Seðlabankinn fóðrar fjármálahýenurnar Vilhjálmur Birgisson skrifar 3. ágúst 2022 13:00 Enn og aftur kemur Seðlabankinn og hótar launafólki illilega vegna komandi kjarasamninga en rétt er að geta þess að einungis 12 vikur eru þar til kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði renna út. Það er svo sorglegt að sjá og verða vitni að varðmennskunni enn og aftur í kringum fjármálaelítuna og Seðlabankann er vílar ekki fyrir sér að kasta launafólki, almenningi og heimilunum eins og hverju öðru fóðri í ginið á fjármálahýenunum með því að hækka vexti viðstöðulaust. Það er rétt að rifja upp að í síðustu kjarasamningum gerði verkalýðshreyfingin allt til að stuðla hér að stöðugleika sem byggðist á lágri verðbólgu og hagstæðu vaxtaumhverfi. Við sömdum um krónutöluhækkanir sem námu 90 þúsund krónum í fjögurra ára samningi handa þeim tekjulægstu og 67.500 krónum handa þeim sem ekki tækju laun eftir kauptöxtum. Já, við gerðum allt rétt í kjarasamningsgerðinni 2019 og allir voru sammála um að lífskjarasamningurinn myndi tryggja stöðugleika næstu fjögur árin, en að sjálfsögðu sá enginn fyrir Covidfaraldur né stríð í Úkraníu. En núna á enn og aftur að skella allri ábyrgðinni á launafólk og heimili. Það er ljóst að lífskjarasamningurinn sem gerður var 2019 stuðlaði að vaxtalækkunarferli og í nokkra mánuði var íslenskum almenningi og heimilum boðið upp á nokkuð sambærileg vaxtakjör á húsnæðislánum og neytendum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við stendur til boða. En Adam var ekki lengi í paradís, enda hafa stýrivextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 4,75% á skömmum tíma og allur ávinningurinn sem náðist er fokinn út í veður og vind. Það er dapurt að sjá Seðlabankann hækka vexti vegna hluta sem launafólk og heimili bera enga ábyrgð á enda liggur fyrir að verðbólgan hér á landi er vegna framboðsskorts á húsnæði og vegna innfluttrar verðbólgu sem við ráðum ekkert við. Það blasir við að vaxtahækkanir Seðlabankans gera ekkert annað en að fóðra hýenur fjármálaelítunnar eins og enginn sé morgundagurinn enda nam t.d. hagnaður viðskiptabankanna þriggja litlu minna en allar útflutningstekjur á þorskafurðum á síðasta ári. Ávinningur af lífskjarasamningum að þurrkast upp Já það er skelfilegt að verða vitni að því að vaxtahækkanir fjármálakerfisins að undanförnu hafi gert það að verkum að allur ávinningur sem náðist í síðasta kjarasamningi hefur þurrkast upp. Sem dæmi þá hafa óverðtryggðir húsnæðisvextir á breytilegum vöxtum hækkað á síðustu 12 mánuðum um uppundir 3%. Það hefur leitt af sér að vaxtabyrði þeirra sem eru með slík húsnæðislán hefur hækkað um tugþúsundir á mánuði. 20 milljóna húsnæðislán óverðtryggt á breytilegum vöxtum – greiðslubyrðin hefur hækkað um 47 þúsund á mánuði 30 milljóna húsnæðislán óverðtryggt á breytilegum vöxtum – greiðslubyrðin hefur hækkað um 70 þúsund á mánuði 40 milljóna húsnæðislán óverðtryggt á breytilegum vöxtum – greiðslubyrðin hefur hækkað um 94 þúsund á mánuði 50 milljóna húsnæðislán óverðtryggt á breytilegum vöxtum – greiðslubyrðin hefur hækkað um 116 þúsund á mánuði 60 milljóna húsnæðislán óverðtryggt á breytilegum vöxtum – greiðslubyrðin hefur hækkað um 140 þúsund á mánuði Rétt er að geta þess að um 50% óverðtryggðra húsnæðislána heimilanna eru með breytilega vexti og 50% fasta vexti. Hjá þeim 50% sem eru með breytilega vexti hefur greiðslubyrðin aukist gríðarlega á síðustu 12 mánuðum eins sjá má hér að ofan. Hins vegar er einnig rétt að geta þess að á næstu 2 árum eða svo losnar stór hluti þeirra húsnæðislána sem eru með fasta vexti og mun þá vaxtahöggið skella á þeim heimilum af fullum þunga. Þessi aukning á greiðslubyrði heimilanna er síðan fyrir utan allar aðrar kostnaðarhækkanir sem dunið hafa á almenningi og heimilum eins og hækkun á matarverði, bensíni, fasteignagjöldum, opinberri þjónustu og annarri þjónustu sem heimilin verða að hafa aðgengi að. Það er einnig rétt að geta þess að vegna hækkandi verðbólgu hafa leigjendur þurft að horfa uppá tugþúsunda hækkun á leiguverði á liðnum árum. Á þessu sést að búið er að færa allar launahækkanir sem um var samið í síðustu samningum hjá hluta af heimilunum yfir til fjármálaelítunnar og ef stjórnvöld, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga og Seðlabankinn halda eina einustu mínútu að þetta ofbeldi gagnvart almenningi, launafólki og heimilunum verði látið átölulaust í komandi kjarasamningum þá vaða menn villu vegar. Þessar vaxtahækkanir á liðnum 12 mánuðum og aðrar kostnaðarhækkanir hafa ekki „bara“ gert það að verkum að lágtekjufólk á erfitt með að ná endum saman frá mánuði til mánaðar heldur er millistéttin einnig við það að lenda í erfiðleikum við að ná að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar. Það er rétt að ítreka að eftir 2 ár eða svo þá munu 50% lánasamninga sem eru með breytilega óverðtryggða húsnæðisvexti losna sem mun leiða til tug þúsunda aukningar á greiðslubyrði þeirra á mánuði. Þetta verður alls ekki látið átölulaust í komandi kjarasamningum enda gera vaxtahækkanir ekkert annað en að soga fjármuni frá almenningi og heimilum niður í holræsi fjármálakerfisins eða með öðrum orðum færa fé frá skuldsettum almenningi og heimilum til fjármálaelítunnar og þeirra ríku! Höfundur er formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Seðlabankinn Vinnumarkaður Íslenskir bankar Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Enn og aftur kemur Seðlabankinn og hótar launafólki illilega vegna komandi kjarasamninga en rétt er að geta þess að einungis 12 vikur eru þar til kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði renna út. Það er svo sorglegt að sjá og verða vitni að varðmennskunni enn og aftur í kringum fjármálaelítuna og Seðlabankann er vílar ekki fyrir sér að kasta launafólki, almenningi og heimilunum eins og hverju öðru fóðri í ginið á fjármálahýenunum með því að hækka vexti viðstöðulaust. Það er rétt að rifja upp að í síðustu kjarasamningum gerði verkalýðshreyfingin allt til að stuðla hér að stöðugleika sem byggðist á lágri verðbólgu og hagstæðu vaxtaumhverfi. Við sömdum um krónutöluhækkanir sem námu 90 þúsund krónum í fjögurra ára samningi handa þeim tekjulægstu og 67.500 krónum handa þeim sem ekki tækju laun eftir kauptöxtum. Já, við gerðum allt rétt í kjarasamningsgerðinni 2019 og allir voru sammála um að lífskjarasamningurinn myndi tryggja stöðugleika næstu fjögur árin, en að sjálfsögðu sá enginn fyrir Covidfaraldur né stríð í Úkraníu. En núna á enn og aftur að skella allri ábyrgðinni á launafólk og heimili. Það er ljóst að lífskjarasamningurinn sem gerður var 2019 stuðlaði að vaxtalækkunarferli og í nokkra mánuði var íslenskum almenningi og heimilum boðið upp á nokkuð sambærileg vaxtakjör á húsnæðislánum og neytendum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við stendur til boða. En Adam var ekki lengi í paradís, enda hafa stýrivextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 4,75% á skömmum tíma og allur ávinningurinn sem náðist er fokinn út í veður og vind. Það er dapurt að sjá Seðlabankann hækka vexti vegna hluta sem launafólk og heimili bera enga ábyrgð á enda liggur fyrir að verðbólgan hér á landi er vegna framboðsskorts á húsnæði og vegna innfluttrar verðbólgu sem við ráðum ekkert við. Það blasir við að vaxtahækkanir Seðlabankans gera ekkert annað en að fóðra hýenur fjármálaelítunnar eins og enginn sé morgundagurinn enda nam t.d. hagnaður viðskiptabankanna þriggja litlu minna en allar útflutningstekjur á þorskafurðum á síðasta ári. Ávinningur af lífskjarasamningum að þurrkast upp Já það er skelfilegt að verða vitni að því að vaxtahækkanir fjármálakerfisins að undanförnu hafi gert það að verkum að allur ávinningur sem náðist í síðasta kjarasamningi hefur þurrkast upp. Sem dæmi þá hafa óverðtryggðir húsnæðisvextir á breytilegum vöxtum hækkað á síðustu 12 mánuðum um uppundir 3%. Það hefur leitt af sér að vaxtabyrði þeirra sem eru með slík húsnæðislán hefur hækkað um tugþúsundir á mánuði. 20 milljóna húsnæðislán óverðtryggt á breytilegum vöxtum – greiðslubyrðin hefur hækkað um 47 þúsund á mánuði 30 milljóna húsnæðislán óverðtryggt á breytilegum vöxtum – greiðslubyrðin hefur hækkað um 70 þúsund á mánuði 40 milljóna húsnæðislán óverðtryggt á breytilegum vöxtum – greiðslubyrðin hefur hækkað um 94 þúsund á mánuði 50 milljóna húsnæðislán óverðtryggt á breytilegum vöxtum – greiðslubyrðin hefur hækkað um 116 þúsund á mánuði 60 milljóna húsnæðislán óverðtryggt á breytilegum vöxtum – greiðslubyrðin hefur hækkað um 140 þúsund á mánuði Rétt er að geta þess að um 50% óverðtryggðra húsnæðislána heimilanna eru með breytilega vexti og 50% fasta vexti. Hjá þeim 50% sem eru með breytilega vexti hefur greiðslubyrðin aukist gríðarlega á síðustu 12 mánuðum eins sjá má hér að ofan. Hins vegar er einnig rétt að geta þess að á næstu 2 árum eða svo losnar stór hluti þeirra húsnæðislána sem eru með fasta vexti og mun þá vaxtahöggið skella á þeim heimilum af fullum þunga. Þessi aukning á greiðslubyrði heimilanna er síðan fyrir utan allar aðrar kostnaðarhækkanir sem dunið hafa á almenningi og heimilum eins og hækkun á matarverði, bensíni, fasteignagjöldum, opinberri þjónustu og annarri þjónustu sem heimilin verða að hafa aðgengi að. Það er einnig rétt að geta þess að vegna hækkandi verðbólgu hafa leigjendur þurft að horfa uppá tugþúsunda hækkun á leiguverði á liðnum árum. Á þessu sést að búið er að færa allar launahækkanir sem um var samið í síðustu samningum hjá hluta af heimilunum yfir til fjármálaelítunnar og ef stjórnvöld, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga og Seðlabankinn halda eina einustu mínútu að þetta ofbeldi gagnvart almenningi, launafólki og heimilunum verði látið átölulaust í komandi kjarasamningum þá vaða menn villu vegar. Þessar vaxtahækkanir á liðnum 12 mánuðum og aðrar kostnaðarhækkanir hafa ekki „bara“ gert það að verkum að lágtekjufólk á erfitt með að ná endum saman frá mánuði til mánaðar heldur er millistéttin einnig við það að lenda í erfiðleikum við að ná að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar. Það er rétt að ítreka að eftir 2 ár eða svo þá munu 50% lánasamninga sem eru með breytilega óverðtryggða húsnæðisvexti losna sem mun leiða til tug þúsunda aukningar á greiðslubyrði þeirra á mánuði. Þetta verður alls ekki látið átölulaust í komandi kjarasamningum enda gera vaxtahækkanir ekkert annað en að soga fjármuni frá almenningi og heimilum niður í holræsi fjármálakerfisins eða með öðrum orðum færa fé frá skuldsettum almenningi og heimilum til fjármálaelítunnar og þeirra ríku! Höfundur er formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun