsliðsverkefni eða því að viðkomandi starfaði ekki aftur fyrir KSÍ. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Enska blaðið The Telegraph greindi frá nýju reglunum í gær og sagði að nú bæri öllum félögum í ensku úrvalsdeildinni að sjá til þess að allir leikmenn og þjálfarar hljóti þjálfun hjá sérfræðingum varðandi samþykki fyrir kynlífi. Þau félög sem á einhvern hátt bregðist hvað þetta snerti muni hljóta refsingu. Reglurnar eru tilkomnar í kjölfar gagnrýni og þrýstings á ensku úrvalsdeildina og enska knattspyrnusambandið vegna kynferðisbrota leikmanna. Til stendur að sams konar reglur verði settar fyrir félög í neðri deildum Englands. Sóley, sem er er með meistarapróf í uppeldis-, kynja- og fjölbreytileikafræðum, er stofnandi JUST Consulting en fyrirtækið veitir fræðslu og ráðgjöf um jafnrétti og fjölbreytileika. Hún deildi frétt um nýju reglurnar í Englandi á Twitter og taggaði KSÍ þar þegar hún skrifaði: „Flott framtak. Ég býð mig hér með fram til að hanna sambærilega fræðslu fyrir íslensku úrvalsdeildina og landsliðið. Hvað segiði um það @footballiceland?“ Flott framtak. Ég býð mig hér með fram til að hanna sambærilega fræðslu fyrir íslensku úrvalsdeildina og landsliðið. Hvað segiði um það @footballiceland?https://t.co/XgDOtDiaJ6— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) August 4, 2022 Meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta skóku höfuðstöðvar KSÍ á síðasta ári. Í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem kom út í desember síðastliðnum kom fram að á árunum 2010-2021 hefði verið vitneskja innan KSÍ um alls fjórar frásagnir af því að landsliðsmenn eða aðrir sem starfað hefðu fyrir sambandið hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Nefndin taldi jafnframt ljóst að KSÍ hefði brugðist við í þremur þessara mála, annaðhvort með því að leikmaður var sendur heim úr landsliðsverkefni eða því að viðkomandi starfaði ekki aftur fyrir KSÍ.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira