Þakkir frá Okkar Hveragerði Sandra Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2022 11:31 Fyrir hönd Okkar Hveragerðis vil ég þakka kjósendum í Hveragerði kærlega fyrir það mikla traust sem þeir sýndu framboðinu í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí s.l. Árangur Okkar Hveragerðis er því að þakka að Hvergerðingar hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem við berjumst fyrir. Þetta er í annað skipti sem Okkar Hveragerði, sem er óháð stjórnmálaafl, býður fram til sveitarstjórnarkosninga og það er nú orðið stærsta stjórnmálaaflið í Hveragerði með tæplega 40% fylgi, aukningu um 7% atkvæða og einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi þá er þetta einungis í annað skipti á síðustu 40 árum sem tvö framboð mynda meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis. Síðustu 11 kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sjö sinnum með hreinan meirihluta og hefur aðeins einu sinni fengið verri útkomu, ef niðurstöður alveg frá miðri síðustu öld eru skoðaðar. Kosningarnar 14. maí s.l. voru því sögulegar á margan hátt. Ákall um breytingar Niðurstaða kosninganna var skýr yfirlýsing íbúa um breytingar. Kjörtímabilið er rétt að byrja og við erum mætt til starfa. Samstarfið milli Okkar Hveragerðis og Framsóknar er gott og hreinskiptið og við höfum látið hendur standa fram úr ermum þær sjö vikur sem liðnar eru frá því að meirihlutinn tók formlega til starfa. Okkar Hveragerði lagði fram 150 daga áætlun fyrir kosningar með tíu málefnum sem við ætluðum okkur að koma í framkvæmd og skemmtilegt er að segja frá því að sjö af þessum tíu málefnum hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd eða komið í ferli. Við erum svo sannarlega reiðubúin til að vinna ötullega í þágu og í samvinnu við bæjarbúa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fyrstu sjö vikurnar Ráðning bæjarstjóra á faglegum forsendum var eitt helsta áhersluatriði okkar fyrir kosningar og þann 1. ágúst kemur Geir Sveinsson til með að hefja störf sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúakönnunum, annars vegar um staðsetningu ærslabelgs og hinsvegar um staðsetningu grenndargáma. Íbúar völdu ærslabelgnum sama stað og áður og er þegar búið að semja við framkvæmdaraðila um uppsetningu hans. Íbúakönnun vegna grenndargáma er að ljúka og verður uppsetningu hrint í framkvæmd um leið og niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir. Búið er að samþykkja lækkun leikskólagjalda fyrir öll leikskólabörn og jafnframt er verið að leita að bráðabirgðalausn svo öll 12 mánaða börn fái inngöngu á leikskóla strax í haust. Hönnun á nýjum leikskóla við Hrauntungu í Kambalandi er farin af stað og unnið er að því að áfangar 3 og 4 í stækkun grunnskólans verði byggðir samhliða í ljósi fyrirséðrar þarfar vegna íbúafjölgunar og er hönnun þeirra í vinnslu. Búið er að taka ákvörðun um ráðningu þroskaþjálfa til að sinna málefnum fatlaðs fólks, taka ákvörðun um að fara í úttekt á rekstri bæjarins í samstarfi og samvinnu við nýjan bæjarstjóra. Málefni Hamarshallarinnar hafa verið fyrirferðarmikil í vinnu nýs meirihluta síðustu vikur og hefur málið verið skoðað frá mörgum hliðum með það að markmiði að taka ákvörðun sem er hagkvæm fyrir bæjarfélagið og íbúa til langs tíma. Tekin var ákvörðun á síðasta bæjarstjórnarfundi að fara af stað með hönnunarhóp og í framhaldi af þeirri vinnu verður farið í að útbúa útboðsgögn fyrir byggingu úr föstu efni sem mun rísa á grunni Hamarshallarinnar. Þá hefur meirihlutinn átt fundi með fjárfestum og verktökum sem áhuga hafa á frekari uppbyggingu í Hveragerði, þar má til dæmis nefna að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli þróunarfélags HNLFÍ og Hveragerðisbæjar um uppbyggingu rúmlega þúsund íbúða byggðar sem mun hafa sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi í svokölluðu Sólborgarlandi. Þetta er einungis brot af því sem nýr meirihluti hefur verið að vinna að og því er glögglega hægt að sjá að ekkert okkar hefur setið auðum höndum undanfarnar vikur. Öflugt samfélag Það er mikill heiður að fá að gegna forystuhlutverki í bæjarstjórn Hveragerðis. Samfélagið okkar er öflugt með kraftmikið og hugmyndaríkt fólk á öllum sviðum sem brennur fyrir Hveragerði og vill láta gott af sér leiða. Tækifærin í Hveragerði eru á hverju horni og framtíðin er björt. Ég hlakka til að vinna að málefnum Hvergerðinga, með þeim og fyrir þá. Horfum til framtíðar. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir hönd Okkar Hveragerðis vil ég þakka kjósendum í Hveragerði kærlega fyrir það mikla traust sem þeir sýndu framboðinu í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí s.l. Árangur Okkar Hveragerðis er því að þakka að Hvergerðingar hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem við berjumst fyrir. Þetta er í annað skipti sem Okkar Hveragerði, sem er óháð stjórnmálaafl, býður fram til sveitarstjórnarkosninga og það er nú orðið stærsta stjórnmálaaflið í Hveragerði með tæplega 40% fylgi, aukningu um 7% atkvæða og einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi þá er þetta einungis í annað skipti á síðustu 40 árum sem tvö framboð mynda meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis. Síðustu 11 kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sjö sinnum með hreinan meirihluta og hefur aðeins einu sinni fengið verri útkomu, ef niðurstöður alveg frá miðri síðustu öld eru skoðaðar. Kosningarnar 14. maí s.l. voru því sögulegar á margan hátt. Ákall um breytingar Niðurstaða kosninganna var skýr yfirlýsing íbúa um breytingar. Kjörtímabilið er rétt að byrja og við erum mætt til starfa. Samstarfið milli Okkar Hveragerðis og Framsóknar er gott og hreinskiptið og við höfum látið hendur standa fram úr ermum þær sjö vikur sem liðnar eru frá því að meirihlutinn tók formlega til starfa. Okkar Hveragerði lagði fram 150 daga áætlun fyrir kosningar með tíu málefnum sem við ætluðum okkur að koma í framkvæmd og skemmtilegt er að segja frá því að sjö af þessum tíu málefnum hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd eða komið í ferli. Við erum svo sannarlega reiðubúin til að vinna ötullega í þágu og í samvinnu við bæjarbúa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fyrstu sjö vikurnar Ráðning bæjarstjóra á faglegum forsendum var eitt helsta áhersluatriði okkar fyrir kosningar og þann 1. ágúst kemur Geir Sveinsson til með að hefja störf sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúakönnunum, annars vegar um staðsetningu ærslabelgs og hinsvegar um staðsetningu grenndargáma. Íbúar völdu ærslabelgnum sama stað og áður og er þegar búið að semja við framkvæmdaraðila um uppsetningu hans. Íbúakönnun vegna grenndargáma er að ljúka og verður uppsetningu hrint í framkvæmd um leið og niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir. Búið er að samþykkja lækkun leikskólagjalda fyrir öll leikskólabörn og jafnframt er verið að leita að bráðabirgðalausn svo öll 12 mánaða börn fái inngöngu á leikskóla strax í haust. Hönnun á nýjum leikskóla við Hrauntungu í Kambalandi er farin af stað og unnið er að því að áfangar 3 og 4 í stækkun grunnskólans verði byggðir samhliða í ljósi fyrirséðrar þarfar vegna íbúafjölgunar og er hönnun þeirra í vinnslu. Búið er að taka ákvörðun um ráðningu þroskaþjálfa til að sinna málefnum fatlaðs fólks, taka ákvörðun um að fara í úttekt á rekstri bæjarins í samstarfi og samvinnu við nýjan bæjarstjóra. Málefni Hamarshallarinnar hafa verið fyrirferðarmikil í vinnu nýs meirihluta síðustu vikur og hefur málið verið skoðað frá mörgum hliðum með það að markmiði að taka ákvörðun sem er hagkvæm fyrir bæjarfélagið og íbúa til langs tíma. Tekin var ákvörðun á síðasta bæjarstjórnarfundi að fara af stað með hönnunarhóp og í framhaldi af þeirri vinnu verður farið í að útbúa útboðsgögn fyrir byggingu úr föstu efni sem mun rísa á grunni Hamarshallarinnar. Þá hefur meirihlutinn átt fundi með fjárfestum og verktökum sem áhuga hafa á frekari uppbyggingu í Hveragerði, þar má til dæmis nefna að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli þróunarfélags HNLFÍ og Hveragerðisbæjar um uppbyggingu rúmlega þúsund íbúða byggðar sem mun hafa sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi í svokölluðu Sólborgarlandi. Þetta er einungis brot af því sem nýr meirihluti hefur verið að vinna að og því er glögglega hægt að sjá að ekkert okkar hefur setið auðum höndum undanfarnar vikur. Öflugt samfélag Það er mikill heiður að fá að gegna forystuhlutverki í bæjarstjórn Hveragerðis. Samfélagið okkar er öflugt með kraftmikið og hugmyndaríkt fólk á öllum sviðum sem brennur fyrir Hveragerði og vill láta gott af sér leiða. Tækifærin í Hveragerði eru á hverju horni og framtíðin er björt. Ég hlakka til að vinna að málefnum Hvergerðinga, með þeim og fyrir þá. Horfum til framtíðar. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis og formaður bæjarráðs.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun