Skemmt sushi gæti eyðilagt EM fyrir Antoni Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 13:03 Anton Sveinn McKee heldur í húmorinn og birti þessar myndir af sér þrátt fyrir erfiða matareitrun og tíðar klósettferðir, eftir að hafa gætt sér á sushi sem sennilega var skemmt. @antonmckee Eftir frábæra frammistöðu á HM fyrr í sumar er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee nú að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sundi sem hefst í Róm eftir viku. Skæð matareitrun hefur hins vegar truflað undirbúning hans. Anton hefur fundið vel fyrir matareitruninni sem hann segist sennilega hafa fengið eftir að hafa borðað skemmt sushi í byrjun vikunnar. Hann er nú staddur í æfingabúðum í Barcelona en heldur brátt til Rómar þar sem EM fer fram. „Hiti, hausverkur og algjört orkuleysi. Ég var algjörlega sleginn niður,“ segir Anton í samtali við Vísi, aðspurður um einkenni magaeitrunarinnar sem valdið hefur tíðum klósettferðum síðustu daga. „Það er ekki vitað hvar ég fékk þetta en mig grunar að þetta sé sushi sem ég borðaði. Maginn er enn þá í smá rugli og enn að ná sér en ég er samt allur að braggast sem betur fer. Það kom á óvart hvað ég varð veikur,“ segir Anton. Sleppir mögulega fyrri greininni Eftir að Anton náði 6. sæti í 200 metra bringusundi í júní, þar sem hann var fremstur í úrslitasundinu þegar 50 metrar voru eftir, þótti hann líklegur til enn frekari afreka á EM en nú er spurning hve mikil áhrif matareitrunin mun hafa. Anton er skráður til keppni í tveimur greinum. Keppni í 100 metra bringusundi hefst 11. ágúst, eftir slétta viku, en undanrásir í 200 metra bringusundi eru laugardaginn 13. ágúst. „Ég set enn þá stefnuna að keppa á EM en það fer eftir því hvernig næstu dagar ganga hvort ég keppi í bæði 100 og 200. Ef ég sleppi 100 fæ ég tvo aukadaga til að ná mér,“ segir Anton. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01 Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38 „Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11 Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Anton hefur fundið vel fyrir matareitruninni sem hann segist sennilega hafa fengið eftir að hafa borðað skemmt sushi í byrjun vikunnar. Hann er nú staddur í æfingabúðum í Barcelona en heldur brátt til Rómar þar sem EM fer fram. „Hiti, hausverkur og algjört orkuleysi. Ég var algjörlega sleginn niður,“ segir Anton í samtali við Vísi, aðspurður um einkenni magaeitrunarinnar sem valdið hefur tíðum klósettferðum síðustu daga. „Það er ekki vitað hvar ég fékk þetta en mig grunar að þetta sé sushi sem ég borðaði. Maginn er enn þá í smá rugli og enn að ná sér en ég er samt allur að braggast sem betur fer. Það kom á óvart hvað ég varð veikur,“ segir Anton. Sleppir mögulega fyrri greininni Eftir að Anton náði 6. sæti í 200 metra bringusundi í júní, þar sem hann var fremstur í úrslitasundinu þegar 50 metrar voru eftir, þótti hann líklegur til enn frekari afreka á EM en nú er spurning hve mikil áhrif matareitrunin mun hafa. Anton er skráður til keppni í tveimur greinum. Keppni í 100 metra bringusundi hefst 11. ágúst, eftir slétta viku, en undanrásir í 200 metra bringusundi eru laugardaginn 13. ágúst. „Ég set enn þá stefnuna að keppa á EM en það fer eftir því hvernig næstu dagar ganga hvort ég keppi í bæði 100 og 200. Ef ég sleppi 100 fæ ég tvo aukadaga til að ná mér,“ segir Anton.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01 Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38 „Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11 Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01
Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38
„Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11
Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36
Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31