Mourinho mætir Tottenham í umdeildum leik: „Hámark hræsninnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 09:00 Mourinho þjálfaði áður Tottenham. Stuðningsmenn liðsins gagnrýna margir hverjir að liðin skuli mætast í Ísrael. EPA-EFE/Julian Finney Lærisveinar José Mourinho í Roma mæta Tottenham Hotspur í æfingaleik á morgun. Stuðningsmenn Tottenham eru margir hverjir spenntir fyrir því að endurnýja kynnin við Portúgalann sem stýrði liðinu frá 2019 til 2021. Staðsetning leiksins hefur hins vegar vakið athygli. Liðin munu eigast við í borginni Haifa í Ísrael en bæði Roma og Tottenham eiga sterka tengingu við gyðingdóm og eiga fjölda stuðningsmanna af þeirri trú. Níðsöngvar gagnvart gyðingum eru til að mynda oft sungnir á áhorfendapöllunum, og beint að stuðningsmönnum Tottenham, þegar þeir mæta Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ísrael er trúarríki sem er byggt í kringum gyðingdóm, sem birtist meðal annars í því að Davíðsstjarnan er í fána ríkisins. Ísraelsk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni árum saman fyrir að aðhyllast aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum þar sem Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International og Human Rights Watch eru á meðal gagnrýnenda. Ísraelsk stjórnvöld hafa lýst skýrslu Amnesty frá því í febrúar, sem ber heitið „Aðskilnaðarstefna Ísraels gegn Palestínumönnum: Grimmilegt kerfi kúgunar og glæpir gegn mannkyni“, sem falskri, hlutdrægri og sem gyðingahatri. Hópur rannsakenda á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst þá að því í skýrslu sem birt var í júní á þessu ári að helsta ástæðan fyrir langvarandi átökum beggja fylkinga væri landtaka Ísraelsmanna á palestínsku landsvæði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja Ísraela hafa stundað stríðsglæpi á síðasta ári þar sem hundruðir Palestínumanna létu lífið. Mannúðarnefnd hjá Sameinuðu þjóðunum tilkynnti þá fyrir tveimur árum að ísraelsk yfirvöld hefðu gjöreyðilagt 568 heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum á árinu 2020 og að minnsta kosti 759 manns hefðu orðið heimilislaus af völdum þess. Skiljanlega veldur það stuðningsmönnum Tottenham því áhyggjum að liðið skuli vilja taka þátt í sýningarleik í Ísrael. The Athletic hefur eftir einum ónefndum stuðningsmanni: „Ákvörðun Spurs að spila vináttuleik í Ísrael er þegjandi stuðningur við áframhaldandi kúgun ríkisins,“ Þá er haft eftir Roshan Dadoo, suður-afrískum stuðningsmanni Tottenham, sem fer jafnframt fyrir samtökum sem standa fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, að félagið sýni hræsni með því að spila leikinn. „Það er hámark hræsninnar hjá Tottenham, félagi sem segist vera stoltur stuðningsaðili „Ekkert pláss fyrir rasisma“ (e. No Room for Racism) herferð ensku úrvalsdeildarinnar, að spila í ríki þar sem yfirvöld hafa framið glæpinn gegn mannkyni sem aðskilnaðarstefnan er, áratugum saman,“ „Fótboltaheimurinn verður að endurtaka leikinn frá einangrun sinni á Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar og gefa aðskilnaðarstefnu Ísraels rauða spjaldið,“ Ísrael Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Liðin munu eigast við í borginni Haifa í Ísrael en bæði Roma og Tottenham eiga sterka tengingu við gyðingdóm og eiga fjölda stuðningsmanna af þeirri trú. Níðsöngvar gagnvart gyðingum eru til að mynda oft sungnir á áhorfendapöllunum, og beint að stuðningsmönnum Tottenham, þegar þeir mæta Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ísrael er trúarríki sem er byggt í kringum gyðingdóm, sem birtist meðal annars í því að Davíðsstjarnan er í fána ríkisins. Ísraelsk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni árum saman fyrir að aðhyllast aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum þar sem Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International og Human Rights Watch eru á meðal gagnrýnenda. Ísraelsk stjórnvöld hafa lýst skýrslu Amnesty frá því í febrúar, sem ber heitið „Aðskilnaðarstefna Ísraels gegn Palestínumönnum: Grimmilegt kerfi kúgunar og glæpir gegn mannkyni“, sem falskri, hlutdrægri og sem gyðingahatri. Hópur rannsakenda á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst þá að því í skýrslu sem birt var í júní á þessu ári að helsta ástæðan fyrir langvarandi átökum beggja fylkinga væri landtaka Ísraelsmanna á palestínsku landsvæði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja Ísraela hafa stundað stríðsglæpi á síðasta ári þar sem hundruðir Palestínumanna létu lífið. Mannúðarnefnd hjá Sameinuðu þjóðunum tilkynnti þá fyrir tveimur árum að ísraelsk yfirvöld hefðu gjöreyðilagt 568 heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum á árinu 2020 og að minnsta kosti 759 manns hefðu orðið heimilislaus af völdum þess. Skiljanlega veldur það stuðningsmönnum Tottenham því áhyggjum að liðið skuli vilja taka þátt í sýningarleik í Ísrael. The Athletic hefur eftir einum ónefndum stuðningsmanni: „Ákvörðun Spurs að spila vináttuleik í Ísrael er þegjandi stuðningur við áframhaldandi kúgun ríkisins,“ Þá er haft eftir Roshan Dadoo, suður-afrískum stuðningsmanni Tottenham, sem fer jafnframt fyrir samtökum sem standa fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, að félagið sýni hræsni með því að spila leikinn. „Það er hámark hræsninnar hjá Tottenham, félagi sem segist vera stoltur stuðningsaðili „Ekkert pláss fyrir rasisma“ (e. No Room for Racism) herferð ensku úrvalsdeildarinnar, að spila í ríki þar sem yfirvöld hafa framið glæpinn gegn mannkyni sem aðskilnaðarstefnan er, áratugum saman,“ „Fótboltaheimurinn verður að endurtaka leikinn frá einangrun sinni á Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar og gefa aðskilnaðarstefnu Ísraels rauða spjaldið,“
Ísrael Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira