Hraunflæði virðist stöðugt Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2022 06:42 Nokkuð hefur dregið úr hraunflæði í Meradölum síðan RAX tók þessa ljósmynd þegar hann flaug yfir gosið í fyrradag. Vísir/RAX Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Önnur mæling í gær sýndi hins vegar fram á að hraunflæði væri komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni, bendir ekkert til þess að hraunflæði hafi breyst frá því í gær. Til standi að fljúga yfir svæðið snemma í dag ef veður leyfir og mæla á ný. Þá segir hún að gossprungan virðist enn um eitt hundrað metrar að lengd og magn gass frá gosinu mælist óbreytt. Að lokum segir Sigríður að lítil skjálftavirkni hafi verið á svæðinu undanfarið en samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa aðeins 567 skjálftar mælst á öllu landinu síðastliðnar 48 klukkustundir. Eldgosið er í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Núverandi gönguleið er minnst 14 kílómetrar fram og til baka og krefst göngu upp á Fagradalsfjall í sveig utan um eldri hraunbreiðuna. Samkvæmt björgunarsveitinni Þorbirni má gera ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta, en liðsmenn sveitarinnar kláruðu í gærkvöldi að stika gönguleiðina.Vísir Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í gærkvöldi og má horfa á hluta hennar í spilaranum hér að neðan. Fylgst verður með stöðunni á eldgosinu í Meradal í allan dag í vaktinni hér að neðan.
Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Önnur mæling í gær sýndi hins vegar fram á að hraunflæði væri komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni, bendir ekkert til þess að hraunflæði hafi breyst frá því í gær. Til standi að fljúga yfir svæðið snemma í dag ef veður leyfir og mæla á ný. Þá segir hún að gossprungan virðist enn um eitt hundrað metrar að lengd og magn gass frá gosinu mælist óbreytt. Að lokum segir Sigríður að lítil skjálftavirkni hafi verið á svæðinu undanfarið en samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa aðeins 567 skjálftar mælst á öllu landinu síðastliðnar 48 klukkustundir. Eldgosið er í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Núverandi gönguleið er minnst 14 kílómetrar fram og til baka og krefst göngu upp á Fagradalsfjall í sveig utan um eldri hraunbreiðuna. Samkvæmt björgunarsveitinni Þorbirni má gera ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta, en liðsmenn sveitarinnar kláruðu í gærkvöldi að stika gönguleiðina.Vísir Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í gærkvöldi og má horfa á hluta hennar í spilaranum hér að neðan. Fylgst verður með stöðunni á eldgosinu í Meradal í allan dag í vaktinni hér að neðan.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira