Landlæg veiruskita af völdum kórónuveiru Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2022 11:28 Veiruskita smitast með saur og slími frá nösum og breiðist hratt út innan hjarða. Sjúkdómurinn er ekki hættulegur fólki en getur haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir kýrnar þar sem hann skerðir ónæmiskerfi þeirra. Vísir/Vilhelm Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum hefur staðfest að landlæg veiruskitu í kúm hér á landi sé af völdum „Bovcov“ eða nautgripakórónuveiru. Í vor gekk veiruskita á kúabúum víða um land og lá grunur að um nautgripakórónuveiru væri að ræða. Með raðgreiningu úr sýni frá kúabúi á Norðurlandi hefur það nú verið staðfest. Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun er veiruskita bráðsmitandi sjúkdómur í nautgripum sem finnst um allan heim. Mótefnamælingar hafa sýnt að sýking er mjög algeng í mjólkurkúm hérlendis og blossar veikin upp á mismunandi svæðum á landinu nokkuð reglulega. Þá segir að sjúkdómurinn smitist með saur og slími frá nösum og breiðist hratt út innan hjarða. Smit berist auðveldlega með óbeinum hætti milli hjarða með óhreinindum sem fylgja fólki og fylgihlutum þeirra. Matvælastofnun segir mikilvægt að bændur haldi uppi öflugum sóttvörnum á búum sínum.Vísir/Magnús Hlynur Oftast smitist allir næmir gripir á búinu á nokkrum dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum. Hins vegar sé sjúkdómurinn ekki hættulegur fólki og hafi ekki áhrif á neysluhæfi afurða. Aftur á mótir geti afleiðingar sjúkdómsins verið „alvarlegar og langvarandi þar sem sjúkdómurinn skerðir ónæmiskerfi kúnna þannig að þær verða viðkvæmari fyrir öðrum sjúkdómum, m.a. júgurbólgu og öðrum bakteríusýkingum.“ Veiruskitan auki einnig hættu á doða hjá kúm sem komnar eru nálægt burði og hafi neikvæð áhrif á frjósemi kúa. Matvælastofnun segir mikilvægt að bændur haldi uppi öflugum sóttvörnum á búum sínum, „dragi úr flutningi gripa og tækja milli búa og lágmarki umgengni utanaðkomandi fólks.“ Dýr Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun er veiruskita bráðsmitandi sjúkdómur í nautgripum sem finnst um allan heim. Mótefnamælingar hafa sýnt að sýking er mjög algeng í mjólkurkúm hérlendis og blossar veikin upp á mismunandi svæðum á landinu nokkuð reglulega. Þá segir að sjúkdómurinn smitist með saur og slími frá nösum og breiðist hratt út innan hjarða. Smit berist auðveldlega með óbeinum hætti milli hjarða með óhreinindum sem fylgja fólki og fylgihlutum þeirra. Matvælastofnun segir mikilvægt að bændur haldi uppi öflugum sóttvörnum á búum sínum.Vísir/Magnús Hlynur Oftast smitist allir næmir gripir á búinu á nokkrum dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum. Hins vegar sé sjúkdómurinn ekki hættulegur fólki og hafi ekki áhrif á neysluhæfi afurða. Aftur á mótir geti afleiðingar sjúkdómsins verið „alvarlegar og langvarandi þar sem sjúkdómurinn skerðir ónæmiskerfi kúnna þannig að þær verða viðkvæmari fyrir öðrum sjúkdómum, m.a. júgurbólgu og öðrum bakteríusýkingum.“ Veiruskitan auki einnig hættu á doða hjá kúm sem komnar eru nálægt burði og hafi neikvæð áhrif á frjósemi kúa. Matvælastofnun segir mikilvægt að bændur haldi uppi öflugum sóttvörnum á búum sínum, „dragi úr flutningi gripa og tækja milli búa og lágmarki umgengni utanaðkomandi fólks.“
Dýr Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira